Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 12
I leit að þjóðlegri fyrirmynd
Samkeppni um íslensk húsgögn árið 1928
/
Arndís S. Arnadóttir
Á seinni hluta nítjándu aldar risu
upp félög og umbótahreyfingar víða
í iðnvæddum löndum Evrópu og
Ameríku meðal annars í þeim til-
gangi að efla handverk og berjast
gegn því sem talinn var vera hnign-
andi smekkur samtímans. Þessi
sjónarmið settu að einhverju leyti
svip á heimilisiðnaðarfélög á Norð-
urlöndum sem miðluðu verkþekk-
ingu á ýmiss konar handverki til fé-
lagsmanna sinna og almennings.
Þau stóðu meðal annars fyrir því að
fjölfalda teikningar og bjóða upp á
námskeið, eins og til dæmis í hús-
gagnagerð, þar sem lögð var áhersla
á að nota þjóðlegar fyrirmyndir.
Fræðimenn á þessu sviði hafa bent á
að innan heimilisiðnaðarfélaganna
hafi farið fram mikilvægt viðreisnar-
starf verklegrar þjálfunar í hand-
verki og hönnun (skill based design
reform) jafnframt því að bæta heimil-
ismenningu (Naylor 1997).
Á íslandi voru heimilisiðnaðarfé-
lög stofnuð síðar en á hinum Norð-
urlöndunum, Heimilisiðnaðarfélag
Islands í Reykjavík árið 1913, og
tveimur árum seinna var annað
stofnað á Akureyri. Þessi félög
stefndu að því að glæða virðingu fyr-
ir þjóðlegum heimilisiðnaði, þekk-
ingu á honum og smekkvísi og að
nota innlent efni og íslenskar fyrir-
myndir. Kvenfélögin og ungmenna-
félögin studdu sömuleiðis heimilis-
iðnaðarmálið svokallaða, en hvenær
athyglinni var beint að því að þróa
íslenskan stíl fyrir húsgagnagerð er
óljóst. Heimilisiðnaðarfélag íslands
veitti Guðmundi Jónssyni frá Mos-
dal (1886-1956) utanfararstyrk „til
þess að fullkomna sig í öllu því er að
heimilisiðnaði lyti, þar á meðal ein-
faldri húsgagnagerð til sveita"
(Gjörðabók Heimilisiðnaðarfélags
íslands 1919) og sótti Guðmundur í
kjölfarið námskeið á vegum Dansk
Husflidsselskab og Norsk Husflids-
forening og flutti skýrslu um ferðina
fyrir stjórn félagsins. Hann kenndi
síðar teikningu, smíðar, útskurð o.fl.
á Isafirði um langt árabil og var öt-
ull talsmaður ungmennafélagshreyf-
ingarinnar. Halldóra Bjarnadóttir
kennari (1873-1981) var sömuleiðis
skeleggur talsmaður heimilisiðnað-
armálsins og formaður Sambands
norðlenskra kvenna árin 1915-1923
jafnframt því að vera ritstjóri ársrits
sambandsins, Hltnar. Það var einmitt
á stjórnarfundi sambandsins í júní
1926 að samþykkt var að veita 200
krónur til að láta gera uppdrætti „af
hentugum íslenskum húsgögnum"
(Áslaug Sverrisdóttir 2001).
eftir Ríkarð Jónsson. VINNUTEIKNINGAR af 2
síólum, borði og hlaðborði til sölu. Sendar gegn
póstkröfu hvert á land sem er, gegn lOkr. gjaldi.
Heimiiisiðnaðarfelag fslands afgreiðir þá pöntun.
NOTIB ÍSBENSK HÚSOÖON.
Þær konur í Eyjafjaíðar- og F’ingeyjarsýslum, sem
heldur vilja greiða andvirði Hlínar á Akureyri mega
afhenda þáð Arnheiði Skaftadóttur í Kaup-
fjelagi Eyfirðinga. Hún gefur kvittun fyrir greiðslum.
Auglýsing úr Hlín 1931, bls. 135.
Ljósm. Helgi Bragason.
Hér verður gerð grein fyrir þess-
ari fyrstu tilraun til að gera upp-
drætti að íslenskum húsgögnum, en
til samkeppninnar var síðan boðað í
greinargerð Halldóru Bjarnadóttur í
Hlín árið 1927. Þetta var merkileg til-
raun til að bæta heimilisbrag og
heimilismenningu á íslandi þar sem
jafnframt var sett skilyrði um að
fram kæmi þjóðlegur stíll. Halldóra
taldi að nú væri þörf á íslenskum
húsgagnastíl „ef heimilin með breytt-
um húsakynnum og um leið með
breyttum kröfum, eiga að fá íslensk-
ari svip en nú hafa þau." Ljóst er að
þátttakan í þessari samkeppni var
dræm og hvorki lærðir húsgagna-
smiðir né húsameistarar komu þar
nærri. Urslitin voru umdeild og skil-
uðu ekki tilætluðum árangri eins og
fram kemur hér á eftir og ekki er að
finna sjónarmið útlærðra húsameist-
ara né húsgagnasmiða í þeirri um-
ræðu.
Baráttan gegn stássstofunni og
leitin að íslenskum stíl
Umbætur í húsbyggingamálum,
utan- sem innandyra, voru oft til
umræðu á þriðja áratugnum þegar
húsakynni voru að taka stakkaskipt-
um í sveitum og bæjum á íslandi. f
grein um „nauðsynjar og óhóf", sem
birtist í Morgunblaðinu árið 1920 tel-
ur höfundur nauðsynlegt að veita
fólki ráðleggingar um bættan smekk
og „að benda fólki á, hvernig það á
að verja efnum sínum til að útbúa
húsakynnin og gera þau viðkunnan-
leg." Hann vekur athygli á að hinar
svokölluðu „stássstofur" á betri bæj-
um í sveitum og kaupstöðum væru
þjóðarsmekkleysa og væri það mikil
framför að mati hans ef allar „stáss-
stofur" væru teknar til daglegrar
íbúðar (Brandur 1920).
Nokkrum árum síðar skrifar Guð-
mundur Gíslason Hagalín um heim-
ilisiðnað í Harðangri og lýsir hrifn-
ingu sinni á heimilismenningu al-
þýðunnar þar. í Noregi hafi vaknað
12 HUGUROG HÖND2006