Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 32
Sveinn Ólafsson myndskeri
Anna Lilja Jónsdóttir
Sveinsstykkið skorið í mahóní árið 1950.
Stærð 48x90 sm. Ljósm. Sveinn Ólafsson.
Myndskurður var blómleg atvinnu-
grein á fyrri hluta síðustu aldar. Um
miðja öldina varð breyting þar á,
svo mikill samdráttur varð að iðn-
greinin riðaði á brauðfótum og eng-
inn útskrifaðist sem sveinn á árun-
um 1954-2000. Örfáir menn störfuðu
við myndskurð á síðari hluta aldar-
innar og sá eini núlifandi sem ein-
göngu hefur unnið við iðngreinina
er Sveinn Ólafsson. Hann lauk
sveinsprófi 1950 og er meistari í fag-
inu. Undirrituð lagði leið sína á
heimili hans að Skeggjagötu 19 til að
ræða við hann.
Sveinn fæddist að Lambavatni á
Rauðasandi 27. apríl 1925. Hann
vann sveitastörf fram undir tvítugt,
en fór þá í vinnu annarsstaðar. Fyrst
í vegavinnu og var á Patreksfirði
eitthvað, síðan kom hann suður til
Reykjavíkur og var einn vetur í
bænda- og kennaradeildinni í Hand-
íðaskólanum. Þá var skólinn til húsa
á Grundarstíg 2. Þar voru kenndar
smíðar og þar kynntist hann út-
skurði líka. Karl Guðmundsson og
Agúst Sigurmundsson sögðu til þar
í skólanum.
Sveinn réð sig sem nema til Karls
Guðmundssonar myndskera. Karl
var með vinnustofu á Laufásvegi
18a, sem hann leigði hjá Benedikt
Guðmundssyni húsgagnasmið. A
þeim tíma var mikið skorið í hús-
gögn og húsgagnasmiðir hylltust þá
til að leigja útskurðarmönnum og
létu þá svo skera út í húsgögnin fyr-
ir sig. Námið tók 4 ár og var Sveinn
hjá Karli námsárin og skar þar próf-
Sveinn að störfum á verkstæði sínu.
stykki sitt. Einnig var hann í Iðn-
skólanum í bóklegu fögunum og
teikningu. Nemarnir lærðu bæði
flatarteikningu og fríhendisteikn-
ingu, þeir teiknuðu eftir gifsmynd-
um og slíku. Hann taldi þetta ekki
nóg og var því tvo vetur í Myndlist-
arskólanum í fríhendisteikningu og
almennri teikningu og þess utan
einn vetur í Myndlistarskólanum hjá
Asmundi Sveinssyni í leirmótun
allskonar. Sveinn sagði að það væri
ákaflega gott að móta verkefnið í leir
ef maður er ekki viss á teikningunni,
því að þá sæi maður verkið frá öll-
um hliðum.
Karl lagði áherslu á að forma
hlutina nógu vel og taka dálítið
djúpt eftir því sem efnið leyfði. Eitt
sinn var Sveinn að skera í skáphurð,
hjó þetta og fór í gegnum skáphurð-
ina og niður í bekkinn. Sveinn hélt
að Karl yrði alveg fjúkandi vondur,
en hann skellihló: „Ja þetta líkar
32 HUGUROG HÖND 2006