Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 22
Frumbyggj ar Ástralíu
Forn menning og fagurt handbragð
Sigríður Ólafsdóttir
í upphafi komu Djanggawul syst-
urnar tvær með bróður sínum norð-
an um haf til Arnhem-lands. Þessi
börn sólarinnar gáfu Arnhem-landi
lögun sína og gróður. Systurnar
komu með mottuna helgu og dilly-
bag. Úr þeim poka er allt líf í Arn-
hem-landi runnið.
Svo segir goðsagan, og fræði-
menn telja líklegt að frumbyggjar
Ástralíu hafi komið frá Suðaustur-
Asíu fyrir um 60.000 árum. Enn vefa
dætur sólarinnar í Arnhem-landi
mottur og dillybags af mestu list. Við
skulum nú leiða hugann að því
hvernig forn lífsmáti og framtíðar-
vonir eru tvinnuð saman í formi list-
iðnaðar.
í Bunjilaka í Melbourne Museum
er nú sýningin „Samtvinnað". Kon-
urnar sem að sýningunni standa eru
frá Gunbalanya í Arnhem-landi sem
er frumbyggjaland, og geta aðrir
ekki ferðast um þetta afskekkta
svæði nema með þeirra leyfi. I ágúst
er þó opið hús í Gunbalanya og
handverk íbúanna boðið til sölu.
Gunbalanya er 260 km í austur frá
Darwin, farið er í gegnum Kakadu
þjóðgarðinn og yfir Eystri Krókó-
dílaá, á vaði.
Konurnar í Gunbalanya safna
pandanuslaufi. Pandanus er tré sem
svipar til júkku, og laufblöð þess
geta orðið tveggja metra löng. Kon-
urnar kljúfa laufið og lita það með
jurtalitum. Til dæmis eru rauðar
rætur skornar niður og soðnar með
laufinu í saltvatni. Saltið festir litinn.
Eucalyptusösku er svo bætt í seinni
suðu til þess að fá annað litbrigði.
Sérstakir bleikir og fjólubláir litir
fást úr jurt sem hvergi vex annars
staðar en í grýttum jarðveginum í
Didgeridoo. Teiknari Vicky McCalmnn.
nágrenni Gunbalanya. Á sýningunni
eru körfur, myndir, mottur, pokar og
töskur, allt listilega vafið, fléttað eða
hnýtt úr lituðu og ólituðu pand-
anuslaufi. Gunbalanya var áður trú-
boðsstöðin Oenpelli. Þar lærðu kon-
urnar að hekla blúndur eins og sum-
ir netpokarnir bera með sér. Sérstaka
athygli vakti lítil taska sem var gerð
með því að tvinna saman trefjaband
og bleikar fjaðrir galah páfagauks-
ins. Fjaðrir voru áður notaðar til
þess að skreyta fólk og muni fyrir
trúarathafnir, og enn eru fjaðrir not-
aðar í skart og skraut.
Á Tiwi-eyjunum Bathurst og Mel-
ville er afar lífleg handiðja, svo sem
útskurður, vefnaður, prentun, leir-
kerasmíð, skartgripa- og körfugerð
og myndlist. Mynstrið á verkum
eyjaskeggja einkennist af punktum
og línum og eiga ættflokkarnir sín
ákveðnu einkennismynstur. Stund-
um eru gerðar svæðislýsingar með
punktum, hringjum, línum og
sikksakki, sem gefa vísbendingu um
fjöll, varðelda, stíga og vatnsból. U-
laga bogar tákna sitjandi menn, en
geta líka táknað skjólbelti. Hringir,
hver innan í öðrum, tákna brunn, en
geta líka táknað brjóst eða eld, og
verður merkingin að ráðast af sam-
henginu.
Pukamani útfararstengurnar eru
frá Bathurst og Melville. Þessir til-
höggnu og skreyttu trjábolir eru
reistir umhverfis staði helgihalds og
greftrunar. Þegar Tiwi manneskja
deyr hvolfa aðstandendur barkar-
körfu, tunga, yfir pukamani stöng
sem tákn um lífslokin. Lorrkon
stengurnar eru aftur á móti holir
trjábolir sem fólk í Arnhem-landi
lætur reisa við grafir látinna ætt-
ingja. Beinin voru áður fyrr grafin
upp eftir vissan tíma og sett í þessar
holu stengur svo andi hins fram-
liðna mætti fljúga til vatnslindarinn-
ar og sameinast skapara sínum á ný.
Handverksmenn skreyta stengurnar
með mynstri ættflokksins. Eigi má
endurnýja stengurnar sem skulu
rotna og verða að dufti ásamt inni-
haldinu. Áður fyrr guldu aðstand-
endur hins látna handverksmönn-
22 HUGUROG HÖND 2006