Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 15

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 15
Morgunblaðsins, eiginmanns Kristín- ar, og síðan viðurkenning Ríkarðs á að hann hafi, að beiðni fram- kvæmdanefndarinnar, hreinteiknað uppdrættina áður en þeir voru sýnd- ir í Skemmuglugganum í Austur- stræti (Mbl. 26. og 29. júlí 1928). I september 1928 komst að lokum niðurstaða í málið þegar stjórn Sam- bands norðlenskra kvenna ákvað að afhenda frú Kristínu Jónsdóttur verðlaunaféð sem heitið var í sam- keppnina í upphafi og „verðlaun þau, sem Ríkarður Jónsson hefir þegar fengið, veitir ársritið Hlín, sem Halldóra Bjarnadóttir er útgef- andi að og ábyrgðarmaður fyrir og eru þær teikningar birtar í Hlín" seg- ir í yfirlýsingu stjórnarinnar (Mbl. 30. sept. 1928). Þannig var úrskurði dómnefndar hlítt og báðir aðilar fengu verðlaun. íslensku húsgögnin og tilhögun í baðstofu í Hlín árið 1928 birtast myndir af báðum verðlaunatillögunum ásamt greinargerð Ríkarðs um íslensku húsgögnin sem ráðgert var að yrði hægt að fá fullkomnar vinnuteikn- ingar af hjá Heimilisiðnaðarfélagi ís- lands áður en langt um liði. Tillögur hans birtast á þremur myndum: 2 stólar, bekkur og borð (1. mynd), tvö hlaðborð og hornskápur (2. mynd) og rúm, fata- eða línskápur og þvottaborð í horn (3. mynd). Út- skornir skrauthnútar, nótnaskurður og höfðaletur voru áberandi skraut á húsgögnunum, „í hreinum þjóð- legum stíl" að sögn Ríkarðs. I leið- beiningum mælti hann með að láta viðarlitinn halda sér og strjúka pólitúr yfir, en þó mætti mála hús- gögnin ef óvandaðri viður væri not- aður. Aðallitir væru þá „oftast dökk- grænn, eða fremur dökkblár, einnig stöku sinnum dökkrauður, en rend- ur, listar og smátilbreytni húsgagn- anna skreytt með öðrum litum." (Ríkarður Jónsson 1928). Það varð þó nokkur bið á að vinnuteikning- arnar væru fáanlegar því að það er ekki fyrr en í Hlín þremur árum síð- ar, eða árið 1931, að vinnuteikningar Mynd tekin í stofu Kristínar. Ljósm. í eigu Þjóðminjasafnsins, Þjms JK 6731 b(7628). af íslenskum húsgögnum, 2 stólum, borði og hlaðborði eftir Ríkarð Jóns- son eru auglýstar til sölu. Ekki hefur verið skoðað sérstak- lega hvernig vinnuteikningum Rík- arðs reiddi af, né í hve miklum mæli var smíðað eftir þeim. Víst er þó að til eru eintök af þessum gripum, stólar og borð, sem lengi voru í eigu Heimilisiðnaðarfélags íslands, en eru nú á sýningu um líf og störf Rík- arðs Jónssonar í Löngubúð á Djúpa- vogi og eign safnsins þar. Tímabært er því að grennslast fyrir um varð- veitt eintök af vinnuteikningunum og hugsanlega fleiri gripum sem smíðaðir voru eftir teikningum Rík- arðs af „íslenskum húsgögnum" og eru allar ábendingar vel þegnar af höfundi þessarar greinar. Teikningin af verðlaunabaðstofu Kristínar Jónsdóttur, eins og hún birtist í Hlín árið 1928, ber hins veg- ar sterkan svip af þeim húsgögnum sem Kristín lét sjálf smíða fyrir fjöl- skyldu sína nokkru síðar, en hún flutti í nýbyggt hús við Laufásveg í Reykjavík árið 1929. Á teikningunni HUGUROG HÖND2006 1 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.