Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 17

Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 17
Stóll Höddu HeiðurVigfúsdóttir Hadda, öðru nafni Guðrún H. Bjarnadóttir, vefari og listakona á Akureyri hefur unnið að margs kon- ar handverki um dagana. Einkum hefur vefnaður verið henni hugleik- inn. I stofu hennar er margt að sjá og myndarlegur stóll með afar per- sónulegu áklæði fangar augu gests og sagði Hadda því sögu stólsins. Hadda hafði flutt með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar fyrir 27 árum og keyptu þau hús af eldri hjónum sem skildu eftir gamlan hægindastól af sænskum ættum. Þessi stóll var þægilegur og vinsæll í fjölskyldunni og fékk að fara með henni heim, alla leiðina til Akureyrar. Leið svo tím- inn þar til stórafmæli húsbóndans var í vændum, en það varð tilefnið að þeirri ágætu hugmynd að gera stólinn upp. Sjálf settist Hadda við vefinn og óf mjög persónulegt áklæði þar sem gælunafn húsbónd- ans er endurtekið eins og sjá má ef vel er að gáð á meðfylgjandi mynd. Einnig var stóllinn bólstraður að nýju og tréverk fágað. Stóllinn hefur þannig fengið nýtt líf og er sannköll- uð heimilisprýði. Uppistaðan í vefnaðinum er óblæjað lín. ívafið er úr íslenskri ull frá Istex, sem er tvíband litað í kemískum litum (Zenit ullarlitum). Litað er með regnbogaaðferð en þá er hver hespa marglituð þannig að hluta af henni er dýft í lit og síðan í hvern litinn af öðrum. Ofið er með damaskaðferð á 10 sköftum. Mynstr- ið var leikið af fingrum fram. Verk- inu var lokið árið 1997. Ljósm. Hadda Aðalstræti 12 101 Reykjavík HANDVERK OG HÖNNUN CRAFTS AND DESSGM www.handverkoghonnun.is sýningar-ráögjöf-bókastofa-f réttabréf HUGUR OG HÖND 2006 1 7

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.