Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 55
mál fræði lega myndin. Misjafnt er hvort sjálfstæða myndin lifir áfram í
mál inu eða hverfur. Í rauninni má að þessu leyti finna tvö stig kerfis væð -
ingarinnar, annars vegar að sjálfstæða myndin hverfi úr málinu og að eftir
standi málfræðilega myndin eða þá að sjálfstæða myndin og mál fræði lega
myndin lifi hlið við hlið en gegni ólíkum hlutverkum. Fyrra atriðið á vel
við við skeyti sem voru sjálfstæð á frumnorrænum tíma, sbr. Iversen (1973:
162–164), þ.e. -leg, -sam, -lát, -ind og -skap þar sem sjálf stæða myndin er
horfin en seinna atriðið á við orðapör eins og hæstaréttar dómur – vesal-
dómur og viðtengingarháttur – aulaháttur þar sem viðskeytin -dómur og -hátt -
ur hafa lifað við hlið sjálfstæðu orðanna dómur og háttur (sjá Þorstein G.
Indriðason 2007:98–99). Bundnu liðirnir -dómur og -háttur uppfylla því
a.m.k. þessa lýsingu á aðskeytislíkjum hvað kerfisvæðingu varðar.
Hvaða breytingar verða svo nákvæmlega við kerfisvæðinguna? Ein
þrjú atriði virðast mikilvæg í því sambandi, þ.e. merkingarrýrnun (e. sem-
antic bleaching), formrýrnun (e. morphological reduction) og hljóðbreyting-
ar (e. phonetic erosion), sbr. t.d. Matisoff (1991) og Heine og Kuteva (2002).
Hvernig passa þessi atriði við áhersluforliði í íslensku? Þar virðist a.m.k.
vera um merkingarrýrnun að ræða, sbr. það sem áður hefur verið sagt um
mismunandi merkingu sömu forliða þegar þeir standa annars vegar með
nafnorðum og hins vegar með lýsingarorðum (sjá (3)). Ekki er hægt að
finna óyggjandi dæmi um formrýrnun í áhersluforliðum en slík dæmi má
finna í sögulegri málfræði, t.d. þegar sjálfstæða orðið *wandija ‘að snúa
mót einhverju’ þróaðist yfir í viðskeytið -indi (sjá Iversen 1973:163). Hins
vegar er ekki óeðlilegt að liðir sem kerfisvæðast haldi formi sínu þótt
merkingarlegt innihald rýrni, sbr. Goethem (2008:30) sem heldur því
fram að við kerfisvæðingu verði fyrst merkingarrýrnun og síðar form -
rýrn un. Varðandi hljóðbreytingar þá virðast þær (enn) ekki vera fyrir hendi
þegar áhersluforliðir þróast frá sjálfstæðum orðum. Eina breytingin sem
hugsanlega kemur til greina er yfirsneiðleg (e. suprasegmental), þ.e. að við
kerfisvæðinguna hefur orðið meira flökt á áherslunni sem getur flust frá
forlið yfir á grunnorð þegar áhersluforliðir eiga í hlut, eins og sýnt var í
3.1. Stærsta breytingin í áhersluforliðum í íslensku er þá þessi merkingar -
rýrnun, sbr. öskufall og öskuillur, sem getur þó verið missterk (sjá nánar í
4. kafla).
3.5 Áhersluforliðir og forskeytislíki
Í (7) er dregið saman það helsta sem komið hefur fram til þessa um ein-
kenni áhersluforliða í íslensku, nefnilega að þeir:
Um eðli og einkenni áhersluforliða í íslensku 55