Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 62
virknina, þ.e. á fjölda ólíkra lýsingarorða sem þeir geta staðið með. Liðir
eins og ösku- og draug- tengjast aðeins lýsingarorðum með nei kvæða merk -
ingu, sbr. öskuillur og draugfúll. Dæmi um þessa liði með já kvæðum lýs -
ingarorðum eins og *öskuánægður og *öskufarsæll finnast ekki í íslensku
og hið sama gildir um dæmi eins og *draughress og *draugmyndarlegur. Á
hinn bóginn getur svo áhersluforliður eins og stál- aðeins tengst lýsingar-
orðum með jákvæða merkingu, sbr. stálheppinn og stálheiðarlegur, og lið -
inn er ekki að finna með neikvæðum lýsingarorðum, sbr. dæmi eins og
*stálfúll eða *stálruglaður. Sumir áhersluforliðanna geta hins vegar stað ið
með bæði jákvæðum og neikvæðum lýsingarorðum, sbr. arfa- í arfa hress og
arfavitlaus. Í (26) kemur fram fjöldi ólíkra lýsingarorða með hverjum
áhersluforlið eins og hann mælist í Markaðri íslenskri málheild og ISLEX
en við einstaka liði er einnig lagður til fjöldi grunnorða annarra en lýsingar -
orða (þ.e. sagna og nafnorða) sem fyrir koma með áherslufor liðunum og
gerð er nánari grein fyrir þeim dæmum í neðanmálsgrein.
(26) Fjöldi ólíkra lýsingarorða og annarra grunnorða
með hverjum áhersluforlið12
arfa (5) dúndur (3) hrút (1) snældu (3)
auga (1) egg (2) hræ (2) stál (4)
band (3) eitur (7) hund (8 + 3) staur (2)
bál (3) fanta (3) hörku (6 + 5) stein (6 + 6)
blá (7) fjall (4) keng (2) sultu (1)
blek (1) fok (4) kol (8 + 1) svín (4 + 4)
blóð (1 + 2) gler (4) pínu (2) víðáttu (4)
blý (3 + 1) graut (3) pöddu (1) þrumu (1)
dauð (13 + 5) grá (3) rok (1 + 2) þrusu (2)
dauða (3) grjót (2) sauð (6) ösku (4)
draug (4) grút (6 + 3) silki (3)
drep (2 + 1) gufu (1) skít (3)
drullu (10 + 2) hand (3) snar (8)
Niðurstöðurnar í (26) koma vel heim og saman við það sem Ascoop og
Leuschner (2006:245–246) halda fram um aðskeytislíki, nefnilega að þau
Þorsteinn G. Indriðason62
12 Forliðurinn blóð- myndar tvær sagnir: -langa, -smella; blý- myndar eina sögn: -standa;
dauð- myndar fimm sagnir: -hreinsa, -langa, -leiðast, -rota, -öfunda; drep- myndar eina sögn:
-leiðast; drullu- myndar tvær sagnir: -tapa, -leiðast; grút- myndar þrjár sagnir: -skamma,
-leiðast, -elta; hund- myndar þrjár sagnir: -skammast, -elta, -leiðast; hörku- myndar fimm
nafnorð: -rödd, -stuð, -áflog, -slagsmál, -rifrildi; kol- myndar eina sögn: -falla; rok- myndar
tvö nafnorð: -sala, -tekjur; stein- myndar sex sagnir: -hætta, -þagna, -sofna, -gleyma, -halda,
-liggja; svín- myndar fjórar sagnir.: -beygja, -virka, -liggja, -ala.