Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 116
útdráttur
‘Viðhorf til tilbrigða í færeysku talmáli’
Í greininni er fjallað um viðhorf til mállýskutilbrigða í færeysku. Hún byggist á viðhorfs-
rannsóknum sem gerðar voru á færeyskum mállýskum 2015. Slíkar rannsóknir hafa farið
fram í ýmsum Evrópulöndum á umliðnum árum undir merkjum rannsóknarnetsins SLICE
(Standard Language Ideology in Contemporary Europe). Sums staðar hafa þær leitt í ljós
greinilegt mynstur sem sýnir að sumar mállýskur eru meira metnar en aðrar og það á t.d.
við í Danmörku. Markmiðið með rannsóknunum sem hér eru kynntar var að kanna hvort
slíka innbyrðis veldisskipun mállýskna megi greina í Færeyjum. Í því sambandi þarf að
hafa í huga að í Færeyjum er ekki almennur talmálsstaðall og að notkun mállýskna er
viðtekin bæði í einkasamræðum og á opinberum vettvangi. Aðstæður eru því ólíkar því
sem gerist í mörgum vesturevrópskum málsamfélögum en eru hins vegar áþekkar þeim
sem eru í Noregi. Þó að höfuðstaðurinn, Þórshöfn, sé miðstöð fjármála, stjórnmála og
menntamála er óljóst hvort mállýskan sem þar er töluð, Hafnarmál, nýtur virðingar í mál -
samfélaginu umfram aðrar færeyskar mállýskur.
Rannsóknin beindist að viðhorfum gagnvart fimm færeyskum mállýskum. Hún var
tvíþætt: Annars vegar fólst hún í grímuprófi þar sem viðbrögð þátttakenda við upptökum
með tali fólks voru könnuð án þess að þeim væri ljóst að málnotkunin væri hið raunveru-
lega rannsóknarefni. Hins vegar beindist hún að viðhorfum þátttakenda eins og þau birtust
þegar þeir voru beðnir að raða mállýskunum innbyrðis eftir fegurð þeirra og stöðu í mál -
samfélaginu. Tilgangur grímuprófsins var að leiða í ljós dulin eða ómeðvituð viðhorf þátt-
takenda til málbrigða en röðuninni var ætlað að sýna meðvituð viðhorf. Þátttakendur voru
204 fimmtán ára nemendur af sömu málsvæðum og málhafarnir í upptökunum.
Niðurstöður röðunarinnar leiða í ljós mynstur þar sem málinu í Þórshöfn er skipað
efst á stigveldisskalann. Hins vegar kemur ekkert slíkt mynstur fram í niðurstöðum grímu-
prófsins. Færeyska skilur sig þannig frá niðurstöðum rannsókna á dönsku og öðrum evr-
ópskum málum og líkist meira því mynstri sem birtist í viðhorfsrannsóknum á mállýskum
í vestanverðum Noregi. Færeysku og vesturnorsku niðurstöðurnar virðast því styðja þá til-
gátu að þrátt fyrir að mállýskueinkenni hafi gjarnan veruleg áhrif á mat þátttakenda í
grímuprófum í málsamfélögum þar sem rótgróið staðalmál og staðalmálshugmyndir eru
ríkjandi þá gerist það síður þar sem mállýskur eru viðurkennd málnotkun og notaðar í sam-
skiptum á öllum sviðum þjóðlífsins. Færeyska rannsóknin er því mikilvægt framlag til
skilnings á áhrifum dulinna málviðhorfa á málbreytingar í Evrópu.
summary
‘Attitudes to variation in Faroese spoken language’
Keywords: Verbal guise tests, Faroese, dialects
This article discusses dialect attitudes in the Faroes, and reports the results from a verbal
guise test used to elicit Faroese speakers’ attitudes to dialectal variation in their own lan-
guage community. During the last two decades, a series of speaker evaluation tests have
been carried out in a number of European countries, to compare ideologies, attitudes and
Edit Bugge og Jógvan í Lon Jacobsen116