Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 206
síns, þeirra málfræðireglna sem þeir tileinkuðu sér við máltöku“ (bls. 63). Þetta
má teljast skynsamlegt mótvægi við þeirri trú á einhvers konar „eina rétta“ ís -
lensku sem oft skýtur upp kollinum þegar málvöndun ber á góma, ekki síst þar
sem Ari Páll gætir sjálfur þess jafnvægis að benda á að opinber málstaðall sé um
margt heppilegur, einkum í tengslum við ritmál.
Þriðji meginkaflinn, sem jafnframt er lengsti kafli bókarinnar, nefnist „Mál
og stýring“. Aftur gefur heitið skýra vísbendingu um megininntak kaflans og
hann hefst á því að hugtökin „málstefna“ og „málstýring“ eru kynnt til sögunnar
og útskýrð, með greinilegri endurómun úr tveimur fyrri köflunum, jafnvel svo að
úr verður heldur mikil endurtekning. Síðan er sýnt hvernig málstefna hefur ekki
síst táknrænt gildi og sem dæmi bent á að sýnileiki írsku í opinberu rými er Írum
mikilvægur enda þótt aðeins lítill hluti þeirra tali málið. Þessu fylgir svo greinar -
góð umfjöllun um annars vegar form og stöðu máls í tengslum við málstefnu og
málstýringu og hins vegar dulda og sýnilega málstefnu. Í fyrri þættinum er, eðli
málsins samkvæmt, vikið að því hvernig stöðustýring snýr að útbreiðslu og notk-
unarsviði tiltekins tungumáls en formstýring aftur á móti að málkerfi og
orðaforða. Jafnframt er sá munur sem er á þessum tveimur afbrigðum mál stýr -
ingar undirstrikaður með dæmum og frekari útlistun á stöðu- og formhugtökun-
um og hér verður umfjöllunin í grunninn óþarflega endurtekningasöm þótt dæmin
séu vissulega mismunandi. Hún kemst þó aftur á rétta braut þegar bent er á það
samspil sem óhjákvæmilega ríkir á milli forms og stöðu sama tungumáls, hvað
sem líður eðlismuninum á þessum þáttum. Umfjöllunin um dulda og sýnilega
málstefnu er líka skýr og sýnt með dæmum úr ýmsum áttum hvernig hvor gerðin
um sig getur virkað. Um leið er samspilið á milli þeirra leitt í ljós, sérstaklega
hvernig hin sýnilega málstefna, þ.e. ýmiss konar aðgerðir og ákvarðanir þar til
bærra stjórnvalda, er alltaf að verulegu leyti háð hinni duldu málstefnu, þ.e. við -
horfum málnotenda og viðbrögðum þeirra við hinni yfirlýstu stefnu.
Um miðbik kaflans verður nokkurt los á umfjölluninni og um stund er farið
nokkuð úr einu í annað án þess að hugað sé nægilega vel að heildarsamhenginu
enda þótt umfjöllunarefnið sé vissulega alltaf málstefna í einhverjum skilningi.
Þannig er hér spurt bæði hvaða áhrif stjórnvöld hafi í tengslum við málstýringu
og hvort málstýring geti haft áhrif á málbreytingar í íslensku. Hvorugri spurning-
unni er þó svarað með beinum hætti heldur eru lesendur skildir eftir með annars
vegar vangaveltur um að áhrif ríkivalds til stýringar fari líkast til minnkandi nú á
tímum hnattvæðingar og vaxandi áhrifa alþjóðafyrirtækja og hins vegar stuttara-
lega lýsingu á viðbrögðum við flámæli og þágufallshneigð sem segir lítið um bein
áhrif málstýringar á útbreiðslu þessara atriða. Í kjölfarið kemur svo fremur
snubb ótt lýsing á örnefnastýringu sem er nokkuð úr samhengi við efnið í kring
og að lesandanum læðist sá grunur að hér hafi ekki tekist að fullu að flétta saman
ýmsa þræði úr fyrri skrifum Ara Páls um þessi efni.
Þessu næst er fjallað um hvernig málstýring getur tekið á sig mismunandi
myndir og náð t.d. til fyrirtækja og vinnustaða, auk þess sem vikið er að því
hvernig fordómar, svo sem gagnvart ýmsum minnihlutahópum, geta litað mál -
stýringarstarf. Þá er vikið aftur að málstefnuhugtakinu sem slíku, fyrst í almenn-
Ritdómar206