Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 208

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 208
aðeins er vikið mjög stuttlega að meginþætti hvers þeirra og í sumum tilvikum vísað til frekari umfjöllunar í öðrum köflum bókarinnar. Hér vaknar því sú spurning hvort nokkur þörf sé fyrir þennan kafla miðað við skipulag hans og hvort ekki hefði verið nær að fella þá þætti sem koma við sögu í öðrum köflum einfaldlega inn í þá og sleppa upptalningu á frekari viðfangsefnum fyrst ekki stóð til að gera þeim ítarlegri skil. Hinn kosturinn hefði verið að setja umtalsvert meira kjöt á beinin en gert er á þeim tíu síðum sem kaflinn telur og gera ítarlegri grein fyrir þeim viðfangsefnum málræktarfræðinnar sem ekki er fjallað um í öðru samhengi. Staða og tilgangur fimmta kafla bókarinnar, „Málhreinsun“, er öllu skýrari, enda erfitt að fjalla um málstefnu í íslensku samhengi án þess að koma fyrr eða síðar að þessu sviði hennar. Framsetning og skipulag kaflans er líka afskaplega skýrt og rökrétt. Þannig er byrjað á almennri kynningu á hreintungustefnu, þar sem m.a. er bent á að rétt sé að gera greinarmun á ytri og innri málhreinsun eftir því hvort meint „óhreinindi“ eiga rætur sínar í áhrifum frá erlendum tungumál- um eða eru sjálfsprottin innan þess máls sem hreinsa skal, og síðan vikið stuttlega að því hvernig menningarlegar og pólitískar aðstæður geta haft áhrif á ytri mál- hreinsun. Þessu næst er hreintungustefna skilgreind nánar, og þar styðst Ari Páll einkum við skilgreiningu Thomas frá 1991, sem gerir m.a. ráð fyrir fyrrgreindri skiptingu í ytri og innri málhreinsun og því að hreintungustefna geti náð til allra sviða tungumálsins, orðaforða, beyginga, framburðar o.s.frv. Hér skýtur Ari Páll svo inn þeirri skynsamlegu viðbót að þótt málhreinsun tengist oftast erlendum áhrifum á orðaforða geti hún líka miðað að því að fjarlægja úr máli innlend orð sem talist geta dónaleg eða niðrandi, t.d. ýmis orð sem vísa til kynhneigðar eða kynþáttar, og hann minnist einnig stuttlega á þær tilraunir til feminískrar mál- hreinsunar sem gerðar hafa verið á Íslandi. Meginuppistaða þessa fimmta kafla er yfirlit yfir inntak og þróun hreint- ungustefnu í íslensku samhengi og hvernig hún fellur að meginsjónarmiðum íslenskrar málstefnu. Hér eru í sjálfu sér engin fræðileg nýmæli á ferð en umfjöll- unin er skýr og hnitmiðuð og setur hreintungustefnu og málhreinsun í skýrt sam- hengi við heildarmynd bókarinnar. Næstu tveir kaflar bókarinnar, sjötti og sjöundi kafli, eru báðir stuttir og taka hvor um sig fyrir skýrt afmarkaðan þátt málræktarfræða. Í þeim fyrri, sem nefn- ist „Málauðgun“, er aftur tekinn upp þráður sem imprað var á í lok þriðja kafla, í tengslum við umfjöllun um greiningu Haugens á stöðlunarferli þjóðtungna. Hér er litið nokkru nánar yfir hvernig mál auðgast með endurnýjun orðaforða og hvernig sú endurnýjun getur bæði átt sér stað sem eins konar viðbragð við hættu, þ.e. að ný innlend orð séu mynduð til að koma í veg fyrir að erlendur orðaforði skjóti rótum, og í formi eflingar, þ.e. að talin sé þörf á að stækka og breikka þann innlenda orðaforða sem fyrir er vegna þróunar á ýmsum sviðum samfélagsins. Einnig eru raktar helstu aðferðir sem beitt er við endurnýjun orðaforða og í kjöl- farið fylgir greinargerð um það hvernig orðið „nýyrði“ hefur nokkuð aðra tilvísun en sambærileg orð í ýmsum öðrum tungumálum, svo sem enska orðið „neolog- ism“. Er hér vísað til þess að „nýyrði“ á íslensku sé einkum notað um ný orð sem Ritdómar208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.