Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 121
— yki skilning á því hvernig málið hefði átt þátt í að móta sjálfsmynd
Norðmanna gegnum tíðina,
— fjallaði um tungumálið í sem víðustum skilningi frá mörgum sjónar-
hornum, þ.e. tæki í senn tillit til málkerfis, málnotkunar og félagslegs
samhengis,
— gerði einnig grein fyrir öðrum málum en norsku sem eiga langa sögu
í Noregi, í því skyni að veita innsýn í sambýli mismunandi málsam-
félaga og áhrifin sem önnur mál hafa haft á norsku fyrr og síðar.
Í ritinu er norsk málsaga þannig m.a. skoðuð sem hluti af sögu lands og
þjóðar og í ljósi samfélagsbreytinga. Eitt meginstef nálgunar ritstjórnar
og höfunda er að tungumálið sé í eðli sínu miklu meira en form; það sé
jafnframt og ekki síður ákveðin menningarleg stærð í samfélaginu (no.
kulturobjekt). Umfjöllun um viðhorf málnotenda til málsins — sem og
áhrif tungumálsins sem menningarfyrirbæris á málnotendurna — sé hluti
þess að rannsaka málformin og breytingar á þeim og segja þá sögu.
Segja má að lesendur úr flestöllum geirum málvísinda fái nokkuð við
sitt hæfi í Norsk språkhistorie I–IV. Þetta er handbók sem rekur breyting-
ar sem orðið hafa á öllum sviðum málkerfisins. Þá er fjallað um mállýsku -
mun og um breytingar á málnotkun í ólíkum textategundum. Hugað er
sérstaklega að samspili máls og samfélags, að málvistkerfi norskunnar,
málpólitík og hugmyndafræði.
2.2 Þemaskipting og línuleg frásögn
Fyrstu þrjú bindin, I–III, eru þematengd eins og nöfn þeirra benda til: I
Mønster — um málkerfið; II Praksis — um málnotkun; III Ideologi — um
málviðhorf og tungumálið sem samfélagsafl og sem menningu.
Þessi þrískipting er vitaskuld engin tilviljun heldur er hún byggð á þeirri
aðferðafræði ritstjórnar að nálgast tungumálið úr einmitt þessum áttum:
„Desse tre temabinda har vi valt å dele inn etter ulike tilnærmingar til
fenomenet språk: språkstrukturen, språkbruken og språkideologien“ (I:9).
Eins og síðan má ráða af titli fjórða og síðasta bindisins, Tidslinjer, er
málsagan í heild rakin þar í einhvers konar tímaröð að því marki sem rit-
stjórar töldu heppilegt og rökrétt í hverjum efnisþætti.
Þessi uppbygging verksins (þ.e. skipting í þemabindi og yfirlitsbindi)
hefur ýmsa kosti. Þannig er hægt að kynna sér t.d. beygingarsöguna út af
fyrir sig, óski maður þess, eða hugmyndasöguna sérstaklega, sé það áherslu -
atriði efst á dagskrá viðkomandi lesanda. Þeir sem mestan áhuga hafa á til-
Saga máls og samfélags 121