Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 186
8. kafli: Um þolmynd, germynd og það
(höf.: Höskuldur Þráinsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Hlíf Árnadóttir og Þórhallur Eyþórsson)
Þessi kafli fjallar um nýju þolmyndina (Það var rekið strákana út) og ýmis skyld
efni, t.d. afturbeygða þolmynd (Það var auðvitað fengið sér hamborgara) og lepp-
setningar með ákveðnum frumlögum (Það er búin mjólkin). Þetta er efni sem
mikið hefur verið skrifað um á þessari öld og flestar niðurstöðurnar hér eru í
góðu samræmi við það sem menn hafa talið sig vita. Nýja þolmyndin fær lang-
besta dóma hjá yngstu þátttakendunum og afturbeygða þolmyndin fær líka betri
viðtökur hjá tveim yngstu aldurshópunum en hjá þeim eldri. Leppsetningar með
ákveðnum frumlögum fá yfirleitt heldur dræmar undirtektir (6–34% já); sú setn-
ing af þessu tagi sem hlaut bestar undirtekir var Það var bilaður skjárinn (34%), en
Það er búin mjólkin var t.d. aðeins samþykkt af 18% þátttakenda. Þetta kemur mér
á óvart því að ýmsar slíkar setningar eru mér alveg eðlilegt mál, en reyndar krefj-
ast setningar af þessu tagi oft talsvert sérstakra aðstæðna og þær er örðugt að
skapa með mállegu samhengi, eins og reynt var að gera í Tilbrigðaverkefninu
(aðferð sem annars er til fyrirmyndar). Setningin Það er búin mjólkin var t.d. próf -
uð í samhenginu Þú verður að skreppa út í búð. Það er búin mjólkin. Við þessar að -
stæð ur finnst mér setningin ekki alveg eðlileg. Aftur á móti gæti ég vel átt það til
að opna ísskápinn á heimilinu og segja stundarhátt:
(2) Heyrðu, það er búin mjólkin. Við verðum víst að skreppa út í búð.
Ég nota nútíðarsetningar af þessu tagi yfirleitt ekki í mállegu samhengi heldur
upp úr eins manns hljóði, oft við aðstæður sem að einhverju leyti eru viðbúnar en
þó andstæðar væntingum, sjá t.d. setningarnar í (3).
(3)a. Það er kaldur ofninn (það virðist hafa slokknað á honum).
b. Það er óhrein skyrtan mín (ég get ekki farið í henni).
Setninguna Það skín alltaf blessuð sólin gæti ég líka átt til að segja. Það er að mínu
viti sameiginlegt dæmum af þessu tagi að eiginlega frumlagið er ekki umræðu -
liður (e. topic), getur ekki hafa komið til tals. Í samhenginu Við erum búin að athuga
bæði eldavélina og ofninn gæti ég t.d. ekki bætt við Það er kaldur ofninn, heldur yrði
ég þá að segja Ofninn er (var/reyndist vera) kaldur.
Umsagnarliðurinn í það-setningum af þessu tagi inniheldur sennilega oftast
sagnfyllingu, en þetta gengur líka vel með sumum sögnum (þolfallsleysingjum og
„ergatífum“ sögnum): Það slokknar ljósið (ef þú gerir þetta), Það bilaði skjárinn, Það
lagaðist veðrið, o.s.frv. (setningar af þessu tagi, með sögnum, voru ekki athugaðar
í Tilbrigðaverkefninu). Leppurinn það er oft nánast skyldubundinn í skýringar-
setningunum (??Nú er búin mjólkin), en þó eru undantekningar frá því: Ég ætlaði
að fara í tölvuna en þá var bilaður skjárinn. Og spurnarsetningar, án leppsins, ganga
líka: Er búin mjólkin?
Setningar af þessu tagi eru líkast til eðlilegastar í einfaldri nútíð og þátíð, en
stund um ganga þær líka í samsettum tíðum, t.d. ef bætt er við hjá-lið: Það hefur
Ritdómar186