Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 130
þau breytast og hvenær þau eru notuð um tungumál öldum9 saman eða
árþúsundum10 saman þrátt fyrir að umtalsverðar formbreytingar kunni
að hafa orðið í talmálinu, og jafnvel ritmáli. Um skiptingu í tímabil og
nöfn á tungumálum og mállýskum, og hugmyndir málnotenda um það á
hverjum tíma, er fjallað í sérstökum köflum eftir annars vegar Helge Sand -
øy og hins vegar Tore Janson í III. bindi norsku málsögunnar (Ideologi).
Sandøy fjallar m.a. rækilega um tungumál sem „menningarlega stærð“
(no. kulturobjekt) í kafla sínum „Idéhistoria om norsk språk“. Hann skýrir
ágætlega út hvernig aðgreining í tiltekin tungumál með ákveðna merki -
miða (norska, danska …) er fyrst og fremst samfélagsleg og menningarleg
fremur en að vera byggð á óumdeilanlegum markalínum.
Når variasjonen er stor, er moglegheitene for kategoriar og grensegangar
mange, og det er ikkje-språklege forhold som avgjer fokuseringa og grense-
draginga, den som folk etter kvart blir sosialisert til å oppleve som kategorisk.
Ut frå den kulturspesifikke situasjonen kan vi sjå ulike ting i dei same kaot-
iske detaljene; vi kan sjå ulike språk i same dialektale variasjonen. (III,2:
152)
Sú aðgreining að tiltekið form sé afmarkað tungumál með ákveðið heiti er
sem sé framar öðru byggð á viðhorfum sem fólk tileinkar sér, í samræmi
við það sem haft er fyrir satt í menningarheimi þess á hverjum tíma.
Vikør (2007:57) hefur bent á ákveðinn ókost sem fylgt getur þeirri
afstöðu að afmörkun eins tungumáls ráðist af „[d]en allmenne oppfatn-
inga i eit samfunn av kva som er eit språk og kva som ikkje er det“. Gall -
inn er sá að alls kyns (vafasöm?) hugmyndafræði og valdaöfl gætu ráðsk -
ast óeðlilega með nafngiftir mála og mállýskna og þær þá orðið óþægilega
fjarri því sem við gætum talið „staðreyndir“ um málform og málnotkun.
Hér koma einkum við sögu mállýskusamfellur þar sem menningarpóli-
tískar kröfur vakna um að tiltekið málbrigði sé skilgreint sem sérstakt
tungumál, þ.e. sjálfstætt Ausbausprache svo að gripið sé til hugtaks Kloss
(1978). Í þessu sambandi koma t.a.m. í hugann tungur á Balkanskaga (serb -
neska, króatíska, svartfellska, makedónska, bosníska; allt eru þetta heiti
sem farið er að nota) og fleiri dæmi má nefna.
Í Norsk språkhistorie I–IV er málsagan öll undir, allt frá rúnum fram
til málnotkunar í samtímanum. Það er hins vegar almennt talað áleitin
Ari Páll Kristinsson130
9 Sbr. það viðhorf sem ég tel almennt viðtekið í íslensku málsamfélagi að Njála og
Sjálfstætt fólk séu á sama tungumáli, íslensku.
10 Sbr. trúartengdar hugmyndir um samfellt tamílskt eða samfellt hebreskt ritmál.