Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 187
víst verið búin hjá henni mjólkin, Það hefur líklega bilað hjá henni skjárinn, Það kemur
áreiðanlega til með að kólna hjá þér ofninn. Það sem kannski er einkennilegast og
athyglisverðast við þessar setningar allar er að frumlagið er ákveðið en situr samt
fast inni í umsagnarliðnum: *Það er mjólkin búin, *Það hefur líklega skjárinn bilað
hjá henni, *Það hefur skjárinn bilað hjá henni eru ótækar setningar í mínu máli.
Þetta er því sérlegra að frumlagið er í nefnifalli og „ætti“ því að færast út úr
sagnliðnum inn á „svæði“ í nánd við persónubeygðu sögnina samkvæmt vinsæl-
um hugmyndum (Chomskys og annarra) um fall og stöðu nafnliða. Frumlagið
getur reyndar verið aukafallsfrumlag (þegar umsagnarliðurinn inniheldur sögn):
Það seinkar fluginu, Það verður víst seinkað fluginu, Það fækkar alltaf fólkinu. Fall
virðist ekki skipta neinu máli hér.
Leppurinn hegðar sér með öðrum hætti í íslensku en í skyldum málum, getur
yfirleitt aðeins staðið fremst í setningu: Það rigndi í gær en *Í gær rigndi það. Dæmi
með leppnum í sætinu næst á eftir sögninni eru þó misvond, sbr. dæmin í (4).
(4)a. Rignir það?
b. Þess vegna mundu það ekki hafa verið kosnir neinir kommar í stjórnina.
Ég bað þrettán íslenska málfræðinga um að meta þessar setningar fyrir mig í apríl
2018. Tólf þeirra töldu fyrri setninguna ótæka en aðeins sex sögðu það sama um
seinni setninguna og tveir töldu hana tæka eða nánast tæka (en fimm hæpna).
Tvö dæmi um veðurlepp á eftir persónubeygðri sögn voru athuguð í Náms mats -
stofnunarkönnuninni 2007 (sem náði til um 870 nemenda í 10. bekk grunnskóla)
og þessi dæmi fengu jákvæðari undirtektir en búist hafði verið við: Rignir það
aldrei í eyðimörkinni? (19%) og Á morgun á það að kólna aftur (37%). Þegar nem-
endunum var gefinn kostur á að velja milli tveggja kosta völdu langflestir reyndar
lepplausa dæmið: Í fyrra var rigning allt sumarið (93%), en 7% völdu þó lepp-
dæmið, Í fyrra var það rigning allt sumarið, umfram lepplausa dæmið. Íslenska virð-
ist því vera byrjuð að feta sömu slóð og grannmálin hafa farið. Það væri forvitni-
legt að gera ítarlegri könnun á þessu atriði.
9. kafli: Um vera að og vera búinn að
(höf.: Höskuldur Þráinsson og Theódóra A. Torfadóttir)
Þessi kafli fjallar um dæmi á borð við (5) og (6); (5a) er dæmi um framvinduhorf
í íþróttamáli og (5b) um útvíkkað framvinduhorf.
(5)a. Þeir voru að spila fína vörn. 84%
b. Hann er bara ekki að skilja stærðfræðina. 47%
(6) Núna er búið að snjóa í þrjá daga. 77%
Framvinduhorf hlaut yfirleitt góða dóma í íþróttamáli og virðist þar að auki vera
að sækja í sig veðrið utan íþróttamáls. Eins eru nokkrar vísbendingar um að vera
búinn að + nh., eins og í (6), sé (enn) að breiðast út á kostnað hafa + lh.þt.
Ritdómar 187