Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 17
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIQGU 15
En svo bar við eitt hanst, að Sigfúsi var boðið í
brúðkaupsveizlu að Syðri-Bakka, og sætti þá Sigga
færinu, lagði af stað í skyndi og komst heilu og
höldnu landveg til Siglufjarðar. Hafði hún meðferðis
pottköku og háleista, er hún færði Snorra að gjöf.
Fékk hún hinar beztu viðtökur, dvaldi þar í góðu
yfirlæti um veturinn og kvaðst aldrei hafa átt betri
daga en þá, enda var Snorri Pálsson viðurkenndur
fyrir valmennsku sína og gestrisni. — Það var eitt
sinn í samkvæmi þar ytra, að kona nokkur bauðst til
að gefa Siggu klæðispeysu, ef hún gengi að Helga
lækni Guðmimdssyni, er þar var meðal boðsgesta,
og kyssti hann. Var Sigga lengi treg til þessa, en
langaði þó mjög til að vinna til verðlaunanna. Helgí
læknir fékk pata af þessu ráðabruggi, og af því að
hann skildi gamanið, gaf hann Siggu merki um að
koma óhikað og kyssa sig. Gerði hún það og féKk
svo peysuna. — Befur þetta verið veturinn 1879—80,
því að sagt er, að Helgi læknir hafi þá verið nýkom-
inn til Siglufjarðar, en við héraðinu tók hann á mið-
sumri 1879. — Um vorið var Sigga send sjóleiðis til
Akureyrar.
Síðustu tvo áratugi æfi sinnar átti Sigga heima í
neðra hluta Skriðuhrepps á bæjunum frá Skriðu að
Dunhaga, en lengst mun hún hafa dvalið í Skriðu og
Auðbrekku. Hún var yfirleitt heilsugóð, varð sjald-
an eða aldrei misdægurt, en þegar hún tók fast að
eldast, varð hún amalynd og þoldi illa allar mótgerð-
ir. Ef henni mislíkaði eitthvað, bar oft svo við, að
hún sat uppi hálfar og heilar nætur og snökti, en
mest bar þó á því, ef hún varð þess áskynja, að ein-
hver var vakandi í baðstofunni. — Þegar hún var
Skriðu, voru þar tveir unglingsstrákar, sem sváfu í