Gríma - 01.09.1940, Page 37
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI 35
rúm sitt og sofnaði fast. Fór hann bráðlega að láta
svo illa í svefninum, að fólkið í baðstofunni varð
óttaslegið og fór að tala um, hvort vekja skyldi
Sturlu eða láta hann njóta draums síns; varð það að
ráði að sækja lögmann og láta hann skera úr því,
hvað gera skyldi. Lögmaður kvað réttast að láta
hann njóta draums síns. Nokkru síðar hrökk Sturla
UPP °g varpaði öndinni mæðilega. Spurði þá lög-
maður, hvað hann hefði dreymt. Sturla svaraði, að
hann hefði þótzt vera suður í árgili með hinum pilt-
unum að losa grjót, en þá hefði illilegur álfur komið
út úr klettinum og kveðið vísu. Man nú enginn
nema tvö vísuorðin, og eru þau þannig:
Ef þú brýtur bergið mitt,
baulur mun eg finna.
Þegar lögmaður heyrði þetta, þótti honum var-
hugavert að taka upp grjót í gilinu og bað Sturlu og
húskarlana að fara þegar til morguninn eftir og
koma aftur fyrir sem vandlegast því grjóti, er þeir
höfðu losað. Tók það húskarlana jafnlangan tíma að
koma því fyrir og að losa það!
f. Nautið.
[St. J.].
Lögmaður átti gamalt og vænt naut, sem gekk
rneð öðrum geldneytum fram á tungum. Einu sinni
voru vinnuhjúin að tala um það sín á milli, að gott
ætti hver sá, er fengi að bragða bita af tudda, þegar
honiim yrði lógað, en flest voru þau á einu máli um
það, að þau sjálf mundu ekki hljóta það hnoss, held-
ur mundi fyrirfólkið á staðnum sitja fyrir krásunum.
3*