Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 6

Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 6
4 ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU bálkur kominn af þeim Benedikt og Rósu um Hörg- árdal og Eyjafjörð, og er margt af því fólki vel gefið til líkama og sálar. — Þau hjón voru mjög fátæk, og var stundum svo þröngt í búi hjá þeim, að lá við hreinum sulti. Flögusel er fremsti bær í Hörgárdai og var að fornu metið á 10 hundruð, (en 1860 á 16 hndr.). Vetrarbeit er þar allgóð og sumarhagar ágæt- ir, enda voru mörg naut tekin þangað í hagagöngu á sumrin, svo sem venjulegt var á þeim árum. Voru nautin látin ganga hömlulaus, og stafaði því talsverð hætta af þeim, sérstaklega börnum og unglingum. Benedikt var hinn mesti harðjaxl, og er til þess tek- ið, hvernig hann agaði nautin á dalnum, jafnvel þau, sem mannýg voru, svo að þau þorðu aldrei að bekkjast til við hann. Hann tók þau stundum og reiddi á þeim torf, og svo er sagt, að hann hafi leikið sér að því að stíga upp á hæklana á þeim, halda sér í halann og láta þau hlaupa þannig með sig. — Einu sinni kom öll nautaþvagan heim að Flöguseli, þegar Benedikt var fjarverandi. Stóðu bæjardyrnar opnar, og tróðu nautin sér þá inn í þær og inn öll göng, svo að þar stóð naut við naut, en það fólk, sem heima var, bældi sig inni í baðstofunni og þorði ekki að bæra á sér. í þessum svifum kom Benedikt að, stökk umsvifalaust upp á hrygginn á því nautinu, sem fremst var í bæjardyrunum, skreið svo á nauta- hryggjunum inn eftir göngunum og komst þannig inn fyrir þessa óboðnu gesti. Tókst honum síðan að hrekja þá út eftir langa og harða viðureign. Húsakynni voru slæm í Flöguseli. Til er úttekt af jörðinni frá síðari búskaparárum Benedikts, og er baðstofan þar talin 7 álna (4,40 m.) löng og 3 álna (1,89 m.) breið, reft um ás og ein stoð undir. Lítil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.