Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 10
8
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
hreppstjórinn gert sér ferð að Flöguseli, sannfærzt
um hina illu meðferð á henni og tekið hana burt af
heimilinu, svo að hún hafi ekki átt þangað aftur-
kvæmt. Þetta hefði þá átt að vera um eða rétt eftir
1835. Hér kennir missagna, svo sem nú skal greint
verða. — Á árunum 1820—46 var Gamalíel Þorleifs-
son prestur á Myrká. Það er auðséð á húsvitjunar-
bókum hans, að hann hefur haft litlar mætur á
Benedikt í Flöguseli. Hefur prestur ekki svo mikið
við hann að kalla hann bónda, helaur ýmist bónda-
tetur eða bóndanefnu og endurtekur þetta ár frá ári.
Árið 1834 segir hann, að heimilið sé „fátækt að bók-
um“, en þó eru þar til nokkrar guðsorðabækur, bæn-
ir og evangelísk smárit. Um Siggu, sem þá er 19 ára,
segir hann: „stautar, vinnur ei, fávís“. Er því auðséð,
að farið er að leggja einhverja rækt við að uppfræða
hana. En ef eitthvað er að marka vitnisburð prests-
ins, þá fer Siggu mjög aftur næstu árin. — Er það
satt að segja ofur eðlilegt, að hún hafi harðnað i
skapi, þegar hún þroskaðist og gat betur notið sín,
ef litið er á atlætið, er hún ólst upp við. — Árið
1836 segir prestur um hana: „les nokkuð, ei skikkan-
leg“, — og úr því fer hríðversnandi; 1838 er Sigga
„meira en hálfviti, getur ei lært“, og 1839: „getur ei
lært neitt gott!“ Hefur séra Gamalíel þá alveg gefizt
upp við að reyna að koma henni í kristinna manna
tölu.
Samt náði Sigga fermingu, þegar hún var liðlega
hálfþrítug. Árið 1841 varð séra Páll Jónsson aðstoð-
arprestur á Myrká. Kom hann að Flöguseli, sá Siggu
liggjandi þar í öskustó og hafði hana heim með sér
til Myrkár. Uppfræddi hann Siggu svo, að klesst
yarð á hana fermingu. Dvölin á Myrká hefur aðeins