Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 11
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
9
verið um stundar sakir, því að talin er hún heimil-
isföst í Flöguseli ár frá ári allt til 1846, eða fram yfir
þrítugsaldur. — Um það leyti hefur Benedikt faðir
hennar verið hættur að búa, enda dó hann á þorra
1847, en Rósa móðir hennar dó á miðsumri 1843.
Hér hefur verið reynt að lýsa æsku- og unglings-
árum Siggu eftir því sem heimildir herma. Ber frá-
sögnum manna alveg saman í öllum aðalatriðum, og
þó að nokkru skeiki í aukaatriðum, liggur það í aug-
um uppi, að hún hefur alizt upp við ótrúlega harð-
ýðgi og miskunnarleysi. Hún gat aldrei fyrirgefið
föður sínum harðneskju hans og hataði hann alla
æfi, svo að aldrei kallaði hún hann annað en helvítis
karlinn. Systkinum sínum bar hún nokkuð misjafna
sögu, en móður sinnar minntist hún jafnan fremur
hlýlega. Segir þó sonarsonur hennar, Magnús Odds-
son í Bási (f. 1854), að Rósa amma sín hafi í engu
verið eftirbátur manns síns í harðneskju. — Það
kemur öllum saman um það, að þótt Benedikt væri
Siggu verstur af börnum sínum, þá hafi hin einnig
fengið að kenna á harðýðgi hans. Einu sinni hafði
hann að vetri til komið frá gegningum inn í bað-
stofuna, og voru þá einhver af yngri börnunum ekki
komin á fætur. Tók hann þau þá í fang sér, bar þau
hálfnakin út á hlað og fleygði þeim í snjóskafl, en
hríð var á og harðviðri. Þó er þess ekki getið, að
börnin sakaði.
Friðfinnur bróðir Siggu var seinþroska og þótti
fákænn. Þegar hann var unglingur, sendi Benedikt
hann eitt sinn að vetrarlagi vestur að Reykjum i
Hjaltadal. Átti hann að koma að vestan daginn eftir,
en þann dag árdegis skall á stórhríð, svo að Benedikt
varð hræddur um drenginn, enda taldi hann líklegt,