Gríma - 01.09.1940, Side 64
62 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD t ENNISKOTI
„Æ, eg veit ekki, Guðmundur minn“, svaraði Sig-
urður, „hann er nú orðinn þessu svo vanur, bless-
aður“.
Mælt er, að þetta yrðu síðustu orð Sigurðar, því
að vörmu spori andaðist hann, og mátti segja um
hann, að hann dó eins og hann hafði lifað.
d. Um dætur Guðmundar.
Um Lilju, dóttur Guðmundar, mætti mikið segja,
því að margt dreif á daga hennar, en hér verður
það ekki gert. Hún var greind kona og myndarleg
um margt, en þó var hún fötluð, svo að hún alla æfi
átti óhægt með gang. Kunnugir hafa sagt, að hún
hafi líkzt föður sínum mest' systkina sinna bæði í
sjón og að skaplyndi, en ekki var hún þó hagmælt.
Hún var heldur meira en meðalkvenmaður á vöxt
og fríð sýnum. Stálminnug var hún og fróð um
marga hluti, vissi vel deili á ættum og kunni kvæði,
sögur og sagnir, svo að því var við brugðið, enda
kunni hún vel að segja frá, svo að fáum lét sú list
betur. Ber öllum, sem til þekktu, saman um frásagn-
arhæfileika hennar. Hún ar geðprúð, skemmtin og
létt í lund og hélt þeim eiginleikum til dauðadags,
þrátt fyrir armæðu, fátækt og margs konar raunir.
Trúkona var hún mikil og kirkjurækin. Hún dó í
hárri elli 1920.
Hólmfríður var að mörgu leyti lík systur sinni, en
það bar lítið á henni. Hún giftist úti á Vatnsnesi og
bjó þar til elli, en þá fór hún til Ameríku með syni
sínum. Annar sonur hennar var farinn þangað áðm’.
Sögur þessar eru að þvl leyti þjóðsögur, að þær hafa geng-
ið í munnmælum eða verið sagðar sem skrítlur til gamans.
Hefi eg reynt að segja þær nákvæmlega eftir munnlegu frá-