Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 68
66
PENINGASTULDURINN í FELLI
Fór svo Gísli niður um rofið, braut upp skattholið og
náði peningunum, sem voru í lítilli eltiskinnsskjóðu;
síðan fór hann sömu leið út aftur, og lögðu þeir
Sveinn og hann torfið yfir rofið á þekjunni, svo að
það komst að mestu í samt lag. Að þessu búnu hátt-
uðu þeir Sveinn og Eiríkur aftur í rúm sitt, en Gísli
og Guðmundur fóru með þýfið að Kappastöðum,
sem er næsti bær við Fell vestan fellsins og var þá í
eyði. Þeir földu þýfið í bráðina, en þar í göngunum
skiptu þeir því síðar við kertaljós; minnig mig, að
áttatíu spesíur féllu í hlut hvers þeirra þriggja, er
þjófnaðinn höfðu framið, en Eirík létu þeir fá aðeins
fjórar spesíur, heldur en fjóra dali. Tók svo hver
sína peninga; gróf Sveinn sína í tóttardyrum á beít-
arhúsum í Melkoti, en ekki er þess getið, hvar hinir
varðveittu sína hluta. Fóru þeir félagar svo dult með
þýfið í fyrstu, að enginn grunur féll á þá lengi vel,
og sízt af öllu á Gísla, sem prestur hafði hið mesta
dálæti á.
Tók prestur sér peningamissi sinn allnærri, sem
vonlegt var, enda var hann af sumum talinn aura-
kær. Engum getum gat hann að því leitt, hver verkn-
aðinn hefði framið, en hann hafði látið svo um mælt,
að enga bændur í Fellssókn hefði hann undanþegna
grun, nema Björn Þórðarson á Skála og Stefán á
Geirmundarhóli. Þótti mörgum þetta illa mælt og
ómaklega, og munu ummælin ekki hafa aukið á vin-
sældir prests í sókninni. Er ekki ólíklegt, að það hafi
meðal annars orðið til þess að ýta undir það, að séra
Jón sótti um annað brauð. — Leið svo fram um hríð.
Á útmánuðum um veturinn varð Sveini vant
nokkurra sauða, er prestur átti. Fór hann að leita
þeirra og spurðist fyrir um þá á bæjunum út með