Gríma - 01.09.1940, Side 28

Gríma - 01.09.1940, Side 28
26 Á BREIÐAMERKURJÖKLI orðin ískyggileg verksummerki, en ekki var þar manna fyrir, því að þeir voru ókomnir að austan. Meðan Björn beið komu þeirra, fór hann að höggva annan veg ofar á jöklinum og var að því verki, þeg- ar þeir komu um klukkan tíu árdegis, eins og áður er sagt. Sögðu þeir honum þá lát Jóns og nánari at- vik að slysinu. Var nú enn að nýju hafin leit að Jóni, en að árangurslausu. — Hesturinn var lifandi undir jakarisinu, og tókst eftir mikla mæðu að ná honum furðu lítið þjökuðum. Hafði hann þó staðið þarna hátt upp í sólarhring. Allur póstflutningur austan Breiðamerkursands hafði týnzt í gjánni, auk fjögra hesta; tveir af þeim voru pósthestar Þorláks. Bjóst hann nú við að leggja af stað gangandi vestur yfir Sand, en á þeirri leið eru vötn mikil og sum þeirra ill yfirferðar í úrfellis- tíð. Tók þá Björn Pálsson það ráð, að ljá Þorláki hest þann, sem drengurinn reið, en hest þann, sem síðast náðist úr gjánni og Jón bróðir hans hafði átt, lét hann undir drenginn. Heppnaðist þetta vel, en teyma varð hestinn fyrst vestur yfir jökulhrönnina. Þorlákur póstur fór að Fagurhólsmýri um kvöldið og gisti þar, en Björn hélt áfram suður að sjó, ef svo hefði atvikazt, að eitthvað hefði skolazt með ánni út á sjó, en síðan rekið á fjörurnar. En öll sú leit varð til einskis. Sneri hann heimleiðis hryggur í huga yf- ir bróðurmissinum og minntist nú draumsins, er áð- ur er getið. Næstu daga var svo leitað öðru hvoru, en ekkert fannst. — Björn gizkaði á, að jökullinn, sem niður féll með manninn og hestana, hafi verið um tuttugu metra þykkur. Hrúguðust jakabrotin sum- staðar upp í stóra hauga, en svæðið var svo stórt, sem niður féll, að ókleift var að bylta til öllum jaka-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.