Gríma - 01.09.1940, Page 28
26
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
orðin ískyggileg verksummerki, en ekki var þar
manna fyrir, því að þeir voru ókomnir að austan.
Meðan Björn beið komu þeirra, fór hann að höggva
annan veg ofar á jöklinum og var að því verki, þeg-
ar þeir komu um klukkan tíu árdegis, eins og áður
er sagt. Sögðu þeir honum þá lát Jóns og nánari at-
vik að slysinu. Var nú enn að nýju hafin leit að
Jóni, en að árangurslausu. — Hesturinn var lifandi
undir jakarisinu, og tókst eftir mikla mæðu að ná
honum furðu lítið þjökuðum. Hafði hann þó staðið
þarna hátt upp í sólarhring.
Allur póstflutningur austan Breiðamerkursands
hafði týnzt í gjánni, auk fjögra hesta; tveir af þeim
voru pósthestar Þorláks. Bjóst hann nú við að leggja
af stað gangandi vestur yfir Sand, en á þeirri leið
eru vötn mikil og sum þeirra ill yfirferðar í úrfellis-
tíð. Tók þá Björn Pálsson það ráð, að ljá Þorláki
hest þann, sem drengurinn reið, en hest þann, sem
síðast náðist úr gjánni og Jón bróðir hans hafði átt,
lét hann undir drenginn. Heppnaðist þetta vel, en
teyma varð hestinn fyrst vestur yfir jökulhrönnina.
Þorlákur póstur fór að Fagurhólsmýri um kvöldið
og gisti þar, en Björn hélt áfram suður að sjó, ef svo
hefði atvikazt, að eitthvað hefði skolazt með ánni út
á sjó, en síðan rekið á fjörurnar. En öll sú leit varð
til einskis. Sneri hann heimleiðis hryggur í huga yf-
ir bróðurmissinum og minntist nú draumsins, er áð-
ur er getið. Næstu daga var svo leitað öðru hvoru, en
ekkert fannst. — Björn gizkaði á, að jökullinn, sem
niður féll með manninn og hestana, hafi verið um
tuttugu metra þykkur. Hrúguðust jakabrotin sum-
staðar upp í stóra hauga, en svæðið var svo stórt,
sem niður féll, að ókleift var að bylta til öllum jaka-