Gríma - 01.09.1940, Side 70
68 PENINGASTULDURINN I FELLI
þess, að þar hefðu einhverjir nábýlismenn verið að
pukra í laumi. Málið var að sinni ekki í hámælum
haft, en þó fékk Gísli nokkurn pata af kjötkaupum
Guðmundar, og að grunur hefði fallið á hann. Hafa
sumir sagt, að Gísli hafi jafnvel ætlað sér að ráða
Guðmund af dögum, svo að hann kæmi ekki upp um
þá félaga, en aðrir telja það tilhæfulaust. — Smám
saman fór grunur séra Jóns að verða ákveðnari, og
þá mun það hafa verið Eiríkur, sem kannaðist við
stuldinn fyrir presti; vissi hann þó fátt annað en
það, að farið hefði verið inn um stofuþakið og hverj-
ir það hefðu gert.
Gísli var um eða rétt innan við tvítugsaldur, og
hafði séra Jón fermt hann. Prestur var hinn mesti
drengskaparmaður og tók það mjög sárt, að hann
kæmist undir manna hendur fyrir glæpsamlegt at-
hæfi; vildi hann því fyrir hvern mun koma í veg
fyrir það. Þegar prestur taldi sig hafa fengið vissu
fyrir sekt Gísla, tók hann hann eitt sinn einan með
sér inn í Fellskirkju, lét hann standa í sömu sporum,
sem þeim, er hann hafði fermt hann, spurði hann
sömu spurninga og þá, hélt yfir honum áminningai-
ræðu og bað hann í Guðs nafni að segja sér sann-
leikann, hvort hann væri sekur um stuldinn eða
eigi; skyldi hann, þótt sekur væri, hafa fulla fyrir-
gefningu sína og engri ákæru sæta, ef hann segði
satt, en hafa reiði Guðs og sína að öðrum kosti.
Gísli þverskallaðist eigi að síður og kvaðst vera al-
saklaus. Þá kærði prestur þjófnaðinn fyrir sýslu-
manni og gaf upp grun sinn og líkur á hendur þeim
félögum. Kom sýslumaður til prests, og fóru þeir að
Fjalli um nótt. Fór prestur upp á glugga og kallaði
inn til Gísla: „Vakna þú, Gísli, sem lengi hefur sofið