Gríma - 01.09.1940, Síða 25
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
23
anverðu, þar sem þess þurfti. Var nú dagur að kvöldi
kominn, og enginn tími til þess að halda yfir jökul-
inn, enda treysti hann því, að póstur hefði ekki lagt
á sandinn í slíku óveðri, sem verið hafði fyrra hluta
dagsins. Sneri hann þá við út á svonefndar Nýgræð-
ur, og lágu þeir feðgar þar í sæluhúsi um nóttina.
IV.
Nú víkur sögunni til Jóns. Þegar hann skildi við
Björn bróður sinn, hélt hann leiðar sinnar austur og
lauk þar erindum sínum daginn eftir. Gekk það allt
greiðlega. Morguninn eftir, 7. sept., slóst hann í för
með Þorláki pósti,1) og lögðu þeir á Breiðamerkur-
sand um klukkan hálf tólf árdegis frá Reynivöllum
í Suðursveit. í förinni voru enn fremur: Þorsteinn
Guðmundsson bóndi á Reynivöllum, sem fenginn var
til fylgdar, systurnar Steinunn Þórarinsdóttir, hús-
freyja á Breiðabólstað, og Þórunn húsfreyja á
Sléttaleiti í Suðursveit og Þorsteinn Jónsson, mað-
ur Þórunnar. Einnig var fenginn konunum til fylgd-
ar Sveinn, vinnumaður Steinunnar, því að þær systur
báðar voru að fara til lækninga að Breiðabólstað á
Síðu, en Þorsteinn Jónsson ætlaði að fylgja vestur
að Jökulsá.
Þenna morgun snemma var ofsastormur og regn;
var því ófært að leggja á sandinn, en klukkan tíu
fór að slota, svo að farið var að tygjast til ferðar.
Gekk ferðin greiðlega vestur að Jökulsá, en eins og
áður er sagt, var hún bráðófær um þetta leyti, og
J) Hann hefur farið síðastliðin ár póstferðirnar milli Prest-
bakka á Síðu og Hafnar í Hornafirði fyrir aðalpóstinn,
Hannes bónda Jónsson á Núpsstað, og á ábyrgð hans,