Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 63
GUÐMUNDUR ELDRl SKÁLD 1 ENNISKOTI 61
móðsku og hinu illa eftirdæmi. — Eg vona nú, að
Guð almáttugur gefi okkur það, að þér hafið ekki
talað þessi orð til einskis, en að við megum hafa þau
hugföst og að þau verði okkur til viðvörunar og
blessunar — báðum“. Að svo mæltu fór hann út. —
Ekki er þess getið, hversu presti brá við.
Sú er sögð síðasta ferð Sigurðar, að hann fór í
kaupstað á Borðeyri að vori til. Tíðarfar var fremur
slæmt og færð engu betri, og ofreyndi Sigurður sig
og ofkældi á ferðalaginu. Þetta var veikinda-vor hið
mesta, og lagðist flest fólk víða á bæjum; er því lik-
legt, að hann hafði fengið minni aðhlynningu, þar
sem hann varð að gista, en ella hefði orðið. Veiktist
Sigurður á heimleiðinni og fékk lungnabólgu. Brauzt
hann þó áfram yfir hálsana og þangað til hann
komst að Refsteinsstöðum í Víðidal. Þá var hann
þrotinn og lagðist hann þar. Hann hafði talsvert
með sér af brennivíni, og fyrstu dagana, sem hann
lá, drakk hann óspart og var þá bæði fullur og með
óráði, söng og talaði við sjálfan sig með slíkum há-
vaða, að fólk jafnvel hafði ekki svefnfrið. En á
þriðja degi bráði svo af honum, að hægt var að mæla
við hann. Bóndinn á Refsteinsstöðum hét Guðmund-
ur, og var honum, eins og reyndar flestum öðrum,
hlýtt til Sigurðar. Hann gengur nú til tals við hann
og segir m. a.: „Ósköp er nú á þér, Sigurður minn,
að drekka svona og láta svona illa. Þú ert nú bráð-
um orðinn gamall maður, og eins og nú er komið,
veizt þú ekki, hvert stefna muni fyrir þér, og ekki
nema þessi lega geti orðið þín síðasta; þú ættir nú að
hugsa um það og ekki drekka svona eða láta svona,
eins og þú lætur, — eða heldurðu nú ekki, að Guði
leiðist að heyra lætin í þér?“