Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 46

Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 46
44 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI Hann var Víðdælingur að uppruna. Foreldrar hans bjuggu á Lækjamóti, og eftir sögunum að dæma, hafa þau verið vel við efni. — Ekki er mér kunnugt um, hversu mörg systkinin voru, en eg mun þó hafa heyrt nokkur þeirra nafngreind. Einn bróðir Guð- mundar hét Jón. Þeir voru drykkjumenn, bræður, eins og þá var reyndar títt, og engir fésýslumenn, og og var það sagt til marks um það, að arfur þeirra hafi gengið allur til þurrðar á furðu stuttum tíma, bæði jörðin Lækjamót og svo lausaféð, og var Jóni einna mest kennt um að svo hafi farið. Sagt er, að rausn hans hafi verið meiri en ráðdeild, og var það sagt sem dæmi um eyðslu hans, að einn dag, stuttu eftir að þeir höfðu tekið við arfi sínum, hafi Jón riðið út með þrjá gæðinga, en að kveldi komið heim aftur gangandi með hnakkinn á bakinu. Hafði hann gefið alla hestana kunningjum sínum og látið svo um mælt, að ekkert þyrfti að spara, því að seint mundi þrjóta Lækjamótsauður. Seinna, er þeir bræður voru orðnir bláfátækir, var sagt, að einhver hafi vorkennt Jóni og látið svo um mælt, að nú væri mjög skipt um hamingju fyrir hon- um og mætti hann muna tvenna tímana. Jón glottl við og svaraði: — „O, engu þarf að kvíða, því að lít- ið er lítið, og enn eru fimm hundruð eftir óeydd í Lækjamóti“. Eigi heyrði eg getið um búskap Jóns þessa eftir það er þeir bræður urðu að fara frá Lækjamóti, en hann fór víða um og var með ýmsum mönnum og þótti orðhákur. Einhverju sinni var hann til heimilis á Vatnsenda, og var mælt að fleira væri með honum og húsfreyju þar en vera ætti. Þá var séra Jón Þorvarðsson prest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.