Gríma - 01.09.1940, Side 26
24
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
varð því eftir venju að fara uppi á jökli, oian við út-
fall árinnar. Tóku þeir félagar þegar til verks að
höggva sniðgötu í jökulbrúnina til þess að komast
upp á hann, og höfðu þeir verkfæri til þess. Komu
þeir svo hestunum, er yfir áttu að fara og voru sjö
talsins, upp á jökulinn, en hestar þeirra nafna, Þor-
steinanna, voru bundnir á sandinum skammt þar frá.
Þegar upp var komið, skildu þeir hestana eftir og
einn mann til að gæta þeirra, og biðu konurnar þar
einnig. Hinir fjórir fóru að svipast eftir færri leið
yfir jökulinn og lagfæra á stöku stöðum, sem var að-
allega í því fólgið að höggva sniðgötur í jökulhryggi.
Jón Pálsson vann í fyrstu að þessu verki, en eftir
nokkra stund tók hann við gæzlu hestanna, og sá,
sem þeirra hafði gætt, Þorsteinn bóndi á Sléttaleiti,
gekk í verkið með hinum. Konurnar gengu og frá
fyrir áeggjan Jóns, til þess að halda á sér hita og
leita sér skjóls fyrir óveðrinu. Virðist það og hafa
orðið þeim til lífs. Skömmu síðar heyrðu þeir, sem
að jökulhögginu unnu, skyndilega allsnarpan brest.
Voru þeir þá önnum kafnir við verk sitt og áttuðu
sig ekki samstundis á, hvaðan hljóðið barst. Varð
þeim afar hverft við og litu þegar í þá átt, sem hest-
arnir áttu að vera. Sáu þeir þegar verksummerki á
jöklinum, en manninn og hestana hvergi. Brugðu
þeir þá skjótt við og héldu þangað, en þá var þar
orðin breyting á í snöggri svipan.
Stór spilda af jökulbrúninni hafði sigið niður og
þar myndazt stór gjá eða gjögur í suðurbrún jökuls-
ins, á að gizka 30—40 m. frá norðri til suðurs og uxn
130 m. frá austri til vesturs, en á þrjá vegu, að vest-
an, norðan og austan, voru þykkir, þverhníptir jök-
ulveggir. Niðri í jökulgjá þessari sáust fjórir hestar,