Gríma - 01.09.1940, Side 53
GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI éí
ungar, og geymdi þær í hrískofa á hlaðinu, en sjálf
hljóp hún til næsta bæjar að fá hjálp. Þá bjó í
Sporði kraftamaður orðlagður, og fékk hún hann
með sér. Þegar hann kom að, lágu þeir félagar báðir
ofan á Guðmundi á gólfinu, en hann var þá gamall
og gat lítið varizt þeim, enda þótt þeir báðir væru
út úr drukknir. Grípur bóndi þá sinn með hvorri
hendi og hnykkir undir sig; þjarmar hann þar að
þeim, eins og honum finnst þeir hafa gott af. Síðan
varpar hann þeim sínum upp í hvort rúm. Mjótt var
á milli rúmanna, og lagðist hann þversum á milli,
þrúgaði Karvel undir herðum sér, en þæfði Stein
með fótunum og létti eigi fyrr en þeir báðust griða.
Margar voru fleiri sögur um ójafnað Steins og
áflog, þegar hann var fullur. Einu sinni flaugst hann
á við annan alþekktan áflogagarp í Víðidalstungu-
rétt. Varð þar hörð sókn og löng af beggja hálfu, og
mátti lengi ekki á milli sjá, hver hafa mundi yfir-
höndina. Var að mestu hætt að draga í réttinni, því
að allir vildu sjá viðureignina. Safnaðist þangað
brátt fjölmenni. Þótti mörgum þetta hin bezta
skemmtun, en öðrum fannst þó ganga úr hófi og
ræddu um að skilja þá. En karl einn gamall vappaði
inni í mannhringnum í kringum þá félaga, bandaði
öllum frá og bannaði að þeir væru skildir. „Það er
bezt, að hundur drepi hund, og eg held það sé ekki
nema mátulegt, þótt hundur drepi hund!“ hrópaði
hann í sífellu, og komst enginn að fyrir honum.
Að lokum urðu þó umskipti, og fór svo, að Steinn
hafði mótstöðumann sinn undir. Tók hann þá fyrír
kverkar honum og mælti ofboð rólega: „Hér skal
eg inn, en sálin út“. í þessum svifum kom þar að
húsfreyja ein úr sveitinni, skörungur mikill. Hún
4*