Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 31

Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 31
Á BREIÐAMERKURJÖKLI 29 lokum að brjóta ísinn frá því. Kom þá í ljós, að armarnir lágu krosslagðir á brjósti og hattur hins' látna var yfir andlitinu. Þá sáu leitarmenn á annað póstkoffortið og náðu því; var það samanlagt af jök- ulfarginu og ónýtt, og enginn verðpóstur í því. Líki Jóns var síðan ekið að Kvískerjum og smíðað þar utan um það. Kistan var svo flutt að Svínafelli og jarðsett að Sandfelli 24. apríl. Tveim dögum síðar fór Björn, eftir tilmælum Ara hreppstjóra Hálfdánarsonar á Fagurhólsmýri, enn austur að jökli, til þess að leita að hinu póstkoffort- inu. Hafði hann menn og nauðsynleg tæki með sér. Þegar þeir höfðu höggvið á aðra alin niður frá þeim stað, þar sem hrossið lá, sást á samankramið koffort- ið, en þar sem það var, virtist vera langt niður til botns á jakahrönninni. Ekkert hafði glatazt af pósti þeim, sem í koffortinu átti að vera, og var þá allt fundið, sem í jökulinn féll. Bréf, ávísanir og pening- ar, sem að vísu var blautt og skemmt, tókst Ara hreppstjóra að þurrka og hreinsa, svo að nálega ekkert fór forgörðum, og varð því öllu til skila kom- ið að lyktum. Sögu þessa hef eg ritað eftir skriflegri frásögn áðurgreindra heimildarmanna og með leyfi Páls bónda á Svínafelli. Má því þakka honum það fyrst og fremst, að slysasaga þessi hefur fengizt rétt og sönn í öllum atriðum og getur því geymt óbornum kynslóðum fróðlega lýsingu á lífshættu og þrautum þeim, sem Öræfingar og ferðamenn á þeim slóðum hafa átt við að etja á liðnum öldum og allt fram á þenna dag. Síðasta kaflann hef eg tekið eftir skýrslu Ara hreppstjóra Hálfdánarsonar, er hann sendi póststjórninni, og var hún birt í Isafold 54. árg., 32. tbl. 1928. 1 janúarmán. 1930. Margeir Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.