Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 6
4
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
bálkur kominn af þeim Benedikt og Rósu um Hörg-
árdal og Eyjafjörð, og er margt af því fólki vel gefið
til líkama og sálar. — Þau hjón voru mjög fátæk, og
var stundum svo þröngt í búi hjá þeim, að lá við
hreinum sulti. Flögusel er fremsti bær í Hörgárdai
og var að fornu metið á 10 hundruð, (en 1860 á 16
hndr.). Vetrarbeit er þar allgóð og sumarhagar ágæt-
ir, enda voru mörg naut tekin þangað í hagagöngu á
sumrin, svo sem venjulegt var á þeim árum. Voru
nautin látin ganga hömlulaus, og stafaði því talsverð
hætta af þeim, sérstaklega börnum og unglingum.
Benedikt var hinn mesti harðjaxl, og er til þess tek-
ið, hvernig hann agaði nautin á dalnum, jafnvel
þau, sem mannýg voru, svo að þau þorðu aldrei að
bekkjast til við hann. Hann tók þau stundum og
reiddi á þeim torf, og svo er sagt, að hann hafi leikið
sér að því að stíga upp á hæklana á þeim, halda sér
í halann og láta þau hlaupa þannig með sig. — Einu
sinni kom öll nautaþvagan heim að Flöguseli, þegar
Benedikt var fjarverandi. Stóðu bæjardyrnar opnar,
og tróðu nautin sér þá inn í þær og inn öll göng, svo
að þar stóð naut við naut, en það fólk, sem heima
var, bældi sig inni í baðstofunni og þorði ekki að
bæra á sér. í þessum svifum kom Benedikt að, stökk
umsvifalaust upp á hrygginn á því nautinu, sem
fremst var í bæjardyrunum, skreið svo á nauta-
hryggjunum inn eftir göngunum og komst þannig
inn fyrir þessa óboðnu gesti. Tókst honum síðan að
hrekja þá út eftir langa og harða viðureign.
Húsakynni voru slæm í Flöguseli. Til er úttekt af
jörðinni frá síðari búskaparárum Benedikts, og er
baðstofan þar talin 7 álna (4,40 m.) löng og 3 álna
(1,89 m.) breið, reft um ás og ein stoð undir. Lítil-