Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Fréttir Útflutningur á matvælum: Hrossa- og folaldakjöt selt til Japan Frá því í október á síðasta ári hafa verið flutt út um 600 kíló af hrossa- kjöti til Japan. Hrátt hrossakjöt þykir mikið lostæti í landinu og verðið sem fæst fyrir kjötið er það hæsta sem fæst fyrir kjöt sem flutt er út frá Íslandi. Erlendur Á. Garðarsson, fram- kvæmdastjóri IM ehf., markaðs-, þjónustu- og útflutningsfyrirtæki sem þjónustar búgreinar og slát- urleyfishafa, og Sveinn Steinarsson, Formaður félags hrossabænda, segja upphafið lofa góðu og vonast til að útflutningurinn eigi eftir að aukast þegar líður á árið. Erlendur segir forsögu þess að farið var að leita markaðar fyrir hrossa- og folaldakjöt í Japan hafi verið gott og árangursríkt starf í Rússlandi. „Starfið í Rússlandi var vel á veg komið þegar Rússar settu innflutningsbann á matvæli frá Evrópu í kjölfar ágreiningsins um Úkraínu. Innflutningsbannið kom sér verulega illa fyrir okkur þar sem Rússland var orðið eitt stærsta viðskiptaland okkar þegar kom að útflutningi á hross- og ærkjöti auk þess sem innflutningur þeirra á dilkakjöti hafi aukist talsvert.“ Japan er stór markaður „Með tilkomu innflutningsbannsins hófst, í samvinnu við atvinnuvega- og utanríkisráðuneytið, athugun á því hvort hægt væri að flytja hrossa- kjöt til Japan. Markaðurinn í Japan er gríðar- lega stór á okkar mælikvarða en þar búa ríflega 120 milljón manns. Japanir neyta um 15 þúsund tonna af hrossakjöti á ári og af þeim eru um 8 þúsund tonn flutt inn. Fyrr á árum fluttu Íslendingar talsvert af fitusprengdum hrossavöðvum til Japan á mjög góðu verði. Verkefnið sem nú er í gangi hófst í fyrravetur þegar sendar voru út nokkrar tilraunasendingar,“ segir Erlendur. Japanir borða hrossakjöt hrátt Sveinn segir að Japanir borði hrossa- kjötið hrátt og því sé um mjög við- kvæma vöru að ræða. „Hrossakjöt er eina kjötið sem leyfilegt er að bera fram hrátt á veitingastöðum eða flytja inn til hráneyslu í Japan. Það gilda því mjög strangar reglur um meðferð á hráu hrossakjöti í Japan og eftirlit með vinnslu á því strangt. Kröfur um hreinlæti eru miklar og krafist er góðrar kælingar og hraðra flutningsleiða. Kjötið er því allt flutt til Japan með flugi. Vörurnar sem við erum nú að semja um sölu til Japan eru aðallega þrír fitusprengdir vöðvar. Japanarnir hafa einnig áhuga á allri lifur sem til fellur sem þeir borða líka hráa og tungum sem þeir léttsteikja í ákveðna rétti. Hrossafita er einnig eftirsótt í snyrtivörugerð í Japan og þá aðallega smyrsl. Ef af líkum lætur og verðið er þokkalegt erum við að vonast til að geta selt alla hrossafitu til Japan í náinni framtíð.“ Dýrasta kjötið sem flutt er frá landinu Erlendur segir að verðið sem fáist fyrir hrossakjötið sé mjög gott og að í dag sé það dýrasta kjöt sem Íslendingar flytji út. „Samstarfið við sláturleyfishafa hér heima og flutningsaðila er mjög gott og ein af forsendunum fyrir því að við erum að fá gott verð fyrir afurðirnar.“ Hrossakjöt illa nýtt Sveinn segir að eiginleg hrossakjöts- framleiðsla sé ekki stunduð sem slík á landinu. „Aftur á móti fellur alltaf eitthvað til af kjöti af hrossum sem er verið að afsetja eða hrossum sem passa ekki inn á lífhrossamarkað- inn. Þeim hrossum þurfum við að finna farveg og um leið að hámarka virði hvers grips og nýta hann eins og hægt er. Það hefur lengi farið fyrir brjóstið á okkur hversu lítill hluti hrossa er nýttur, nánast fáeinir vöðvar og restinni að mestu fargað. Sem stendur erum við að senda út um 600 kíló á viku en vonumst til að það magn eigi eftir að aukast í tvö og hálft til þrjú tonn á viku þegar líða fer á árið.“ Sendiráð Íslands í Japan unnið mikið starf Erlendur og Sveinn segja að samstarf milli hrossabænda, afurðastöðva og útflutningsaðila hafi verið mjög gott. „Samstarfið við utanríkis- þjónustuna og atvinnuvegaráðu- neytið hefur eins verið mjög gott. Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Japan hafa einnig verið allir af vilja gerðir til að aðstoða okkur og ólík- legt að við hefðum náð þeim árangri sem náðst hefur án aðkomu þeirra. Landssamtök sauðfjárbænda og atvinnuvegaráðuneytið hafa einnig komið að þessu máli og verið okkur samstiga í því,“ segir Erlendur. /VH Vörslusvipting Matvælastofnunar í Eyjafirði: Almennt umhirðuleysi og endurtekin brot – ábúendur hafa skamman tíma til að koma skikki á búskapinn Matvælastofnun tilkynnti um það 26. janúar síðastliðinn að gripið hefði verið til þess úrræðis að svipta bónda nautgripum sínum vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Síðar kom fram í fjölmiðlum að um var að ræða kúabúið Brimnes við utanverðan Eyjafjörð. Lagt var hald á 215 nautgripi, 45 voru flutt- ir í sláturhús, en 170 urðu eftir á bænum í vörslu Matvælastofnunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í tilkynningu Matvælastofnunar kom fram að ástæður þess að grip- ið hefði verið til þessa úrræðis hefðu verið þær að gripunum hefði ekki verið tryggður fullnægjandi aðgangur að drykkjarhæfu vatni og fóðri hefði verið spillt með ágangi gripa og óhreinindunum í fóðurgangi. Þá var þéttleiki í smá- kálfastíum of mikill og laus naut haldin innan um bundnar kýr. Eigin eftirliti var ábótavant og hefur slös- uðum gripum ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti með því að leita lækninga. Hafi þurft að aflífa gripi af þessum sökum. Lögbundnar skráningar voru heldur ekki í lagi. Um endurtekin brot var að ræða og voru á haustmánuðum lagðar dagsektir á ábúendur til að knýja fram úrbætur. Fullnægjandi úrbætur voru ekki gerðar og því nýtti Matvælastofnun heimildir í lögum um velferð dýra til vörslusviptingar. Almennt viðvarandi hirðuleysi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra- læknir hjá Matvælastofnun, segir að gripirnir verði áfram í umsjá ábú- endanna á Brimnesi með ákveðn- um skilyrðum. „Eitt af þeim var að ábúendur legðu fram samning við bústjóra, sem yrði þeim til aðstoðar. Það hafa þeir gert og um reyndan bónda er að ræða. Við frestum nú aðgerðum í skamman tíma og endur- skoðum stöðuna að tilteknum tíma liðnum, en áfram verður samt fylgst með búinu. Þeir hafa því svigrúm til að koma skikki á búskapinn og umhirðuna,“ segir Sigurborg. Hún segir að vörslusviptingin hafi ekki komið til vegna ástands gripanna, sem slíkra. „Við þurftum hins vegar að senda þessa 45 gripi í sláturhús til að fækka gripunum í samræmi við það sem búið ber,“ segir Sigurborg. Spurð um hver beri kostnaðinn við aðgerðina segir hún að hann falli allur á bændurna. Í umfjöllun í Fréttablaðinu um málið kom fram að bændurnir á Brimnesi hefðu ekki verið sáttir við starf Matvæla stofnunar, að ekki hefði verið hlustað á þeirra útskýringar. Sigurborg vísar þessum ummælum á bug. „Það liggur allt fyrir í eftirlits- skýrslum um það hvernig ástandið var. Þetta voru endurtekin brot þar sem almennt umhirðuleysi var við- varandi ástand um nokkurra missera skeið, en misalvarlegt þó. Dýr voru heldur ekki stærðarflokkuð; litlir kálfar voru innan um stærri gripi og litlar kvígur innan um graðnaut, til dæmis.“ /smh - Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.