Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 kemur í ljós að af þessum 150 búum taka 141 þeirra þátt í skýrsluhaldinu eða 94% sem er svipað og hefur verið undanfarin ár. Það vekur alltaf furðu þegar þetta hlutfall er skoðað, að allir notfæri sér ekki tölvutæknina betur og taki þátt í hinu sameiginlega skýrsluhald. Uppbygging mjaltaþjónanna er þannig að öllum skýrsluhalds- u pplýsingum þarf hvort sem er að halda til haga, svo það sem á vantar er nánast einungis að taka kýrsýnin. Sé horft til þeirra búa sem eru með í skýrsluhaldinu þá kemur í ljós að meðalnýtingarhlutfall þessara búa, þ.e. innvegið mjólkur- magn miðað við reiknaða skýrslu- haldsnyt, var 92,9% á liðnu ári. Er það nokkuð undir væntingum um innvigtunarhlutfall mjólkur sem oftar en ekki hefur verið í kringum 94-95% miðað við eðlileg afföll auk heimanota mjólkur bæði til kálfa og heimilis. Á þessu geta þó verið ótal skýringar sem ekki verður reynt að fara nánar út í hér. Á það hefur áður verið bent að svo virðist sem mjaltaþjónarnir mæli ekki alltaf rétt. Eitthvað sem er afar einfalt að kanna með því einfaldlega að bera saman þriggja daga innvigtunina og bæta við frátökumjólk og heimanotum. Samtalan á einfaldlega að passa við þá tölu sem mjaltaþjónninn telur að hafi verið mjólkað á sama tíma. Nokkur bú víkja verulega frá hinni reiknuðu framleiðslu og alls lögðu t.d. 14 bú inn mun meiri mjólk en þau hefðu getað framleitt samkvæmt skýrsluhaldinu og 20 bú til viðbótar lögðu inn svo hátt hlutfall mjólkurinnar að það bendir til þess að mjólkurmælarnir mæli of lítið, þ.e. raunnyt kúnna er meiri en skýrsluhaldsupplýsingarnar benda til. Rétt er að minna á að það er óhemju mikilvægt að allir kúa- bændur, óháð þeirri mjaltatækni sem er notuð við mjaltir, fylgist sjálfir vel með því að skýrslu- haldsnytin haldist vel í hendur við innlagðar afurðir. Enda er fóðurgjöf miðuð við afurðasemi kúnna og séu afurðirnar ranglega metnar, verður t.d. kjarnfóðurskömmtunin kolröng. 69 árskýr á hverju mjaltaþjónabúi Alls voru 10.342 árskýr á mjalta- þjónabúum landsins árið 2016 eða sem svarar til 69 árskúm að jafn- aði á hverju mjaltaþjónabúi og að jafnaði 55 kýr á hvern mjaltaþjón. Þetta eru heldur færri árskýr á hvert mjaltaþjón en árið 2015 þegar þessi fjöldi var 57,1. Bendir þetta til þess að þónokkur fjöldi búa sé að byggja upp bústofn sinn eftir skipti yfir í mjaltaþjónatæknina 6.596 kg að meðaltali Líkt og vænta má er meðalnyt kúa- búa með mjaltaþjóna nokkuð hærri en annarra búa hér á landi en skýr- ingin felst m.a. í tíðari mjöltum og virkara framleiðslustýringarkerfi. Í því uppgjöri sem þessi úttekt nær til var notast við skýrsluhaldsupp- lýsingar Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins fyrir síðastliðið ár. Þegar búið er að draga skýrslu- haldsafurðir kúa mjalta þjónabúa frá afurðum kúa á öðrum búum er meðalnyt kúa annarra búa 5.829 kg en meðalnyt kúa mjaltaþjónabúanna 6.596 kg. Munar þarna 11,6% á milli þessara ólíku fjósgerða og ólíku mjaltatækni sem notuð er og sem skýra má sem fyrr segir bæði með tíðari mjöltum og góðri bústjórn. 6 bú með frumutölu lægri en 150 þúsund Þegar horft er til mjólkurgæða frá búum með mjaltaþjóna eru mun færri bú með lága frumutölu en vænta mætti. Margfeldismeðaltal frumu- tölu allra 150 búanna var 248.054 sem er því miður veruleg hækkun frá því árið 2015 þegar hún var 242.358. Ekki nema 6 bú voru með frumutölu sem var lægri en 150 þúsund að með- altali og lögðu 2 af þessum búum inn meira en 400 þúsund lítra. Ekki nema 36 bú af 150 náðu því að vera með frumutöluna að jafnaði undir 200 þúsundum á síðasta ári. Þá voru 33 bú með hærri frumu- tölu en 300 þúsund sem er auðvitað allt of há frumutala og óásættanleg fyrir alla kúabændur, enda dregur það úr afurðasemi kúnna auk þess sem mikill kostnaður fylgir hárri frumutölu að jafnaði. Eins og sjá má af tölunum hér að ofan eru til fjöldamörg bú sem geta framleitt mjólk með mjaltaþjóni og frumutölu sem er lægri en 150 þúsund svo það ætti að vera hvati til þess að gera betur. Svo til enginn munur var á frumutölunni eftir því hvaða tegund mjaltaþjóns var notuð, svo dagljóst er að hægt er að ná góðum árangri óháð því hvaða tegund mjaltaþjóns er notuð. 30 bú með meðaltal líftölu lægri en 20 þúsund Það hefur lengi loðað við mjalta- þjónatæknina að líftalan eigi það til að vera of há en að vera með líf- tölu sem er í hærra lagi er þó ekki lögmál og voru t.d. 30 kúabú með líftölu að jafnaði sem var lægri en 20 þúsund/ml á síðasta ári og þar af voru einnig bú með fleiri en einn mjaltaþjón. Þá voru 8 mjaltaþjóna- bú með lægri líftölu að meðaltali en 15 þúsund/ml og sýnir að það er vel hægt með góðri bústjórn að vera með lága líftölu þrátt fyrir að vera með mjaltaþjón. Á hinn bóginn voru einnig allt of mörg bú með líftölu sem var hærri en 50 þúsund/ml eða alls 27 bú. Rétt er að minna á að þessi bú nota nákvæmlega sömu tækni og búin sem eru á hinum enda listans og því dagljóst að það eru til bæði tækni- legar og bústjórnarlegar lausnir sem geta komið böndum á of háa líftölu á mjaltaþjónabúi. Samantekt þessi byggir á upplýsingum frá Auðhumlu og Mjólkurafurðastöð KS auk þess sem notuð voru gögn sem aflað var hjá Bústólpa, VB landbúnaði, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtökum Íslands. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Sviðsstjóri mjólkurgæðasviðs Dýralækninga- og gæðadeild SEGES í Danmörku Fullgilt greiðslumat á þremur mínútum Nú geta allir fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum á arionbanki.is. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 − Næsta blað kemur út 23. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.