Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
Fréttir
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur lagt fram drög að
reglugerð um velferð dýra við
flutning til kynningar og umsagnar.
Þóra J. Jónasdóttir, sérgreina-
dýralæknir á sviði dýraheilsu hjá
Matvælastofnun, segir að þar sem
núgildandi reglugerð sé frá 1958 sé
eðlilega um töluverðar breytingar að
ræða miðað við þau drög sem hún
hafi séð. „Engar mjög íþyngjandi
kröfur eru þarna að mínu mati, en
það er meðal annars lögð meiri
ábyrgð á bílstjóra til að meta hvort
dýr séu flutningshæf. “
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
kemur fram að samkvæmt lögum
um velferð dýra skal ráðherra
setja í reglugerð ákvæði um flutn-
ing og rekstur dýra og um leyfi
fyrir flutningstækjum, öryggis-
búnaði og merkingu þeirra. „Þá
skal ráðherra setja fyrirmæli er
tryggja velferð búfjár í tengslum
við flutninga. Einnig skal ráðherra
setja nánari ákvæði um flutning
búfjár frá brottfararstað til áfanga-
staðar, þ.m.t. um hleðslu í rými,
umfermingu, affermingu, hámarks-
flutningstíma og um þær kröfur
sem eru gerðar um flutningstæki
sem flytja búfé, þ.m.t. um hleðslu-
búnað þeirra. Ráðherra er einnig
heimilt að setja reglur um flutn-
ingsskilríki flutningsaðila, skyldur
gæsluaðila með búfé, sérstök leyfi
flutningsaðila sem veitt verða af
Matvælastofnun og reglur til að
skylda aðila sem vinna við flutning
á búfé til að sækja námskeið þar
sem m.a. er fjallað um velferð dýra
og dýrasjúkdóma.
Drög reglugerðar um velferð
dýra í flutningi hafa verið til vinnslu
hjá ráðuneytinu í nokkurn tíma og
hafa margir aðilar komið að vinnslu
reglugerðarinnar og veitt umsögn
um drög hennar á fyrri stigum, má
þar nefna: Bændasamtök Íslands,
Dýraverndarsamband Íslands,
Dýralæknafélag Íslands, Félag
hrossabænda, Svínaræktarfélag
Íslands, Landssamtök sauðfjár-
bænda, Geitfjárræktarfélag Íslands,
Samband íslenskra loðdýrabænda,
Landssamband kúabænda, Félag
kjúklingabænda, Félag eggja-
framleiðenda, Landssamband
kanínubænda, Samtök iðnaðar-
ins, Landssamtök sláturleyfishafa,
Matvælastofnun, Samgöngustofa,
Innanríkisráðuneytið og Icelandair
Cargo. Drög reglugerðarinnar fela
í sér mikil nýmæli frá núgildandi
reglugerð um meðferð búfjár við
rekstur og flutning með vögnum,
skipum og flugvélum nr. 127/1958,
með síðari breytingum.
Drög reglugerðarinnar taka mið af
reglugerð ESB nr. 1/2005 um velferð
dýra við flutning og sambærilegra
reglna í Noregi. Þrátt fyrir að horft
hafi verið til ofangreindra reglna
taka drög reglugerðarinnar mið af
íslenskum aðstæðum með tilliti til
vegalengda, veðurfars, sérreglna
um inn- og útflutning lifandi dýra
og öðrum atriðum sem skipta máli
hér á landi.
Reglugerðin er sett er á grundvelli
laga um velferð dýra og gildir um
flutninga allra dýra. Sérstök athygli
er vakin á því að í reglugerðinni er
gerður greinamunur annars vegar
á flutningi umráðamanns á dýrum
sínum á eigin flutningatæki, sé um
að ræða hefðbundna árlega flutninga
til eða frá beitilandi og flutning á 15
dýrum eða færri og hins vegar flutn-
ingum í atvinnuskyni.
Athugasemdir og ábendingar um
reglugerðina óskast sendar á netfang-
ið postur@anr.is merkt „Reglugerð
um velferð dýra í flutningi“,“ segir í
tilkynningunni.
Frestur til að skila umsögnum er
til 16. febrúar 2017, en drög reglu-
gerðarinnar má nálgast í gegnum vef
ráðuneytisins. /smh
Reglugerð um velferð dýra við flutning
Lífrænt vottuð landbúnaðarframleiðsla:
Sömu reglur munu gilda
á Íslandi og í ESB
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra hefur ákveðið að íslensk
stjórnvöld hverfi frá aðlögunar-
kröfum vegna upptöku gildandi
reglna ESB um lífræna ræktun.
Það þýðir að sömu reglur munu
því gilda um framleiðslu, vottun
og merkingu lífrænnar framleiðslu
á Íslandi og í Evrópusambandinu.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir
að upptaka reglnanna muni auðvelda
útflutning lífrænnar íslenskrar fram-
leiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem
íslenskir neytendur muni njóta góðs
af skilvirkara eftirliti.
Þar segir enn fremur: „Ísland
og Noregur hafa um árabil unnið
að upptöku gildandi reglna
Evrópusambandsins um lífræna
ræktun, sem settar voru árið 2007.
Aðlögunarkröfur voru settar fram af
báðum ríkjum. Kröfur Íslands voru
fimm talsins og sneru að merkingum,
notkun fiskimjöls við fóðrun jórtur-
dýra, þéttleika í bleikjueldi og stærð
hólfa og notkun grindargólfa í fjár-
húsum. Hér á landi er í gildi reglugerð
um lífræna vottun og framleiðslu frá
árinu 2002, sem innleiðir eldri reglur
ESB frá árinu 1991. Því hefur útflutn-
ingur á lífrænt vottuðum afurðum
verið erfiður undanfarin ár og óvíst
er hve lengi íslensk vottun verður
yfir höfuð viðurkennd innan ESB.
Talið er útséð um að landbún-
aðarskrifstofa Evrópusambandsins
muni fallast á aðlögunarkröfurnar
og féllu Norðmenn frá sínum kröfum
síðastliðið sumar. Það er því talið
þjóna hagsmunum Íslands að fylgja
fordæmi Norðmanna.
Gildandi reglur um lífræna fram-
leiðslu hafa ekki verið uppfærðar í
sex ár og má því gera ráð fyrir að
upptaka samræmdra reglna komi til
með að bæta eftirlit með innflutningi
á lífrænt ræktuðum vörum.
Ætla má að reglurnar hafi áhrif
á um 30 framleiðendur lífrænna
afurða hér á landi. Þær munu hins
vegar ekki hafa áhrif á framleið-
endur hefðbundinna afurða,“ segir
í tilkynningunni.
Gunnar Gunnarsson hjá
Vottunarstofunni Túni segir
ákvörðun stjórnvalda binda enda
á margra ára tilraunir Íslands og
Noregs til að fá tillit tekið til sér-
stakra aðstæðna í þessum tveimur
löndum, einkum hvað varðar lífræna
búfjárrækt og bleikjueldi. „Íslensk
stjórnvöld beittu sér fyrir því að kröf-
ur um rými í búpeningshúsum tækju
mið af smæð norrænna búfjárkynja,
að heimilt væri að nota grindur á öllu
legurými í fjárhúsum, að fiskimjöl sé
heimilt til fóðrunar jórturdýra og að
þéttleiki í bleikjueldi taki meira mið
af velferðarsjónarmiðum í samræmi
við rannsóknir á hegðun bleikjunn-
ar,“ segir Gunnar.
Fagnar ákvörðun ráðherra
„Það er miður að ESB hafi ekki ljáð
máls á þessum kröfum, því þær voru
rökstuddar traustum vísindagögnum
og samrýmast grunnlögmálum líf-
rænna aðferða,“ segir Gunnar. „En
að sama skapi er ástæða til að fagna
ákvörðun ráðherra um að koma að
nýju á samræmi í löggjöf okkar við
regluverk annarra Evrópulanda.
Þróun þess hefur miðað að aukinni
samræmingu, færri undanþágum,
hertu eftirliti og áherslu á aukna
þekkingu og tiltrú neytenda á vott-
aðri lífrænni framleiðslu. Jafnhliða
því hafa nær öll Evrópulönd sett
upp áætlanir um stuðning við líf-
ræna aðlögun í landbúnaði til að
gera bændum kleift að breyta fram-
leiðsluaðferðum sínum og gera þær
ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til
að uppfylla kröfurnar.“
Auknar kröfur á ýmsum sviðum
Að sögn Gunnars er nú unnið að
því að átta sig á breyttri stöðu.
„Stjórnstofnanir og vottunarstofan
vinna nú að því að kortleggja nánar
hvaða breytingar upptaka núgildandi
reglugerða ESB mun hafa í för með
sér hér á landi. Að ýmsu leyti munu
nýjar gerðir auðvelda framleiðendum
sína vinnu. Það er þó ljóst að kröfur
um legurými, notkun grindagólfa og
þéttleika í bleikjueldi verða strangari
– auk þess að notkun fiskimjöls til
fóðrunar jórturdýra verður bönnuð.
Til þess að bændur geti mætt
þessum kröfum þarf nú að tryggja
að breytingar verði kynntar framleið-
endum sem fyrst. Það er mikilvægt að
rúmur tími verði veittur til að taka upp
regluverkið, að nýtt styrkjakerfi land-
búnaðarins verði hagnýtt til að gera
nauðsynlegar breytingar vegna hinna
nýju krafna. Einnig að það gagnist
núverandi bændum í lífrænni rækt-
un, því ekki viljum við horfa upp á
þá hætta sem hafa reynsluna, vegna
þessara breytinga.
Við lítum á þessar breytingar sem
kjörið tækifæri til að efla veg lífrænn-
ar framleiðslu á Íslandi, sem fram
til þessa hefur staðið langt að baki
grann- og viðskiptalöndum sínum á
þessu sviði,“ segir Gunnar. /smh
Matvælastofnun barst í vikunni
tilkynning um að brúni hundamít-
illinn (Rhipicephalus sanguineus)
hafi greinst á hundi sem komið
var með á Dýraspítalann í
Víðidal. Mítillinn var greindur
hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði að Keldum.
Á heimasíðu Matvælastofnunar
segir að þessi mítlategund hafi
aðeins greinst í örfá skipti hér á
landi. Matvælastofnun vill benda
hundaeigendum á að vera vakandi
fyrir þessari pöddu og hafa samband
við dýralækni ef þeir verða varir við
hana. Jafnframt er mikilvægt að var-
ast að mítlar berist til landsins með
fólki eða farangri.
Ekki er ljóst hvernig
hundamítillinn hefur borist á
þennan hund
Samkvæmt upplýsingum frá sér-
fræðingum á Keldum hefur þessi
tegund aðeins fundist fimm sinnum
áður á hundum hér á landi og þrisvar
sinnum á innfluttum hundum í ein-
angrunarstöð. Uppræting hefur tekist
í öllum tilvikum og mítillinn því ekki
talinn landlægur.
Brúni hundamítillinn er ekki ólík-
ur skógarmítlinum (Ixodes ricinus)
og lundamítlinum (Ceratixodes
uriae) í útliti en er frábrugðinn þeim
að því leyti að hann getur farið í
gegnum öll þroskastig og alið allan
sinn aldur innanhúss.
Hundamítillinn getur fjölgað
sér hratt við hentugar aðstæður, til
dæmis í hlýju íbúðarhúsnæði. Hann
getur komið sér fyrir í sprungum í
veggjum og gólfi, bak við lista og
verpt þar eggjum. Lirfur hans nærast
helst á blóði úr hundum en geta líka
látið sér nægja önnur spendýr, til
dæmis nagdýr. Fullorðnir hundamítl-
ar nærast helst á blóði úr hundum en
geta líka farið á önnur dýr og menn.
Að sumri til er orðið nokkuð
algengt að vart verði við skógarmítla,
og lundamítlar eru landlægir í sjó-
fuglabyggðum, en óvanalegt er að
finna mítla á gæludýrum á þessum
árstíma nema ef um er að ræða
mítla sem geta fjölgað sér innanhúss
eins og hundamítillinn. Erlendis er
þekkt að brúni hundamítillinn geti
borið smitefnin Ehrlichia canis og
Babesia canis sem valda sjúkdóm-
um í hundum en þessi smitefni hafa
ekki fundist hér á landi. Jafnframt
er vitað að þessi mítill geti borið
bakteríuna Rickettsia conorii, sem
getur valdið sjúkdómi í fólki og er
landlæg í löndum við Miðjarðarhafið
(Mediterranean spotted fever) en
hefur ekki fundist hér. /VH
Eymundur Magnússon framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörur. Mynd / smh
Dýarheilbrigði:
Brúni hundamítillinn
greinist á ný
Brúnn hundamítill.
Þín aðild að Bændasamtökunum
Seinni hluta febrúar munu BÍ
senda rafræna greiðsluseðla með
félagsgjöldum til allra félags-
manna. Til þess að lágmarka
útsendingu á röngum félagsgjöld-
um er bændum ráðlagt að yfirfara
sínar skráningar fyrir 20. febrúar.
Upplýsingar um félagsaðild
félagsmanna Bændasamtaka Íslands
eru aðgengilegar á Bændatorginu
undir „félög/sambönd“ á upp-
hafssíðunni. Hægt er að sjá hvaða
einstaklingar með félagsaðild tengj-
ast viðkomandi búrekstri/búsnúm-
eri, en áður voru þar upplýsingar um
aðildarfélög umráðamanns búsins.
Grunngjald verður 42 þús.
krónur
Grunngjald fyrir aðild að
Bændasamtökunum er 42.000 kr.
fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með
fullum félagslegum réttindum fyrir
tvo einstaklinga sem standa saman
að búrekstri. Til aðgreiningar kemur
þetta fram í félagatali sem „BÍ –
félagsgjald A“.
Ef fleiri en tveir einstaklingar
standa fyrir búi greiðir hver félags-
maður umfram tvo að auki 12.000
kr. Til aðgreiningar er þessi leið
skilgreind í félagatali sem „BÍ –
félagsgjald B“.
Hafið samband
fyrir 20. febrúar
Þeim vinsamlegu
tilmælum er bent
til félagsmanna
að þeir yfirfari
upplýsingarnar.
Ef að breytinga er þörf og/eða ef ein-
hverjar spurningar vakna þá má senda
athugasemd í gegnum Bændatorgið
(sjá neðst til hægri þegar komið er inn
á upphafssíðu). Æskilegt er að þeir
sem vilja breyta skráningu á félags-
aðild hafi samband í síðasta lagi 20.
febrúar nk. til að ná inn breytingum
fyrir útsendingu reikninga.
Ert þú með spurningar?
Fulltrúar í þjónustuveri BÍ munu
svara fyrirspurnum í síma 563-0300
á skrifstofutíma. Þær Guðbjörg
Jónsdóttir og Guðlaug Eyþórsdóttir
svara fyrirspurnum um það
sem snýr að félagsaðild en þær
Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður
Þorkelsdóttir sjá um innheimtu-
mál. Netfang Bændasamtakanna er
bondi@bondi.is.
Nánari upplýsingar um aðild og
félagsgjöld BÍ er að finna á vef sam-
takanna, bondi.is.