Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Slökunarpúði HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Það er svo ótrúlega gaman að fegra heimilið sitt og þá sérstaklega með persónulegum gjöfum sem maður fær eða með einhverju sem maður hefur sjálfur búið til. Þessi æðislegi prjónaði púði er fullkomin í slíkt verkefni og eru fleiri mynstur inni á www.garnstudio.com – garnið er allt hægt að fá hjá okkur. Slökun með DROPS Design Prjónaðir DROPS púðar með 4 þráðum úr „Eskimo“ með garðaprjóni og köðlum eða brugðnum lykkjum. Einnig hægt að prjóna þá með 2 þráðum Polaris. DROPS Design: Mynstur nr ee-542. Garnflokkur E + E + E + E eða F + F. PÚÐI MEÐ KÖÐLUM: Mál: Ummál: Ca 144 cm (með fyllingu). Ummál: Ca 48 cm. Hæð: 25 cm. Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio 750 gr litur nr 01, natur. Eða notið: DROPS POLARIS frá Garnstudio 1000 gr litur nr 01, natur PÚÐI MEÐ BRUGÐNUM LYKKJUM SEM FÆRAST TIL: Mál: Ummál: Ca 150 cm (með fyllingu). Þvermál: Ca 48 cm. Hæð: 25 cm. Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio 700 gr litur nr 47, ljós beige Eða notið: DROPS POLARIS frá Garnstudio 1000 gr litur nr 06 ljós beige DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 15 – eða sú stærð sem þarf til að 7 l og 8 umf með sléttprjóni eða 7 l og 12 umf með garðaprjóni með 4 þráðum Eskimo (eða 2 þræðir Polaris) verði 10 x 10 cm. 1 dúnkoddi (1400 g) eða 2 dúnkoddar (700 g) fyrir fyll- ingu (best er að nota dún því auðveldast er að forma koddan til). Ódýrasta gerðin hentar vel – við höfum notað sumarkodda sem er ca 1400 gr). 1 koddaver í sama lit og koddinn (til þess að hlífa koddan- um og að hann sjáist ekki í gegnum lykkjurnar). TVEIR ÞRÆÐIR: Notið enda innan úr dokkunni og utan með. Þegar skipt er um dokku er gott að skipta ekki um báða endana í einu – þá verður skiptingin ekki eins þykk. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaðar snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. PÚÐI MEÐ KÖÐLUM: Púðinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna – LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR! Fitjið upp 6 l á hringprjóna nr 15 með 4 þráðum Eskimo eða 2 þráðum Polaris. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar, prjónið 2 l sl í síðustu l = 12 l. UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir allar l. ATH: Uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn slétt í næstu umf (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað fyrir framan) svo að ekki myndist gat! Setjið eitt prjónamerki í 2., 4., 6., 8., 10. og 12. l. Haldið síðan áfram með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 1 l á undan hverri l með prjónamerki (= 6 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í hverri umf frá réttu 7 sinnum til viðbótar = 60 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu er aukið út um 12 l jafnt yfir = 72 l. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 6 l) 12 sinnum á breiddina (ATH: Ekki er prjónuð kantlykkja þar sem l eru svo þykkar). Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið fyrstu 5 umf í A.1 (síðasta umf frá réttu). Prjónið nú 1 umf br frá röngu. Haldið nú áfram með garðaprjón til loka. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 12 l jafnt yfir með því að prjóna 2 l slétt saman = 60 l. Setjið nú 6 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið eitt prjónamerki í 1. L, síðan eru sett 5 prjónamerki til viðbótar með 9 l millibili. Nú eru eftir 9 l eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l á eftir hverju prjónamerki. Endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu 7 sinnum til viðbótar = 12 l. Prjónið nú l 2 og 2 slétt saman = 6 l. Klippið frá, skiljið eftir nægilega langan enda til þess að sauma púðann saman í lokin. FRÁGANGUR: Dragið endana í gegnum þær l sem eftir eru og herðið vel að, hnýtið hnút og festið bandið vel án þess að klippa frá (= botn á púða). Saumið opið, saumið yst í lykkjubogana með 2 þráðum Eskimo eða 1 þræði Polaris. Púðinn er fylltur þannig (það getur verið kostur að vera tveir í þessu verki til þess að þetta gangi betur): Leggið 1 kodda (ca 1400 gr) eða 2 kodda (ca 700 gr ofan á hvorn annan) og dragið koddaver yfir. Troðið koddunum í púðaverið. Dragið saman toppinn á púðanum. Festið vel. PÚÐI MEÐ BRUGÐNUM LYKKJUM SEM FÆRAST TIL: Púðinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna – LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR! Fitjið upp 6 l á hringprjóna nr 15 með 4 þráðum Eskomo eða 2 þráðum Polaris. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar, prjónið 2 l sl í síðustu l = 12 l. UMFERÐ 2: Prjónið sl yfir allar l. ATH: Uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn slétt í næstu umf (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) svo að ekki myndist gat! Setjið eitt prjónamerki í 2., 4., 6., 8., 10. og 12 l. Haldið síðan áfram með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 1 l á undan hverri l með prjónamerki í (= 6 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í hverri umf frá réttu 7 sinnum til viðbótar = 60 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu er aukið út um 10 l jafnt yfir = 70 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki hér – stykkið er nú mælt héðan! Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 2 l garðaprjón, prjónið síðan A.2 (= 6 l) 11 sinnum á breiddina, 2 l garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina er haldið áfram með br í mynstri svo að það færist til um 1 l til vinstri (séð frá réttu) í hverri umf. Þegar stykkið mælist 16 cm frá prjónamerki er haldið áfram þannig: Prjónið síðan garðaprjón til loka, JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu er fækkað um 10 l jafnt yfir = 60 l. Setjið nú 6 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið eitt prjónamerki í 1. L, síðan eru sett 5 prjónamerki til viðbótar með 9 l millibili. Nú eru 9 l eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l á eftir hverju prjónamerki. Endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu 7 sinnum til viðbótar = 12 l. Prjónið nú l 2 og 2 slétt saman = 6 l. Klippið frá og látið vera nægilega langan enda til þess að sauma púðann saman í lokin. FRÁGANGUR: Dragið endana í gegnum þær l sem eftir eru og herðið vel að, hnýtið hnút og festið bandið vel án þess að klippa frá (= botn á púða). Saumið opið, saumið yst í lykkjubogana með 2 þráðum Eskimo eða 1 þræði Polaris. Púðinn er fylltur þannig (það getur verið kostur að vera tveir í þessu verki til þess að þetta gangi betur): Leggið 1 kodda (ca 1400 gr) eða 2 kodda (ca 700 gr ofan á hvorn annan) og dragið koddaver yfir. Troðið koddunum í púðaverið. Dragið saman toppinn á púðanum. Festið vel. Bestu prjóna kveðjur, Gallery Spuni. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 6 3 7 3 2 1 9 4 8 1 6 9 1 7 1 6 8 5 3 4 2 2 7 9 9 8 5 4 4 3 6 1 5 Þyngst 5 6 9 7 3 5 7 8 4 1 6 8 3 7 1 2 7 1 2 8 9 6 9 4 5 6 2 4 4 1 2 3 1 7 9 3 5 3 1 4 6 1 7 6 4 5 2 2 6 3 8 8 6 2 8 7 9 6 3 2 1 3 9 4 6 8 7 4 1 6 9 2 7 8 3 1 7 9 5 1 4 2 2 8 5 3 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætla í veiðiferð í sumar Sigurður Darri er sjö ára en alveg að verða átta ára og hlakkar mikið til að halda upp á afmælið sitt. Honum finnst rosalega gaman að leika með vinum sínum í Nerf- byssuleikjum. Nafn: Sigurður Darri Tómasson. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Bý í Garðabæ. Skóli: Sjálandsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tölvur og íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ljón . Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Emmsé Gauti. Uppáhaldskvikmynd: Star Wars. Fyrsta minning þín? Þegar ég heim- sótti dýragarðinn í Edinborg og sá litlu mörgæsirnar. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi sund með Stjörnunni. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að ákveða mig. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í Nerf-stríð með vinum mínum. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í veiðiferð. Næst » Sigurður Darri skorar á vin sinn, Elmar Rafn, að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! www.galleryspuni.is 25% afsláttur Polaris, Big Delight, Eskimo og Alaska garn. FRÁBÆRT TIL ÞÆFINGAR felting fever Mynstur = sl frá réttu, br frá röngu = br frá réttu, sl frá röngu = setjið 2 l á hjálparprjón fyrir framan stykkið, 2 l sl, 2 l sl af hjálparprjóni A.1 6 6 A.2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.