Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Hansaleiðangrinum 1869 til 1870 fannst refur á rekís miðja vegu milli Íslands og Grænlands. Fullvaxið karldýr er um 90 sentí- metrar að lengd og er skottið um einn þriðji lengdarinnar. Þyngd karldýra eru um sex kíló að hausti en milli þrjú og fjögur kíló á vorin. Læður eru um 20% léttari en karldýrin. Fengitími lágfótu er í mars og fyrri hluta apríl og meðgöngutíminn er sjö og hálf vika. Að meðaltali eru fimm til sex yrðlingar í goti og eru yrðlingarnir blindir við fæðingu en augun opnast tæpar þrjár vikur eftir got. Yrðlingarnir verða kynþroska á fyrsta ári og er einkvæni algengt meðal refa. Læðurnar sjá að mestu um fæðuöflun en steggirnir verja óðulin að mestu einir. Refir eru á ferðinni tólf til fjórtán tíma á sólarhring og mest í kringum ljósaskiptin. Þeir sækja sér iðulega fæðu í fjörur á útfallinu. Fæðuvalið fer mikið eftir framboði á hverjum tíma og getur verið hrognkelsi, kræk- lingur, fuglar, egg, spendýrahræ, rjúpur, þangflugnapúpur, ber, haga- mýs og fleira sem að kjafti kemur. Refir á Íslandi Ekkert dýr á Íslandi hefur haft eins mörg heiti og refur. Má það hugs- anlega rekja til þeirrar trúar að ekki megi nefna nafn hins illa upphátt til þess að kalla hann ekki yfir sig. Auk algengra heita eins og refur og tófa má nefna dratt(h)ali, gortanni, lágfóta, melrakki, skaufhali, skolli og vemma. Refir sem leggjast á fé kallast bítur, dýrbítur og bitvarg- ur. Snoðdýr er tófa sem aldrei fær feld með vindhárum. Refalæða sem lögst er í greni til að gjóta er kölluð grenlægja. Karldýrin eru oft nefnd steggur eða högni en kvendýrin læða, bleyða eða tófa. Afkvæmi refa kallast yrðlingar. Tvö litaafbrigði villtra refa finn- ast hér á landi. Annað skiptir litum eftir árstíðum og er mógrátt á sumrin en hvítt á veturna. Hitt afbrigðið er brúnleitt allt árið. Allt frá komu fyrstu mannanna til landsins hefur verið litið á refi sem ógagnsemisdýr og refaveiðar stundaðar frá landnámi. Samkvæmt lögum Grágásar eru refir réttdræp- ir hvar sem í þá næst og í Jónsbók segir: „Melrakki er á hvers manns jörðu óheilagur.“ Um tíma var bændum gert skylt að stunda grenjaleit á jörðum sínum og afréttum á eigin kostnað, þótt veiðimönnum væri greitt fyrir bráðina. Meðal aðferða sem beitt hefur verið við refaveiðar er að hrekja þá úr greninu með reyk, grjótgildrum og dýraboga. Kringum aldamótin 1700 kemur byssan til sögunnar og hefur hún verið algengasta veiðitækið síðan. Um miðja 18. öld var farið að eitra fyrir refi með strykníni, sem var gjarnan sett í kjöt ásamt muldu gleri til að særa meltingarveginn og að eitrið bærist hratt út í blóðið. Eitrið olli miklum skaða meðal annarra dýrategunda og nánast útdauða haf- arnarstofnsins. Refaeldi á Íslandi Eldi á bláref, en það kallast heim- skautarefur í eldi, hófst í Kanada um 1890. Í fyrstu var refunum sleppt á afskekktum eyjum og þeir aldir þar. Norðmenn höfðu sama hátt á þegar þeir hófu eldi á bláref skömmu síðar. Íslendingar reyndu fyrir sér með eyjaeldi á ref 1912 þegar yrðlingum var sleppt í Elliðaey í Borgarfirði. Árið 1927 var stofnað í Borgarfirði hlutafélag sem hafði að markmiði að ala blárefi. Keyptir voru nokkrir yrðlingar af grenjum og þeir aldir innan girðingar að Svignaskarði í Borgarfirði þar til þeir náðu þeirri stærð að feldurinn væri söluhæfur. Fyrstu silfurrefirnir, tvö dýr, læða og steggur, voru fluttir til lands- ins 1929 og komið fyrir á nýbýl- inu Bjarmalandi við Laugalæk í Reykjavík. Silfurrefir eru talsvert stærri en íslenski heimskautarefurinn og hárin ljósari. Sagt er að fyrstu silfurrefirnir hafi verið fóðraðir á fiski, hrossa-, kinda- og hvalkjöti ásamt fuglum og öllu öðru sem til féll. 1933 voru sex blárefir, sem voru ættaðir frá Kanada, fluttir til lands- ins frá Noregi, fjórar tófur og tveir steggir. Í sögu refaræktar í Noregi finnast heimildir um kaup á villtum heim- skautaref frá Íslandi, Grænlandi og Svalbarða. Íslensku refirnir þóttu oft góð dýr og sérstaklega brúnu dýrin sem voru með bláan tón í þelinu en þau dýr eru grunnurinn að hinum eiginlega Bláref. Orðrómur var í Noregi um að íslenskir veiðimenn teldu dýrin yfirleitt yngri við sölu en raunin var þegar þau voru metin við komuna til Noregs. Engu að síður var ánægja með þessi viðskipti á sínum tíma. Bæði silfur- og blárefirnir fjölg- uðu sér hratt og búum fjölgað ört og gott verð fékkst fyrir skinnin allt þar til heimskreppan og í framhaldi af henni heimsstyrjöldin síðari skall á. Í stríðinu hrundi markaðurinn og flest búin hættu starfsemi þrátt fyrir að nokkrir refabændur hafi þrauk- að talsvert lengi en refaeldi lagðist tímabundið af á landinu 1964. Verð á skinnum byrjaði aftur að hækka á áttunda áratug síðustu aldar og 1978 hófst refaeldi að nýju í landinu. Fluttur var inn blárefur frá Skotlandi og dýrunum var komið fyrir á nokkrum búum á Norðurlandi til að byrja með og fljótlega víðar um landið. Búum fjölgaði síðan hratt um allt land með tilheyrandi erfið- leikum í fóðurframleiðslu sem fyrst og fremst stafaði af þekkingarleysi. Við þetta bættist mikið verðhrun refaskinna á mörkuðum og ekki leið á löngu áður en flest refabúin fóru í þrot. Refarækt átti eftir þetta mjög erfitt uppdráttar og lognaðist endanlega út af árið 2009 þegar síðasta búið hætti rekstri en það var Hrólfsstaðir á Jökuldal. Í dag er ekkert refabú starfandi á landinu. Skoffín og skuggabaldur Í íslenskri þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Skuggabaldur er hins vegar afkvæmi sömu dýra en þar sem móðirin er refalæða. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að lítil hætta stafi af skoffín- um þar sem þau séu yfirleitt drepin áður en þau komast á legg þar sem móðirin er oftar en ekki heimilis- köttur. Skuggabaldur er hins vegar öllu viðsjárverðara kvikindi sem gerast dýrbítar séu þeir ekki drepnir. Í lokin er vert að minnast á frægan ref í leikhúsbókmenntunum. Þar er að sjálfsögðu átt við Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi sem sagði svo réttilega „hvorki gras né garða- kál borðar heilbrigð sál.“ Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.