Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Uppaf Samson drátt- arvélaframleiðand- ans ná rekja til járn- smiðju í Kaliforníu- ríki sem bar heitið Samson Iron Works. Eftir að járnsmiðj- an hóf framleiðslu á dráttarvélum breytt- ist heitið í Samson Tractor Company. Framleiðsla á bandarísku Samson dráttarvélum hófst árið 1900 og voru þær framleiddar í tæpan aldarfjórðung eða til ársins 1923. Nafnið Samson er biblíu- tilvitnun og því ætlað að vitna til um karlmannlegan kraft. General Motors samsteypan yfirtók reksturinn 1917. Nýju eigendurnir breyttu nafninu í Samson Sieve-Grip Tractor Company og hófu samhliða drátt- arvélaframleiðslunni framleiðslu á vöru- og einkabílum undir vöru- merki Samson árið 1920. Samkeppni við Ford Hugmyndin að baki yfirtöku General Motors á Samson var að fara út í samkeppni við Ford á dráttarvélamarkaði sem fram- leiddi hin geysivinsæla Fordson traktor. Eftir kaupin var drátt- arvélaverksmiðja Samson tekin í sundur skrúfu fyrir skrúfu og flutt frá Kaliforníu til Wisconsin-ríkis með mikill fyrirhöfn og ærnum kostnaði. Fyrsti traktorinn sem Samson setti á markað kallaðist Sieve-Grip og náði talsverðri sölu. Traktorinn sem var þungur og klunnalegur var 12 hestöfl og einn gír aftur á bak og áfram. Vélin eins strokka og gekk fyrir bensíni og parafín- olíu. Týpu heitið, Sieve-Grip, vís- aði til hjólanna sem voru þrjú og úr stáli og hönnuð til að ná sem bestu gripi. Vöru- og einkabílar Fyrsti Samson vörubíllinn var settur á markað 1920. Mótorinn var fjögurra strokka, 26 hestöfl og framleiddur af Chervolet. Þrátt fyrir öfluga auglýsingaherferð floppaði Samson vörubíllinn ger- samlega og var framleiðslu hans hætt eftir þrjú ár. Sömu hörmungarsögu er að segja um Samson einkabílinn sem var markaðssettur sem fyrsti bíll- inn sem hannaður var með þarfir bænda í huga. Bifreiðin var kölluð The Whole Family Car og tók níu í sæti. Mótorinn var einnig fram- leiddur af Chervolet. Stjórnendur General Motors voru stórhuga í áætlunum sínum og til stóð að framleiða 2.250 árið 2019 og 5.000 árið eftir. Raunin varð aftur á móti sú að aðeins einn, frumgerðin, var framleiddur. Samson Whole Family Car er eini bíllinn sem Genaral Motors hefur hætt við framleiðslu á áður en hann var settur á markað. Nokkrar týpur af dráttarvélum Í framhaldi af fyrstu dráttarvél- inni komu nokkrar týpur, Samson Sieve Grip 10-25 sem var skráð- ur 10 til 25 hestöfl og í kjölfarið Samson Sieve Grip Model 30X og Samson Model S-25. Samson Model M var fjögurra hjóla og segir sagan að meðan á framleiðslu þessarar týpu stóð hafi tíu slíkir verið framleiddir á dag. Upprunalegt verð var 650 banda- ríkjadalir og ekki nóg til að skila hagnaði af framleiðslunni. Verðið var fljótlega hækkað í 840 dali en við það varð dráttarvélin of dýr og fyrir vikið ekki samkeppnisfær á markaði. Síðasta dráttarvélin sem var framleidd undir vörumerki Samson var Model D „Iron Horse“. Model D var með fjögurra strokka Chervolot mótor. Járnhesturinn var án öku- mannssætis og gekk stjórn- andinn aftan við traktorinn og stjórnaði honum þaðan. Framleiðslu á Samson dráttarvélum, vöru- og einka- bílum, var hætt árið 1923. Endanlegt tap General Motors á yfirtökunni á Samson er sagt hafa verið 33 milljónir banda- ríkjadalir sem er mikið fé í dag en var talsvert meira á þriðja áratug síðustu aldar. /VH Samson – tómt klúður Solis er nýlegt nafn í íslenskum dráttarvélaheimi, en þar er um að ræða dráttarvélar sem framleidd- ar eru á Indlandi. Virðast þær vera að vekja lukku hér á landi sökum lágs verðs og einfaldleika. Fyrirtækið Solis á Íslandi hóf innflutning á þessari tegund í maí 2016. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvernig mönnum hafi tek- ist að fóta sig í harðri samkeppni á markaðnum. Við opnunina í maí kom Amit Adya vélaverkfræðingur sem full- trúi Solis til landsins. Markmið hans var að gera úttekt á nýja umboðsfyr- irtækinu og sjá til þess að það stæð- ist kröfur Solis. Amit varði fimm dögum á Íslandi og tók m.a út nýjan sýningarsal Solis sem er staðsettur í Súðarvogi 6. Var hann afar hrifinn af því sem hann sá, að sögn Ingvars Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Viðtökur framar vonum Ingvar segir að viðtökurnar hafi síðan verið framar vonum. „Við erum komnir með 5% markaðshlutdeild. Fyrstu vélarnar fóru frá okkur til nýrra eigenda í ágúst og 8 vélar voru seldar á síð- asta ári. Stærsta fáanlega vélin frá Solis á Evrópumarkaði sem stendur er 90 hestöfl. Af þessum átta vélum sem við höfum selt eru fimm með 90 hestafla mótor og eru þær nú upp- seldar hjá okkur. Hinar vélarnar eru minni, en minnsta vélin frá Solis sem við höfum tekið til landsins er aðeins 26 hestöfl, en hægt er að fá enn minni vél.“ Ingvar segir að þar sé um að ræða vélar sem jafnist á við svokallaða liðléttinga. Hins vegar séu þær með aflúrtaki og öðru líkt og stærri vél- arnar. „Þá erum við með margvíslega fylgihluti fyrir þessar litlu dráttar- vélar, eins og snjótennur, sláttuvélar, tætara og meira að segja kartöflu- upptökuvélar.“ Solis vélar seldar í yfir 80 löndum Solis dráttarvélarnar hafa verið fáan- legar í Evrópu frá 2012. Töluvert hefur selst af þeim í Evrópu. Þá eru þær mikið seldar í Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku en þær hafa selst við góðan orðstír í yfir 80 löndum. Solis er einn af þremur stærstu dráttarvélaframleiðendunum í Indlandi. Þeir framleiða og selja í kringum 90.000 vélar á ári. Sérstaðan fólgin í einfaldleikanum og lágu verði Velgengni indverska risans er fólgin í einfaldleika og verði vélanna. Við sölu á Solis hér á landi verða lagðar sömu áherslur. „Markmiðið er að vera alltaf með lægsta verðið miðað við sam- bærilegar vélar frá öðrum framleið- endum,“ segir Ingvar. Hann segist óhikað geta fullyrt að Solis á Íslandi bjóði lægsta verðið og muni þar að minnsta kosti milljón á 90 hestafla Solis vél og sambærilegum vélum frá helstu samkeppnisaðilum. Hann segir þó ekki sanngjarnt að bera Solis saman við dýrustu dráttarvélamerk- in sem eru allt öðruvísi útbúnar og mjög tæknivæddar. Standast evrópska staðla Vélarnar sem eru í boði á Evrópumarkaði eru framleiddar eftir evrópskum stöðlum og standast alla mengunarstaðla álfunnar. Vélarnar eru í boði með eða án húsa. Menn eru hrifnir af einfaldleikanum Ingvar segir að þeir sem skoðað hafa Solis, prófað og keypt séu mjög hrifnir af einfaldleikanum. Það er sama reynsla og lesa má um m.a. í viðtölum við írska og enska bændur. „Þarna eru menn að mestu laus- ir við allan hátæknitölvubúnað og geta í flestum tilfellum gert við sínar vélar sjálfir. Þeir þurfa ekki að byrja á því að hringja í vélaverkfræðing til að lesa á tölvur ef eitthvað bilar. Allt hefur þetta þó sína kosti og galla. Ingvar segir að verktaki á Suðurlandi hafi fengið lánaða vél hjá þeim í fyrrasumar til að slá 30 hektara sem hann gerði á tveim dögum. Hann hafi sérstaklega getið þess að verki loknu hversu olíueyðslan hafi verið lítil. Var hann að nota sömu sláttuvél og hann var vanur að nota á mun öflugri 150 hestafla dráttarvél. − Hvað með framhaldið? „Það eru sex nýjar vélar að koma til landsins nú í febrúar. Við höldum því ótrauðir áfram,“ segir Ingvar Sigurðsson. /HKr. Indverskar dráttarvélar að hasla sér völl á Íslandi: Einfaldleikinn og lágt verð er lykillinn að góðum árangri − Seldar voru 8 vélar á síðasta ári og 6 nýjar á leiðinni í febrúar Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Solis á Íslandi, ásamt Amit Adya, vélaverkfræðingi og fulltrúa Solis á Indlandi, og Jóni Vali Jónssyni, sem er eigandi að fyrirtækinu ásamt Ingvari tengdasyni sínum. Solis framleiðir hefðbundnar dráttarvélar í nokkrum stærðum, en einnig smávélar sem henta m.a. vel sveitarfélögum við gangstígahreinsun og slátt. Solis dráttarvélar á landbúnaðartækjasýningu í Hanover í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.