Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Fagmenn SS á Hvolsvelli eru þessa dagana að leggja lokahönd á framleiðslu súrmatarins fyrir kom- andi þorra. Sláturfélagið fagnar 110 ára afmæli á þorranum, en félagið var stofnað við Þjórsárbrú 28. janúar 1907. Hermann Bjarki Rúnarsson, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir að í gegnum áratugina hafi kjötiðnaðarmeistarar SS lagt metnað í fram- leiðslu þorramatar þar sem gamlar hefðir og aðferðir eru í hávegum hafðar. Þorramatur eins og gott vín „Líkt og með góð vín sem standast gæðakröfur ár eftir ár, er blæbrigðamun- ur á þorramat frá ári til árs. Framleiðsla á súrmat er langt ferli og hefst yfir- leitt síðsumars eða snemma hausts þegar hráefni er valið og fyrstu bitarnir lagðir í súr. Síðan hefst verk- unarferli þar sem grannt er fylgst með framvindu mála, sýrustigi, hitastigi, bragði og áferð frá degi til dags.“ Aðgangur að súrmats- kjallaranum er takmarkað- ur og aðeins fáir útvaldir fá að annast súrmatinn til að tryggja að verkunin sé eins og best verður á kosið. Það er því spennuþrungin stund þegar líður að ára- mótum og kjötiðnaðar- meistararnir bjóða upp á fyrstu bragðprufur og leggja árangurinn í dóm samstarfs- manna. Menn horfa, þefa, smakka, tyggja og smjatta og láta svo skoðanir sínar óspart í ljós. Tókst vel til í ár „Í ár þykir vel hafa tekist til og segja menn að bragð súrmatarins endurspegli góða veðráttu síðastliðið sumar. Lömb komu væn af fjalli og hráefnið því óvenjugott og með keim af lyngi og vallhumli. Af sömu ástæðum hafi skyrmysa í ár skilað einstöku súrbragði með undirliggj- andi bragði af grængresi,“ segir Hermann Bjarki Rúnarsson, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. /VH Sláturfélag Suðurlands 110 ára: Bragð þorramatar endurspeglar veðráttu síðastliðins sumars Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Þ ó nokkuð af bókum barst inn á heimili okkar Petru Bjarkar um síðustu jól. Þrátt fyrir gyllandi umsagnir gagnrýnenda þótti okkur sem hefði mátt komast af án þeirra. Það er nefnilega einu sinni svo, að smekkur fyrir tilteknum bókum er verulega einstak- lingsbundinn, og ekki til nein algild regla fyrir bókasmekk. Hvað mesta gleði vakti heimilisfólki eitt lítið „lettersbréf“, sem barst okkur að baki jólum, eða réttara sagt 10. janúar sl. Bréfið var frá Indriða Aðalsteinssyni, bónda á Skjaldfönn. Líkt og margir þekkja, þá fékk Indriði fé sitt vistað í fyrravetur hjá vinum sínum á Ströndum meðan hann dvaldi ásamt Lóu konu sinni í Hveragerði. En Indriði hélt aftur heim þegar leið á vetur, sótti sitt fé úr fóstri og tók upp þráðinn við bústang sem fyrr var hans venja. Bréf Indriða kallar hann jólabréf, og er eins konar ársskýrsla (annual report) síðasta árs. Kominn til Hveragerðis orti Indriði: Auðgar drjúgum anda minn allt sem hér um slóðir finn. Kyssir ánægð karlinn sinn Hveragerðisdrottningin. Indriði fór auðvitað með konu sinni Lóu á þorrablót þar syðra: Nú mun brátt um byggðir lands, borið upp af fornri rót, að menn langi í drykkju og dans og drífi sig á þorrablót. Indriði fylgdist nú með heimsfréttum af meiri gjörhygli en gjarnt var, enda ekki bundinn af málaverkum. Fréttir af flótta- mannastraumi voru daglegt fréttaefni: Yfir gresjur, heiðar, höf, haldin dauðaótta, milljónir að nyrstu nöf nú eru á flótta. Að áliðnum apríl 2016 er svo Indriði kom- inn vestur að Skjaldfönn með fé sitt allt sem fóstrað var á Ströndum. Færist líf í fjallageim. Frostsins veldi hallar. Kindur mínar komnar heim, kyssi ég þær allar. Forsetakosningarnar voru í algleymi, og Indriði fylgdist með: Davíð er margt til lista lagt, líkar ekki gengi slakt. Skeiðar að marki skrefum hröðum skemmtanastjóri á Bessastöðum. Guðni æddi alla leið, ekki nærri að falla. Öflug þó við endaskeið að honum sótti Halla. En hugurinn fló oft til hamingjustunda í Hveragerði: Við áttum saman gæskan, góða daga sem gullnum bjarma stafar jafnan frá, og mikilvægt að halda þeim til haga er hjartað kvelst af trega og eftirsjá. Afmælisdagur Lóu gleymdist stundum eins og gengur. Daginn þann batt Indriði í rím svo aldrei gleymdist: Sjöundi ágúst er sólskinsdagur, sjöundi ágúst er bjartur og fagur. Hann vil ég meitla í huga minn. Hann er afmælisdagurinn þinn. Svo leið að smaladögum: Fallega húfan er fokin sinn veg og farinn að kólna minn skalli. Norðaustanáttin er andstyggileg uppi á Skjaldfannarfjalli. Sauðkindin er sál vors lands, sómi og prýði eigandans. Flytur líf í fjallasal, færir arð um strönd og dal. 171 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Starfsmenn með 2017-árganginn af blönduðum SS súrmat. Alicja Poplawska, Halina Poplawska, Pawel Bokiniec, Hermann Bjarki Rúnarsson og Rebecca Antioquia. Hermann Bjarki Rúnarsson verkstjóri með fötum af 2017 árgerðinni af SS súrmat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.