Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Sumum kann kannski að þykja að verið sé að bera í bakkafullan læk að fjalla hér meira um stöðu vatnsmála í heiminum. Ekki verður þó fram hjá því horft að vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni og því skiptir máli að fólks sé meðvitað um stöðu mála. Eins og fjallað hefur verið um í Bændablaðinu á liðnum vikum, misserum og árum, þá mun skortur á neysluvatni verða uppspretta vax- andi átaka í heiminum á komandi árum. Það er ekki einhver hugsan- legur fjarlægur möguleiki heldur eru slík átök þegar hafin. Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, benti á þessa hættu fyrir fjölmörgum árum. Þótt innrásin í Írak og átökin sem þar hafa fylgt á eftir, m.a. með stríði í Sýrlandi, hafi snúist að verulegu leyti um yfirráð yfir olíuauðlindum, þá er vatnsskortur í þessum löndum ekki síður uppspretta blóðugra átaka og landflótta. Íran og Indland gætu hæglega orðið næstu risavöxnu dæmin um flótta fólks frá vatns- lausum svæðum á komandi árum. Kemur við íslenska ferðamenn í útlöndum Á slóðum mikils fjölda íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum er staðan fyrir löngu orðin þannig að útilokað væri að halda uppi ferða- þjónustu sem aðalatvinnuvegi eyjanna án þess að flytja inn vatn og eima sjó í stórum stíl. Líklega leiða fæstir ferðamenn huga að þessu risamáli þegar þeir sleikja sólina á gulum sandströndum. Þær eru reyndar sumar manngerðar úr innfluttum sandi, sem jafnvel hefur verið sóttur til Ameríku. Þetta hljómar vissulega undarlega þegar þess er gætt að Gran Canaria er ekki nema í um 150 kílómetra fjarlægð frá strönd Afríku þar sem Sahara, stærsta eyðimörk heims, er með öllum sínum sandi. Uppistöðulón nær vatnslaus Í lauslegri skoðun undirritaðs á stöðu uppistöðulóna á eyjunni Gran Canaria á dögunum kom í ljós að í þeim er nú sáralítið vatn, einmitt á þeim tíma árs sem þau ættu undir eðlilegum kringum- stæðum að vera fleytifull. Stöðuna í dag á þessari eyju má þó rekja langt aftur í tímann, eða til þess er Spánverjar hrifsuðu eyjarnar úr höndum frumbyggja á fimmtándu öld. Ákvörðun Spánverja um að hefja þar stórfellda sykurreyrsrækt- un, varð síðan til þess að skógar eyddust á skömmum tíma og sjálf- bær vatnabúskapur eyjanna var um leið eyðilagður til frambúðar. Þetta hefur verið að endurtaka sig víða um heim með aukinni ásókn fjölda þjóða eftir hagkvæmu ræktarlandi til að framleiða fæðu fyrir sína íbúa. Á vefsíðu revealnews.org má líka sjá dæmi um átök sem raun- verulega rekja upptök sín til átaka um vatn. Þessi vefsíða er gerð út af The Center for Investigative Reporting (CIR) sem leið fyrir rannsóknarblaðamenn til að vekja lýðræðislega umræðu um hluti sem aflaga hafa farið. Í grein á vefsíðunni þann 14. janúar má finna athyglisverða grein eftir blaðamanninn Natan Halverson um áhrif vatnsskorts á samskipti fólks. Bendir hann m.a. á það sem er að gerast í Kaliforníu þar sem óheft uppdæling á grunnvatni er að eyðileggja gríðarlega verðmætt ræktarland til framtíðar. Þar er jörð farin að falla saman í takt við það sem vatnið er tæmt úr jarðlögunum. Afleiðingin verður eyðimörk. Fyrsta vatnsstyrjöld heimsins hófst í Yemen Bent er á þau átök sem geisað hafa í Ymen í Mið-Austurlöndum um árabil. Þar hafa yfir 10.000 manns verið drepnir í blóðugum átökum sem utan frá séð hafi virst stafa af átökum um yfirráð yfir landsvæði. Athuganir rannsóknarblaðamanna hafa þó opnað augu fólks fyrir því að raunveruleg rót átakanna í Yemen var skortur á neysluvatni. Átökin í Yemen kunni því að vera fyrsta eiginlega vatnsstyrjöldin í heiminum. Natan Halverson skrifaði einnig grein á vefsíðu revealnews.org þann 11. apríl 2016. Þar segir hann að þegar uppreisn og átök breiddust út í Yemen árið 2009 hafi Stephen Seche, sendiherra Bandaríkjanna í landinu, sent frá sér svohljóðandi skeyti: „Vatnsskortur hefur leitt örvæntingarfullt fólk til að grípa til örvæntingarfullra aðgerða sem hafa ógnvænlegar afleiðingar í för með sér.“ Í skeyti sem Seche sendiherra sendi til yfirvalda í Washington þann 22. september lýsti hann samtali sem hann hafði átt við „vatnsmálaráðherra“ Yemen. Lýsti ráðherrann stöðunni þannig að vatnsskorturinn í Yemen væri mesta ógnin við stöðugleika þjóðfélagsins í komandi framtíð. Greindi hann frá því að um 70% af ólöglegum vega- tálmum, sem komið hafi verið upp, hafi verið reistir af reiðum íbúum sem hafi verið að mótmæla vatns- skorti. Reiðin sem undir kraumaði hafi síðan leitt til átaka. Inn í þessar deilur hafa svo spunnist ættbálka- og trúarbragðaátök shía- og súnní- -múslíma sem njóta hernaðarstuðn- ings Írana annars vegar og Sádi- Araba hinsvegar sem hafa aðgang að bandarískum hátæknivopnum. Uppistöðulónin tæmast Skömmu seinna sendi Seche enn eitt skeytið þar sem fram kom að í 14 af 16 vatnsuppistöðulónum landsins væri ekkert vatn lengur. Allt þetta fékk þó litla umfjöllun í fjölmiðlum og lítið skeytt um að greina fólki frá því að grunnvatns- brigðir landsins væru að hverfa. Vatnsskortur líka orsök átaka í Sýrlandi Natan Halverson segir svipuð skeyti hafa verið send frá Sýrlandi sem hafi verið vísbending um það ofbeldisfulla hrun samfélagsins sem í vændum var og orsakaði það að flóttamenn þaðan flæddu yfir Evrópu. Það hafa því ekki verið vopnuð átök sem var orsakavaldur- inn, heldur skortur á neysluvatni sem leiddi til uppreisnar og átaka. Þegar vatnsbrunnar þorna upp verð- ur afleiðingin sú að akrarnir deyja, fólk verður hungrað og þyrst og einnig reitt vegna ástandsins. Halverson segir að leynileg skeyti opinberra starfsmanna sem Wikileaks hafi gert opinber 2015 gefi nú nýja sýn á hvernig skortur á vatni hafi kynnt undir borgarastyrj- aldir í Yemen og í Sýrlandi. Þau sýni einnig að konungur Sádi-Arabíu, nágrannaríkis þessara landa, hafi skipað fyrirtækjum í sínu landi til að tryggja sinni þjóð aðgengi að ræktarlandi víða um heim. Síðan hefur vandinn bara aukist. Þannig hefur Bændablaðið m.a. áður greint frá því að Sádi-Arabar hafa verið stórtækir í kaupum á landi í Kaliforníu. Þar hafa þeir einkum ræktað refasmára sem síðan er nýttur sem fóður fyrir kýr í Sádi- Arabíu. Þannig nýta þeir bandarískt vatn, sem reyndar er þegar af skorn- um skammti, til að spara það litla vatn sem Sádi-Arabar hafa aðgengi að heima fyrir. Íhugunarefni fyrir Íslendinga Í þessu ljósi hljóta Íslendingar að fara að íhuga sína stöðu varð- andi það sem er að gerast hér á landi. Erlendir ríkisborgarar, oft með aðstoð ríkra Íslendinga, hafa verið að kaupa upp stór landsvæði og heilu árnar á liðnum árum og misserum án þess að yfirvöld virð- ist hafa af því nokkrar áhyggjur. Ef fram fer sem horfir gætu Íslendingar hæglega orðið leigu- liðar í sínu gamla landi á skömm- um tíma. Þá yrði þjóðin með öllu áhrifalaus um hvað verður um þeirra verðmætustu auðlind, nefni- lega vatnið. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir afstöðu stjórnmála- manna um þessi mál. Helst hefur það verið Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sem vakið hefur máls á þessu af einhverri alvöru og á hann heiður skilið fyrir það. Einn angi af þessari hættu eru hugmyndir sem settar hafa verið fram í fúlustu alvöru um að rík- issjóður selji frá sér til einka- aðila orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun. Þetta fyrirtæki er með gríðarlega víðtæk og verð- mæt réttindi til nýtingar á vatni til orkuframleiðslu. Frekari verðmæti geta líka legið í nýtingu þess vatns og því hlýtur að skipta máli hver ræður yfir þeim rétti. /HKr. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING Trúarleg áhrifasvæði shía-múslima (dökkgræn) og súnní-múslima (ljósgrænt). Lélegt aðgengi og skortur á neysluvatni er nú talin meginorsök borgarastyrjaldar sem nú geisar í Yemen. Á ferðamannaeyjunni Gran Canaria, sem fjöldi Íslendinga þekkir mjög vel, eru neysluvatnsuppistöðulón nær tóm á þeim tíma sem þau ættu að öllu - borði lóns vestan við hið þekkta kennileiti Roque Nublo miðað við að lónið sé fullt. Mynd / HKr. − Íhugunarefni fyrir íslendinga sem hægt og hljótt eru að verða að leiguliðum í eigin landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.