Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
Sigurjón Erlingsson, sem á
sæti í stjórn Skálafélagsins um
Tryggvaskála á Selfossi, færði skál-
anum nýlega hermannahjálm að
gjöf en hann barst austur að Hvoli
í Fljótshverfi úr hermannabragga
í Reykjavík eftir stríðslokin 1945.
Um 30 hermannabraggar voru
beggja megin við Ölfusárbrú á
stríðsárunum og hermenn komu
mikið í Tryggvaskála. Haustið 1940
tók breski herinn á leigu um tíma
stóra salinn í Tryggvaskála og þrjú
herbergi uppi á meðan þeir voru að
reisa fyrstu braggana. /MHH
Fréttir
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra hefur breytt skipan
samráðshóps um endurskoðun
búvörusamninga. Svanfríður
Jónasdóttir, fyrrverandi sveitar-
stjóri Dalvíkurbyggðar og fyrr-
verandi alþingismaður, verður
formaður hópsins.
Í fréttatilkynningu frá land-
búnaðar ráðuneytinu segir að við
endurskoðun á fulltrúum í samráðs-
hópnum hafi sérstaklega verið horft
til þess að auka vægi umhverfis- og
neytendasjónarmiða í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Svanfríður Jónasdóttir, fyrr -
verandi sveitarstjóri Dalvíkur-
byggðar og fyrrverandi alþingis-
maður, verður formaður hópsins.
Fulltrúum fjölgað um einn
Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr
tólf í þrettán. Umhverfisráðherra
tilnefndi einn fulltrúa og Félag
atvinnurekenda einn, til viðbótar
þeim sem þegar voru skipaðir sam-
kvæmt tilnefningu.
Skipan þriggja fulltrúa af fimm
sem fyrri ráðherra skipaði án til-
nefningar hefur verið afturkölluð.
Í þeirra stað hefur ráðherra skipað
Brynhildi Pétursdóttur, fyrrver-
andi alþingismann og starfsmann
Neytendasamtakanna, og Svanfríði
Jónasdóttur.
Fulltrúarnir sem viku voru
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir,
sem var formaður hópsins, Björg
Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.
Nýjan samráðshóp um endur-
skoðun búvörusamninga skipa:
Svanfríður Jónasdóttir, formað-
ur (skipuð af ráðherra), Brynhildur
Pétursdóttir (skipuð af ráðherra),
Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af
ráðherra), Jóna Björg Hlöðversdóttir
(skipuð af ráðherra), Þórunn
Pétursdóttir (umhverfisráðherra),
Páll Rúnar Mikael Kristjánsson
(Félag atvinnurekenda), Róbert
Farestveit (Alþýðusamband
Íslands), Ólafur Arnarsson
(Neytendasamtökin), Andrés
Magnússon (Samtök atvinnulífsins),
Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök
Íslands), Björgvin Jón Bjarnason
(Bændasamtök Íslands), Elín Heiða
Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)
og Helga Jónsdóttir (Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja).
Stjórnarliðar ekki allir sáttir
Haraldur Benediktsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, formaður fjár-
laganefndar Alþingis og fyrrverandi
formaður Bændasamtaka Íslands, er
ekki sáttur við breytingar Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra á skip-
an samráðshóps um endurskoðun
búvörusamninga. Í samtali við vef-
miðilinn Eyjuna fyrir skömmu sagði
Haraldur m.a.:
„Ég hef áhyggjur af þeirri sátt
og nálgun um endurskoðun búvöru-
samninga sem atvinnuvega nefnd
þingsins undirbjó við afgreiðslu
búvörusamninga á síðasta kjör-
tímabili í góðri samvinnu við flesta
stjórnmálaflokka á þingi og við
Gunnar Braga Sveinsson, þáverandi
landbúnaðarráðherra. Ég óttast að
þetta sé í hættu núna, að vinna að
breiðri sátt um íslenskan landbún-
að, eftir þessar vendingar hjá nýjum
landbúnaðarráðherra, Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur.“
Haraldur sagðist ekki skilja
þann gjörning að skipa Svanfríði
Jónasdóttur, fyrrverandi þingmann
Þjóðvaka og Samfylkingar, í stöðu
formanns samráðshópsins.
„Ég skil ekki þennan snúning
Þorgerðar Katrínar. Hér sjáum
við vikið til hliðar úr formennsku
hópsins konu sem er hafin yfir
flokkapólitík. Guðrún Rósa
Þorsteinsdóttir kom úr háskóla-
samfélaginu. Skipan hennar í for-
mennsku var ekki síst vegna þess
að Gunnar Bragi var að reyna að
lyfta starfinu við búvörusamning-
ana yfir flokkapólitíkina. Í staðinn
er settur flokkspólitískur formað-
ur. Nú má ekki misskilja mín orð.
Svanfríður er örugglega hin vænsta
kona, búin að vinna gott starf fyrir
sitt byggðarlag. En hún kemur úr
stjórnarandstöðuflokki og er sett
af stjórnarráðherra yfir nefnd sem
við í meirihlutanum berum ábyrgð
á. Þetta eru ekki góð vinnubrögð.“
/VH/HKr.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga:
Fulltrúum fjölgað um einn
Íslandshótel hafa samið við arki-
tektastofuna Kollgátu um hönnun
á allt að 120 herbergja hóteli
í miðbæ Akureyrar á reit sem
kenndur er við Sjallann. Hótelið
mun verða rekið undir nafni
Fosshótela.
Norðureignir ehf., sem er dóttur-
félag Íslandshótela, keyptu Sjallann
og þann byggingarétt, sem fylgir
eigninni, í fyrra. Unnið er að hönnun
hótelsins í góðu samstarfi við bæjar-
yfirvöld og verða fyrstu drög kynnt
fljótlega. Þar sem um mikilvæga
byggingu er að ræða verður í hönnun
hússins tekið mið af sögu Sjallans,
segir í frétt á vefsíðu Fosshótela.
Að hluta til skíðahótel
Það er mikill vaxtarbroddur í ferða-
mennsku á Norðurlandi en spáð hefur
verið allt að 20% fjölgun ferðamanna
á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í
uppbyggingunni á svæðinu og sem
dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega
endurbætt verulega og er nú orðið að
stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands.
Þessi gríðarlega aukning ferðamanna
fyrir norðan hefur aðallega verið yfir
sumartímann en vetrarferðamennsk-
an hefur átt erfiðara uppdráttar.
Líklegt er að auknar flugsamgöngur,
opnun á Vaðlaheiðargöngunum og
Demantshringnum árið 2018 muni
verða til þess að Norðurlandið verði
eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir
vetrartímann.
Íslandshótel eru að leggja sitt af
mörkum til að efla Norðurlandið sem
áfangastað allt árið. Fyrirhugað er að
hið nýja hótel verði að hluta skíða-
hótel sem mun án efa hafa jákvæð
áhrif á vetrarferðir fyrir landsvæðið
en Norðurlandið býður upp á mestan
fjölda af skíðasvæðum á Íslandi.
Framkvæmdin, sem verður í
höndum Beka ehf., fer fram í tveimur
áföngum þar sem þeim fyrri verður
lokið 2018. Bygging hótelsins mun
verða góð innspýting fyrir vinnu-
markaðinn á Akureyri þar sem mikill
fjöldi mun starfa við framkvæmd-
ina sjálfa auk þess sem við opnun
hótelsins munu verða til um 40–50
starfsgildi. /MÞÞ
Íslandshótel byggja nýtt 120
herbergja hótel á Akureyri
Fyrsta verk landbúnaðarráðherra nýrrar ríkisstjórnar var að stokka upp í samráðshópi, sem nýbúið var að skipa
ráðherra
Mynd / HKr.
Lamb Inn á Öngulsstöðum hefur
fengið sérstaka upprunaviður-
kenningu Landssambands sauð-
fjárbænda og var fyrsti veitinga-
staðurinn á landsbyggðinni til að
hljóta þessa viðurkenningu og sá
þriðji í röðinni á landsvísu.
Um er að ræða nýtt markaðsátak
sauðfjárbænda þar sem tilgangurinn
er að ná til erlendra ferðamanna og
sýna þeim hversu afurðir íslensku
kindarinnar séu framúrskarandi
hreinar og góðar.
Sambandið afhendir öllum þeim
sem vinna ekta íslenskar afurðir úr
sauðfé sérstakt upprunamerki sem
prýða mun veggi veitingastaða og
sömuleiðis þess fatnaðar sem fram-
leiddur er hér á landi úr íslenskri
ull. Ekki dugar að láta prjóna
„íslensku“ lopapeysuna í Kína eða
öðrum löndum. Þetta er afrakstur
stefnumörkunar í markaðssókn
sauðfjárafurða.
Skilar sér í hollu kjöti sem
rómað er fyrir bragðgæði
Í texta með viðurkenningunni má
finna þetta: Íslenskt sauðfé er alið
á sjálfbæran hátt í óspjallaðri nátt-
úru og lömbin sem fæðast á vorin
reika sjálfala á fjöllum yfir sum-
arið, drekka móðurmjólk og éta
næringarríkan fjallagróður. Þetta
skilar sérlega hollu kjöti sem er
rómað fyrir bragðgæði. Lagskipt
ullin af íslenska fénu fyrirfinnst
hvergi annars staðar og lopaklæði
og gærur hafa haldið hita á þjóð-
inni í óblíðri íslenskri veðráttu í
meira en þúsund ár. Stofninn kom
til landsins með landnámsmönn-
um og er óspilltur og einstakur.
Bændur eru vörslumenn landsins
og búa enn á fjölskyldubúum eins
og forfeður þeirra en hafa tileinkað
sér það besta úr nútíma tækni og
vísindum. Féð er alið á vistvænan
hátt undir ströngustu reglum um
dýravelferð, án aðskotaefna, erfða-
breytts fóðurs eða hormónagjafar.
Íslenskt sauðfé er nátengt landinu,
menningu þjóðarinnar, siðum og
tungumáli og lambakjöt er sannar-
lega þjóðarréttur Íslendinga. Aðeins
ekta íslenskar afurðir bera þetta
upprunamerki sem endurspeglar
þennan sannleik og gildi íslenskra
sauðfjárbænda. /MÞÞ
Lamb Inn fær uppruna-
viðurkenningu frá LS
Hermannahjálmur gefinn Tryggvaskála á Selfossi
Mynd / MHH