Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 „Sauðfé er fljótt að læra og skynsamt“ − segir einn reyndasti dýratamningamaður landsins, Ásta Dóra Ingadóttir, sem býr í Mosfellsdal „Svo einkennilega sem það hljóm- ar þá sagði mamma mér að ég hefði nokkurra mánaða gömul séð einhvern bleikan tuskuhund. Hún fullyrti að við það hefði eitthvað gerst í höfðinu á mér.“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, aðspurð um það hvernig þessi ótæmandi áhugi á dýrum hafi byrjað. Ásta Dóra stofnaði hundaskólann Gallerí Voff árið 1991 eftir að hafa útskrifast úr hinum virta hundaskóla, The Northern Centre for Animal Behaviour á Englandi. Hún hefur einna mestu reynslu af dýratamn- ingum hér á landi og hefur tamið fjölda dýra fyrir leikhús, auglýsingar og bíómyndir. „Þegar ég var lítil átti ég fyrst heima í Garðsenda í Reykjavík en þrátt fyrir hundabann gengu nokkr- ir hundar oft lausir í hverfinu. Ég var mjög ung, kannski fimm ára, þegar ég tók hunda sem voru á ferli traustataki, setti þá í band, og fór með þá heim og gaf þeim mjólk. Síðan sleppti ég þeim bara út aftur. Ég flutti síðan í Árbæjarhverfið. Þar sem ég bjó í blokk var ekki möguleiki að vera með dýr, svo ég fór að fara upp í Víðidal og Fák og niður í Smálönd til að fá að fara á hestbak og vera innan um hestana.“ Dýraáhugi Ástu Dóru nær til allra dýra. Á yngri árum safnaði hún gras- möðkum í krukku og tók mýs með sér heim úr hesthúsunum við litla gleði annarra á heimilinu. „Mamma varð ekkert sérstaklega hrifin þegar mýsnar voru farnar að hlaupa upp gólfsíðar gardínurnar í stofunni og taka sér bólfestu uppi á gardínuköpp- unum.“ Kindin Skvetta lék í síðasta áramótaskaupi Eins og fyrr segir hefur Ásta Dóra rekið hundaskóla frá árinu 1991 og heldur hundanámskeið á öllum árstímum. Hún býr einnig með nokkrar kindur og hesta á búgarði sínum, Reykjahlíð í Mosfellsdal. Ásta Dóra var ung þegar hún fór að vinna í Tjaldanesi þar í nágrenninu og bjó þá í Reykjahlíð, sem hún síðar keypti. Dýrin hennar Ástu Dóru hafa leikið í sjónvarpi og kvikmyndum og í síðasta áramótaskaupi lék kindin Skvetta í fyrsta atriði þess. Þá þjálf- aði hún líka labrador-hundinn sem leikur í nýlegri og skemmtilegri auglýsingu frá Skeljungi. Þá hljóp kötturinn hennar, Jói, á eftir rauðum hnykli um allt hús í sjónvarpsaug- lýsingu. „Fyrstu þrjár kindurnar mínar fékk ég, móðurlaus lömb, frá Heiðar- bæ í Þingvallasveit, Síðan hefur þeim aðeins fjölgað. Ég fer með kindur og hunda daglega í göngutúra og rölti hér í nágrenninu ýmist upp í fjall eða í göturnar hér í kring. Ég skipti mér ekki mikið af þeim nema ef ég þarf að fara yfir þjóðveginn eða víkja fyrir umferð á götunum hér í kring. Þá gegna þær innkalli og koma á sprettinum og fá gras- köggla í verðlaun. Kindurnar njóta göngutúranna og þær narta, skoða og stangast á en ég þarf aldrei að þvinga þær til að koma með. Viðra líka sjálfa mig og alla hundana sam- tímis. Yfir fengi tímann fæ ég lánaða hrúta og þeir falla strax inn í hópinn og fara bara með í göngutúrana,“ segir hinn snjalli dýratemjari, Ásta Dóra Ingadóttir. /AG Ásta Dóra í daglegum göngutúr í Mosfellsdal með kindurnar sínar og hunda. Sjónvarpsstjarnan Skvetta gengur fremst. Myndir / Arnheiður Guðlaugsdóttir og í einkaeign -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.