Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Nú liggur fyrir uppgjör ársins 2016 um mjólkurframleiðslu kúabúa með mjaltaþjóna en upp- gjör sem þetta hefur hingað til verið gert annað hvert ár, en nú hefur verið gerð sú breyting á að uppgjörið er gert árlega þar sem útbreiðsla mjaltaþjóna er orðin mjög mikil á Íslandi. Alls voru um áramótin 150 kúabú með mjaltaþjóna í notk- un, en árið 2015 voru þau 135 og voru þessi 150 kúabú með alls 188 mjaltaþjóna sem er fjölgun um 23 mjaltaþjóna á einu ári. Enn einu sinni var sett nýtt met þegar horft er til innvigtunar mjólkur frá mjalta- þjónabúum en hlutfallið fór úr 37,2% árið 2015 í 41,8% árið 2016 og er þetta hlutfall það hæsta sem vitað er um í heiminum en Ísland hefur setið á þessu heimsmeti nú í tvö ár í röð. Á nýliðnu ári voru þrjár tegundir mjaltaþjóna hér á landi þ.e. GEA, Lely og DeLaval. 41,8% mjólkurinnar Undanfarin ár hefur hlutfall mjólk- ur frá mjaltaþjónabúum aukist jafnt og þétt og alls nam innvigtun frá þessum búum 62,8 milljónum lítra á síðasta ári. Það ár var heildarinn- vigtunin hér á landi 150,3 milljónir lítra og stóðu mjaltaþjónabúin því undir 41,8% allrar innveginnar mjólkur hér á landi. Þetta hlutfall er einnig það hæsta sem vitað er um í heiminum. Aukningin á innvigtun- inni frá mjaltaþjónabúum landsins var alls 6,5 milljónir lítra á síðasta ári eða sem nemur 15,7% á einu ári. Hvert bú með 418 þúsund lítra að jafnaði Að jafnaði var hvert mjaltaþjónabú að leggja inn 418 þúsund lítra á síðasta ári en til samanburðar má geta þess að önnur bú á landinu lögðu inn að jafnaði 181 þúsund lítra. Munurinn eru 238 þúsund lítrar sem er töluverð aukning á milli ára. Bilið í bústærð er því að aukast töluvert og eru mjaltaþjónabúin nú að jafnaði 2,3 sinnum stærri en bú sem nota hefðbundna mjaltatækni. Árið 2015 var þessi munur minni, en þá lögðu mjaltaþjónabúin inn að jafnaði 403 þúsund lítra og önnur bú 190 þúsund lítra. Tvö bú með meira en 500 þúsund lítra Árið 2016 var hvert mjaltaþjónabú með að meðaltali 1,25 mjaltaþjóna (118 bú með 1 mjaltaþjón, 27 bú með 2 mjaltaþjóna, 4 bú með 3 mjalta- þjóna og 1 bú með 4 mjaltaþjóna). Innvigtunin frá hverjum mjalta- þjóni var að jafnaði 334 þúsund lítrar á síðasta ári sem er aukning á milli ára um 5 þúsund lítra. Þó svo að um aukningu sé að ræða er dagljóst að nýtingu mjaltaþjóna hér á landi má stórbæta enda afar mikill munur á milli búanna þegar horft er til innvigtunar frá hverjum mjaltaþjóni að jafnaði. Árið 2015 var sett nýtt Íslandsmet þegar mesta mælda innvigtun frá einum DeLaval mjaltaþjóni fór í 541.053 lítra og komst ekki neinn mjaltaþjónn nálægt þessu meti í fyrra. Afurðahæsti mjaltaþjónn landsins var að þessu sinni Lely mjaltaþjónn með 514 þúsund lítra og næstur honum kom DeLaval mjaltaþjónn með 507 þúsund lítra. Fleiri mjalta- þjónar rufu ekki 500 þúsund lítra múrinn í fyrra en alls voru 14 bú sem lögðu inn meira en 450 þúsund lítra eftir hvern mjaltaþjón og er það nýtt met. Áður höfðu mest 10 bú náð þessum árangri. Þess má geta að öll þessi bú voru með einn mjaltaþjón hvert. Árið 2015 voru 22,4% mjalta- þjónanna sem skiluðu meira en 400 þúsund lítrum í afurðastöð en síðast- liðið ár voru það 26,7% svo ljóst er að nýting mjaltaþjónanna er að batna ár frá ári. Af þeim 40 kúabúum sem lögðu inn meira en 400 þúsund lítra eftir hvern mjaltaþjón voru einungis tvö þeirra með 2 mjaltaþjóna. Enn má auka nýtinguna Ef horft er til hámarks framleiðslu- getu miðað við innlagða mjólk frá hverjum mjaltaþjóni árið 2016 mætti fræðilega séð auka framleiðslu mjaltaþjónabúanna í 96,7 milljónir lítra án a.m.k. nýfjárfestinga í mjalta- tækninni sem slíkri, en auðvitað þyrftu aðrar aðstæður einnig að vera til staðar. Í raun svarar þetta til þess að nýting mjaltatækjanna í dag nemi um 64,4% sé horft til afurðasemi þess mjaltaþjóns sem mestu skilar á landinu öllu. Þetta hlutfall ætti að geta farið í um 70% en auðvitað er óraunhæft að ætla öllum að ná sama árangri við framleiðslu. 92,9% innvigtunarhlutfall Þegar skoðaðar eru niðurstöður skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og þær bornar saman við skráningar búa með mjaltaþjóna Íslensk mjaltaþjónabú setja aftur heimsmet - Hlutfall innvigtaðrar mjólkur frá mjólkurþjónabúum komið í 41,8% Aukið landbúnaðarsamstarf Norðmanna við Kínverja Síðastliðin sex ár hefur andað köldu í diplómatísku og pólitísku sambandi milli Norðmanna og Kínverja. Nú vona fleiri samtök og fyrirtæki í þessum geira eftir bættari samskiptum við Kínverja eftir að samband ríkjanna varð eðlilegra á ný í lok síðasta árs. Rannsóknarfyrirtæki í land búnaði fagna þessu skrefi og segir fram- kvæmdastjóri Norsku stofnunarinnar fyrir lífræna hagkerfið (NIBIO), Nils Vagstad, að þetta geti skipt sköpum fyrir þá og að sambandið geti leitt til þess að löndin verði samstiga í skuldbindingum í málaflokkum sem séu áhugaverðir fyrir bæði löndin. Eitt af markmiðum kínverskra stjórnvalda er að landið verði gild- andi í tækni og rannsóknum í land- búnaði. Nils segir Kínverjana vera vilj- uga til að fjárfesta þar sem þeir sjá tengslanet og tækifæri. Hann bendir einnig á að Kínverjarnir séu mjög uppteknir af gæðum vörunnar, hafi úr miklu fjármagni að spila og séu áhugasamir um það sem er fram- andi. Þetta gæti fært norskum mat- vælaframleiðendum ný og spennandi tækifæri á risamarkaði. /ehg - Bondebladet Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi Verslanakeðjan REMA 1000, bændaverslunin Felleskjøpet, Norgesmøllene AS og Meistara- bakararnir hafa nú komið á fót lífrænum sjóði í Noregi og var stofnféð rúmar 100 milljónir íslenskra króna. Markmið sjóðsins er að koma til móts við umframkostnað bænda sem skipta úr hefðbundnum land- búnaði yfir í lífræna kornræktun. Ferlið við að skipta yfir í lífræna ræktun tekur tíma og framleiðslan fer í gegnum breytingarferli og fyrir bóndann leiðir þetta af sér óöryggi og áskoranir í sölu á afurðum meðan á ferlinu stend- ur. Sjóðurinn á að tryggja þetta breytingarferli fyrir norska bænd- ur. REMA 1000 er eigandi sjóðsins en dreifing fjármuna verður tekin í sameiningu þeirra sem að sjóðnum koma. Markmiðið er að bændur sem skipta yfir í lífræna ræktun fái breytingartryggingu á sinni framleiðslu. Einnig er hugsunin á bakvið að þróa heildarvirðiskeðju fyrir lífræna kornræktun frá bónda til fullunninna vara í verslunum. Að auki mun verðmunur á líf- rænum matvælum og úr hefð- bundnum landbúnaði minnka án þess að bóndinn, kornmyllan eða kaupmaðurinn tapi á því. „Við finnum fyrir auknum áhuga á lífrænum matvælum og þess vegna viljum við gera aðgengi neytenda að þeim betri. Með sjóðnum tökum við saman stórt skref í lífræna átt sem við teljum að geti sett frekari kraft í framleiðsluna hér í landi,“ segir Lars Kristian Lindberg, fram- kvæmdastjóri deilda- og innkaupa hjá REMA 1000. /ehg - Samvirket UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM Hvergi í heiminum er hærra hlutfall innveginnar mjólkur frá kúm fengið með aðstoð mjaltaþjóna en á Íslandi. Ekki Lýðheilsa: Alvarleg tilfelli af fugla- flensu á Bretlandseyjum Nokkur alvarleg tilfelli af fuglaflensum af völdum H5NB veirusýkingar hafa komið upp á Bretlandseyjum frá síðustu ára- mótum. Verulegar líkur eru á að fuglaflensan breiðist út til annarra landa í Evrópu með vorinu. Ríflega 10.000 fasanar í Lancashire á Bretlandseyjum hafa undanfarna daga greinst með veirusýkingu sem kallast H5NB og veldur fuglaflensu. Sýkingarinnar varð vart við hefð- bundna læknisskoðun fuglanna og hefur þeim öllum verið fargað. Í janúar síðastliðnum kom upp H5NB veirusýking í kalkúnaeldi í Lincolnshire og þá var ríflega 6.000 fuglum fargað, annað tilfelli í kjúklingi í Welsh og enn annað tilfelli í Doset. Talið er að veira berist í alifugla með farfuglum og komið hefur til tals að banna útiveru alifugla á þeim árstímum sem far villtra fugla er mest. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.