Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það verður að segjast eins og er að það er stundum erfitt að skilja hvernig menn ætla sér að reka þetta þjóðfélag. Forgangsröðun er mjög svo ofnotað tískuorð pólitíkusa og eitt er víst að for- gangsmál sumra alþingismanna virðast vera ansi undarleg. Allir þykjast sammála um að það vanti gríðarlega mikla fjármuni til að reka heilbrigðis- og tryggingakerfið. Það er samt eitthvað mikið að í allri þeirri háværu umræðu. Lítið heyrist t.d. talað um hvort ekki sé hægt að reka einn hluta heilbrigðiskerfis- ins, þ.e. Landspítalann, á skilvirkari hátt en gert er. Langir biðlistar eru sagðir við- varandi vandamál og forstjórinn er dugleg- ur við að fá fjölmiðla til að birta myndir af löngum göngum, þéttsetnum, eða öllu heldur þéttlegnum af sjúklingum. Hátt er hrópað á nýjar byggingar með enn lengri göngum, en enginn talar um hvort hann verði í raun skilvirkari og léttari í rekstri en sá gamli. Ekki er heldur haft hátt um hversu margt fagfólk þarf til að manna alla þá ganga sem byggja á og hvað slíkt kostar. Svo ekki sé talað um hvernig leysa á aðgengisvandann að spítalanum sem staðsettur er í yfirfull- um bílabotnlanga á nesi sem hefur fáar útgönguleiðir sem allar eru yfirfullar af bifreiðum lungann úr deginum. Umferðarvandi höfuðborgarinnar er athyglisverður í ljósi þess að Íslendingar hafa sótt það fast að fá fleiri ferðamenn til að heimsækja landið. Því hljóta sam- göngur og vegakerfið að eiga að vera í forgangi ef dæmið á að ganga upp. Talað er um að bíleigendur séu nú þegar að greiða um 70 þúsund milljónir á ári í alls konar gjöld til ríkisins sem upphaflega voru öll eyrnamerkt vegagerð. Aðeins brot af þessu hefur verið nýtt til vegagerðar og viðhalds vegakerfisins. Það hlýtur að vera krafa greiðenda að peningarnir séu notaðir eins og upphaflega var ætlast til. Í samanburði við önnur ferðamannalönd eru Íslendingar hreinir molbúar. Vegakerfið er allt meira og minna að grotna niður. Brotið slitlag, rásir í vegi, einbreiðar brýr og fleira og fleira hafa leitt til ótölulegs fjölda óafsakanlegra slysa. Þessi slys hafa kostað spítalavist og mannslíf og þau auka líka álag á heilbrigðiskerfið til mikilla muna. Af hverju í fjáranum slá menn þá ekki tvær flugur í einu höggi og byrja á að leysa vandann þar sem uppruninn er og létta um leið álaginu af sjúkrastofnunum? Hægt er að nefna fjölmörg dæmi til samanburðar. Eitt þeirra þekkja margir Íslendingar mjög vel. Það er spænska eyjan Gran Canaria sem er með tæplega 850 þús- und íbúa. Í höfuðborginni Las Palmas búa rúmlega 380.000 manns. Til þessarar eyju komu vel yfir 6 milljónir ferðamanna í fyrra og um tvöfalt fleiri fóru þar um eina flug- völl eyjunnar, flestir vegna tengiflugs. Það væri útilokað fyrir eyjarskeggja að taka við öllum þessum ferðamönnum ef vegakerfið væri ekki í fullkomnu lagi. Las Palmas státar af gömlum og merk- um byggingum með mjög þéttum byggða- kjarna. Þar mun eldri og þéttari kjarni en í Reykjavík. Samt gátu menn leyst umferð- armálin til og frá borginni með glæsibrag. Þar skynjuðu ráðamenn að eina leiðin var að gera öflugar hraðbrautir með tengingum inn í borgina með slaufum og fjölda jarðganga. Þess vegna sér maður gríðarmikla umferð á aðalleiðum í gegnum borgina aldrei tefj- ast vegna umferðaljósa. Það er þveröfugt við Reykjavík, sem er ekki einu sinni hálf- drættingur hvað íbúafjölda varðar. Samt virðist ekkert eiga að gera hér til að leysa málin. Margs konar gæluverkefni, sem helst eru til þess fallin að auka á vandann, eins og þrengingar gatna, eru greinilega miklu framar í hinni fínu forgangsröð. /HKr. Erfitt að skilja Ísland er land þitt Háifoss er í Fossárdal innst í Þjórsárdal. Hann var lengi talinn vera annar hæsti foss landsins, eða 122 m, og kæmi þar næst á eftir Glym í Botnsá Mynd / HKr. Landbúnaðurinn er lifandi atvinnugrein, enda byggir hann á því að vinna með lifandi verur, bæði úr plöntu- og dýraríkinu. Það er enginn dagur eins í sveitinni og í því liggur einmitt aðdráttarafl hennar fyrir marga. Þróunin í íslenskum landbúnaði hefur verið mikil síðustu áratugina. Afurðir á hvern grip í búfjárræktinni hafa aukist verulega, jafnvel meira en nokkur hefði trúað fyrir fáum árum. Samhliða endur- skipulagningu mjólkuriðnaðarins frá grunni hefur búum í nautgriparækt fækkað mikið og þau stækkað. Af því hefur orðið mikil hag- ræðing sem hefur skilað sér til neytenda og bænda. Miklar breytingar hafa einnig orðið hjá öðrum afurðastöðvum. Fyrir fáum áratugum voru sauðfjársláturhús um 50 en eru núna 8. Framleiðendum í garð- yrkju hefur líka fækkað verulega en á sama tíma hefur þeim tekist að auka virði afurða sinna með skýrri upprunatengingu „þú veist hvaðan það kemur“. Sama hefur gerst í öðrum búgreinum. Öll þessi hagræðing hefur skilað sér í lægra verði til neytenda, en hún hefur ekki verið sársaukalaus. Störfum hefur fækkað og innviðir sumra samfélaga í dreifbýlinu hafa veikst. Þrýstingur hefur um langt árabil verið á sífellt lægra verð og meiri hagræðingu og svo er enn. Tvær stuðningsstoðir Stuðningur við landbúnað hérlendis er eins og kunnugt er byggður upp á tveimur stoðum. Annars vegar er um að ræða beina styrki sem kveðið er á um búvörusamningum og hins vegar tollvernd sem kveðið er á um í lögum. Báðar eru mikilvægar undirstöður og önnur verður ekki felld niður án þess að það hafi áhrif á hina. 90% landbúnaðarafurða ESB-tollfrjálsar Tollvernd hefur tekið töluverðum breytingum á liðnum árum. Oft hefur tollverndin verið fest í ákveðinni krónutölu sem síðan rýrnar að verðgildi eftir því sem árin líða. Líklega myndu flestir taka því fegins hendi gæfist þeim kostur á að kaupa vörur á verði frá 1995. Að auki hefur tollvernd almennt minnkað og nýjasta breytingin er tollasamningur sem stjórnvöld gerðu við Evrópusambandið 2015 og tekur sennilega gildi síðar á þessu ári. Með honum verða 90% landbúnaðarafurða ESB fluttar hingað inn tollfrjálst. Þetta er samkvæmt mati sambandsins sjálfs og kemur fram í gögnum sem liggja fyrir nefnd Evrópuþingsins sem núna hefur samninginn til skoðunar. Óvissa um endurskoðun búvörusamninga Breytingar eru líka verulegar í nýju búvöru- samningunum sem tóku gildi um áramótin. Þar eru margar áherslubreytingar, m.a. verið að gera stuðninginn almennari en um leið verið að styðja við fjölbreyttari verkefni. Innleiðing samninganna stendur núna yfir og mun gera fram eftir árinu. Þeir sem halda að þetta séu ekki breytingasamningar hafa sennilega ekki lesið þá eða að minnsta kosti ekki þá samninga sem á undan komu. Gagnrýni á samningana var vissulega veru- leg, en hún kom úr tveimur ólíkum áttum, annars vegar frá þeim sem töldu þá breyta of miklu og hins vegar frá þeim sem töldu þá breyta of litlu. Milli þessara fylkinga er erfitt að ná samstöðu en forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig öllum þeim ólíku öflum sem búið er að kalla að endurskoðun samninganna gengur að komast að niðurstöðu. Um það er óvissa, til viðbótar við möguleg áhrif þeirra lítt mótuðu áherslna í landbúnaðarmálum sem finna má í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við útfærslu þeirra þarf rödd bænda að heyrast með sterkum og ákveðnum hætti. Þarf að svara eftirspurn betur Það er erfitt að spá og sérstaklega um fram- tíðina var eitt sinn sagt. Víst er þó að þróunin í landbúnaðinum mun halda áfram. Ef til vill eru möguleikarnir ekki síst fólgnir í því að ná nánara sambandi við neytendur. Áhugi þeirra á því hvernig maturinn verður til og við hvaða aðstæður fer sífellt vaxandi. Landbúnaðurinn þarf að svara þeirri eftirspurn betur. Neytendur eru tilbúnir að greiða meira fyrir afurðir sem hafa ákveðna eiginleika og verða til við ákveðnar aðstæður. Slíkt samband verð- ur þó ávallt að byggjast á trausti sem getur eyðilagst á einum degi eins og mál Brúneggja sýndi okkur. En það er margt landbúnaðinum í hag, eins og lítil sýklalyfjanotkun, bann við notkun hormóna, lífrænar varnir, gott land- rými, gnægð af hreinu vatni, fáir búfjársjúk- dómar og margt fleira. Þetta er sérstaða sem margir aðrir hafa glatað en verður nú sífellt meira virði. Við höfum byggt okkar búfjárrækt á inn- lendum stofnum sem gefa ekki eins miklar afurðir og margir erlendir en þeir eru hluti af okkar sögu og menningu eins og sveitirnar sjálfar eru. Ferðaþjónustan viðurkennir líka að menningarlandslag og starfsemin í sveitunum hefur mikla þýðingu fyrir þeirra starf. Þá er mikil þörf á að rannsaka betur loftslagsmál og landbúnaði og hvernig greinin getur betur komið að lausn þeirra mála. Þessu þurfum við öllu að huga að. Samkeppnin mun aukast en hún þarf að vera sanngjörn. Neytendur þurfa að fá að vita það sama um innfluttar matvörur eins og við viljum fá að vita um eigin framleiðslu. Það er eðlilegt. Gerum sömu kröfur til annarra og við gerum til okkar sjálfra. Félagsgjöld í stað búnaðargjalds Það eru líka breytingar hjá samtökum bænda. Í þessum mánuði munu félagsmönnum berast í fyrsta sinn greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum Bændasamtaka Íslands. Innheimta búnaðar- gjalds var lögð af frá og með byrjun þessa árs og á næstu vikum og mánuðum mun reyna á vilja bænda til að standa saman í öflugum sam- tökum á nýjum grundvelli. Það liggur fyrir að bændur vilja eiga sterk hagsmunasamtök sem tala máli landbúnaðarins, enda eiga samtök bænda sér langa sögu – 180 ára langa nánar tiltekið. Bændur hafa mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum eins og aðrir hópar í samfélaginu, en segja má að það sé ekki síst mikilvægt nú, á breytinga- og óvissutímum að standa saman um sameiginleg mál. Ég hvet alla til að kynna sér vel hvaða þýðingu hin nýja félagsaðild mun hafa og vera með í að byggja upp sterk Bændasamtök Íslands á nýjum forsendum. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Sigurður Eyþórsson frkv.stj. Bændasamtaka Íslands sigey@bondi.is Tímar breytinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.