Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 - Reykjavík | Sími 533 3500 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue fyrir heimil ið bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð. Samvinna um loft- gæðamælingar Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð. Stöðin mun mæla svifryk, köfn- unarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2). Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnis- sambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum. Með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir. Nýja mælistöðin er nú í prufu- keyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri innan tíðar. /MÞÞ Algert metár í umferð um Hringveg Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%. Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu. Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar farið um mælipunkta Vegagerðarinnar á Hringveginum. Sama á við um nýliðinn desember- mánuð en umferðin jókst um ríflega 21 prósent í mánuðinum og hefur umferð yfir vetrarmánuðina aukist gríðarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferða- mennsku. Fram kemur á vef Vega- gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi og er nú ljóst að umferð um þá hefur aukist um rúmlega 13% og hefur aldrei áður aukist jafn mikið. Umferð í nýliðnum desember- mánuði jókst verulega miðað við umferð liðinna ára í sama mánuði, eða um 21% miðað við árið á undan. Þetta er mesta aukning milli desem- bermánuða frá því að samantekt af þessu tagi hófst. Umferð jókst á öllum landsvæðum en langmest mældist aukningin um mælisnið á Austurlandi, um tæplega 52%. Minnst jókst umferð um mælisnið um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 18%. Nokkrar ástæður eru fyrir því að umferð um Hringveg eykst sem raun ber vitni. Vegagerðin hefur bent á fylgni umferðar við hagvöxt, aukningu ferðamanna og góð færð á vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið að segja. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.