Bændablaðið - 09.02.2017, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
- Reykjavík | Sími 533 3500
- Akureyri | Sími 462 3504
Vogue
fyrir heimil ið
bíður uppá alhl iðalausn fyr i r
hótelherbergið eða gist iheimi l ið.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri
Umhverfisstofnunar, og Eiríkur
Björn Björgvinsson, bæjarstjóri
á Akureyri, undirrituðu undir lok
síðasta árs samning um kaup og
rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Samvinna um loft-
gæðamælingar
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri
Umhverfisstofnunar, og Eiríkur
Björn Björgvinsson, bæjarstjóri
á Akureyri, undirrituðu skömmu
fyrir jól samning um kaup og
rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Stöðin mun mæla svifryk, köfn-
unarefnissambönd (NO/NO2) og
brennisteinsdíoxíð (SO2).
Útblástur bíla og uppþyrlun
göturyks eru helstu ástæður fyrir
mengun af völdum köfnunarefnis-
sambanda og svifryks á Akureyri.
Brennisteinsdíoxíð kemur m.a.
frá stórum skipum eins og t.d.
skemmtiferðaskipum. Með þessari
nýju mælistöð opnast möguleikar á
að vakta mengun frá skipaumferð.
Einnig gagnast SO2 mælingar til að
vakta mengun meðan eldgos eru í
gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar
SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef
frá er talið tímabilið meðan eldgosið
í Holuhrauni stóð yfir.
Nýja mælistöðin er nú í prufu-
keyrslu við hlið sambærilegrar
mælistöðvar í Reykjavík en hún
verður sett upp á Akureyri innan
tíðar. /MÞÞ
Algert metár í umferð
um Hringveg
Algert metár var í umferð um
Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en
umferðin jókst um ríflega 13%
sem er mikil aukning á einu ári.
Til viðmiðunar má nefna að á milli
áranna 2006 og 2007 var aukning
milli ára 6,8%. Þessi aukning nú
er því tæplega tvöföldun á gamla
metinu.
Aldrei fyrr hafa jafnmargir
bílar farið um mælipunkta
Vegagerðarinnar á Hringveginum.
Sama á við um nýliðinn desember-
mánuð en umferðin jókst um ríflega
21 prósent í mánuðinum og hefur
umferð yfir vetrarmánuðina aukist
gríðarlega sem líklega má fyrst og
fremst rekja til aukinnar vetrarferða-
mennsku.
Fram kemur á vef Vega-
gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar
á Hringvegi og er nú ljóst að umferð
um þá hefur aukist um rúmlega 13%
og hefur aldrei áður aukist jafn mikið.
Umferð í nýliðnum desember-
mánuði jókst verulega miðað við
umferð liðinna ára í sama mánuði,
eða um 21% miðað við árið á undan.
Þetta er mesta aukning milli desem-
bermánuða frá því að samantekt
af þessu tagi hófst. Umferð jókst
á öllum landsvæðum en langmest
mældist aukningin um mælisnið
á Austurlandi, um tæplega 52%.
Minnst jókst umferð um mælisnið um
og í grennd við höfuðborgarsvæðið
eða um 18%.
Nokkrar ástæður eru fyrir því
að umferð um Hringveg eykst sem
raun ber vitni. Vegagerðin hefur
bent á fylgni umferðar við hagvöxt,
aukningu ferðamanna og góð færð á
vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið
að segja. /MÞÞ