Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 MENNING&LISTIR Í bókaflóðinu fyrir síðustu jól þá kom ein bók sem líklega varðar íslenskan landbúnað meira en aðrar bækur og líklega meiru en allar bækur margra síðustu áratuga. Þetta er meistaraverk Steinunnar Sigurðardóttur sem ber heiti þessarar greinar. Þessi bók hefur ekki fengið neina sérstaka umfjöllun Bændablaðsins sem hefur vakið furðu mína. Er þá undaskilin fréttafrásögn af netinu um veitingu Fjöruverðlaunanna, sem þetta magnaða rit hreppti af verðleikum. Aðeins birtir blaðið netfrásögnina enda virðast slíkir pistlar uppáhaldsefni blaðsins. Ég tel þetta það merka bók að hún eigi skilið meiri umfjöllun hjá blaði sem auglýsir sig sem málgagn bænda í blaðhausi sínum. Vil ég því víkja að bókinni örfáum orðum hér á eftir. Ég vil byrja með að fullyrða að þessi bók sé dýrmætasta auglýsing sem íslenskur landbúnaður hefur fengið um áratuga skeið. Allt í einu kemur bók sem skipar sér á met- sölulista bóka í landinu og er lesin af þúsundum landsmanna í borg og bæ. Þarna fá þeir snilldarlega og sanna lýsingu á hinu daglega lífi einyrkjans í dreifbýli á Íslandi. Augljóslega getur aldrei einn verið lýsing fyrir fjöldann en þær stöllur segja þarna á sannan og nákvæman hátt frá störfunum á búinu, breyti- legum frá einum árstíma til annars. Berum þetta saman við háttlaun- aða ímyndasmiði og auglýsinga- jöfra sem telja sig hafa verið að vinna fyrir íslenskan landbúnað á undanförnum árum. Þeir hafa áreiðanlega fitnað af sínum laun- um meðan engar slíkar sögur fara af þeim stöllum, Steinunni og Heiðu. Vinna auglýsingamógúla hefur held ég ákaflega litlu skilað í skilningi milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þær stöllur skila hins vegar frá sér lista- verki sem þar byggir áreiðanlega traustar brýr. Hvernig gerist þetta? Það er vegna þess að hér birtist okkur frásögn af sönnu daglegu lífi í íslenskri sveit sem hefur verið færð í frábæran listrænan búning. Hún er sönn, hvorki lítillækkun á umhverf- inu né upphafning til skýj anna. Þess vegna höfðar hún til fólks. Þarna er sagt frá lífsgildum Heiðu á sannan hátt, lífsgildum sem hún lýsir vel hvernig hún hefur öðlast gegnum uppruna sinn, uppeldi og umhverfi. Hér höfða ég til viðhorfa til hluta eins og jafnréttis, náttúru, menn- ingar og starfs í dagsins önn svo að eitthvað sé talið. Skýrt er gert fyrir nokkuð sér- stöku uppeldi Heiðu í barnæsku. Þar fær hún jafnréttið með móður- mjólkinni. Það er áreiðanlega líka rétt að viðhorf til jafnréttismála eru ákaflega misjöfn á milli sveita en í Skaftártungunni eru þau eðlilegur hlutur. Þess vegna verður það bros- legt fyrir þær skólasysturnar, Heiðu og Oddnýju Steinu, þegar kennarar við Bændaskólann á Hvanneyri fara að uppfræða þær um karlmannsverk sem verið höfðu þeirra daglegu störf á unglingárunum. Heillaðist af þessari ómælisfegurð Heiða elst upp á Ljótarstöðum sem má segja að sé einn þröskuldanna að hálendi og víðernum Íslands. Þess vegna heillast hún strax sem unglingur af þessari ómælisfegurð. Henni er greinilega runnin í merg og bein sú hugsun að náttúran hefur sinn sjálfstæða rétt og undirstöðu sjálfbærrar hugsunar að landið sem við höfum undir honum höfum við aðeins til umsjónar og ber að skila betra til næstu kynslóðar. Þess vegna er það nær sjálfsagt að jafn virkur þegn og hún er að rísa upp til and- svara og andstöðu þegar hin hreina tæknihyggja hyggst umbylta hennar nánasta umhverfi með hag erlendra fjármagnseigenda sem helsta leiðar- ljós. Það hlýtur að vera öllu ærlegu fólki góð lesning að heyra frásagnir Heiðu af bolabrögðum sem þessir aðilar beita af fyllstu ósvífni í öllum sínum málarekstri. Nærgætin umgengni við bústofninn Hinum sönnu viðhorfum til daglegra starfa er einkar vel lýst. Það þarf að vinna dagleg störf skipulega og af festu. Sérlega kemur þetta vel fram í mörgum bráðskemmti- legum lýsingum Heiðu af sam- starfi hennar og Elínar Heiðu að fósturtalning- um sem þær hafa starfað að um árabil. H e i ð a lýsir einnig einkar vel nærgætinni og skiln- i n g s r í k r i umgengn i sinni við bústofninn hvort sem er um að ræða sauðféð eða hundana á bænum. Hér læt ég staðar numið að benda á áhugaverð viðhorf. Íslenskir bændur munu seint geta launað þeim stöllum, Steinunni og Heiðu, þetta einstaka listaverk. Það er dýrðaróður til íslenskrar náttúru og starfa íslenskra bænda. Það byggir traustar brýr skilnings til þéttbýlisbúanna á viðhorfum fólks sem býr í mestu dreifbýli á Íslandi. Slíkt verður aldrei þakkað. Hvetja verður allt fólk til þess að lesa þessa einstöku bók. /Jón Viðar Jónmundsson Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Óseyri Borgarnes Borgarbraut Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Fínt möluð og lystug steinefnablanda fyrir mjólkurkýr Köggluð og lystug steinefnablanda fyrir mjólkurkýr Steinefnablanda fyrir nautgripi og kindur Magnesíumfata fyrir kýr og kindur auðug af steinefnum og vítamínum Bætiefnafata fyrir mjólkurkýr með hátt kalsíuminnihald Bætiefnafata sem mætir steinefna- og vítamínþörfum kúa á geldstöðu Steinefnabættur saltsteinn fyrir jórturdýr Saltsteinn fyrir allan búfénað Vítamínbættur steinefnasteinn sem hentar sérstaklega vel fyrir sauðfé úða á heyin eða blanda í drykkjarvatn Öll verð eru með vsk. HEIÐA – fjalldalabóndinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.