Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Evrópa er stærsti framleiðandi minka- og refaskinna í heimin- um. Um 63% minkafelda og 70% refafelda sem framleiddir eru í heiminum koma af dýrum sem alin eru í Evrópu. Af loðdýraskinnum eru minka- skinn eftirsóttust og er núverandi heimsframleiðsla þeirra um 56 milljón skinn á ári en fór mest í 82 milljón skinn 2015. Danir framleiða allra þjóða mest af minkaskinnum í heiminum, tæp 18 milljón skinn á ári. Önnur stórframleiðslulönd eru Noregur, Svíþjóð, Holland, Pólland, Rússland, Kína, Bandaríkin og Ísland. Loðdýrarækt hefur verið skrykkj- ótt á Íslandi. Afkoman verið góð þegar heimsmarkaðsverð á skinn- um hefur verið hátt en verri þegar verð er lágt. Skráðir framleiðendur á Íslandi voru 32 árið 2015, þar af voru tveir framleiðendur skráðir á tveimur búum. Heildarframleiðsla á minkaskinnum hér á landi er milli 180 og 200 þúsund skinn. Auk minka og refa eru kanínur, hundar og kettir víða í heiminum aldir til loðskinnaframleiðslu. Önnur dýr en minkur og refur sem flutt hafa verið til Íslands til loðdýraeldis eru nútríur, Myocastor coypus, sem er vatna- eða fenjabjór, þvottabirnir, Procyon lotor, og ildur, Mustela putorius, sem er smávaxið dýr af marðarætt. Loðdýrarækt er bönnuð í nokkrum ríkjum heims vegna dýra- verndunarsjónarmiða, þar á meðal í Austurríki, Króatíu og Bretlandi. Í Sviss gilda svo strangar reglur um ræktunina að hún hefur lagst af í landinu. Minkur Uppruni minka er í Norður-Ameríku. Minkar eru rándýr af marðarætt sem kallast á latínu Mustela vision og eru undirtegundir minka taldar vera fimmtán og nánast allar eru útdauðar. Aðeins ein önnur tegund minka er núlifandi, Mustela lutreola, evrópsk tegund sem er í útrýmingarhættu. Þau fáu dýr sem eftir eru af evrópsk- um minkum finnast í Austur-Evrópu og á takmörkuðum svæðum á Spáni og í Frakklandi. Fullvaxnir minkar eru milli 30 og 40 sentímetrar að lengd og þar af er loðið skottið hátt í 20 sentímetrar. Dýrið er mjóslegið á að líta og með lítið höfuð. Villtir minkar eru vana- lega með dökkbrúnan eða svartan feld og hvítan blett undir hökunni og stundum á hálsi og milli fram- og afturfótanna. Karldýrið eru um 1,2 kíló að þyngd en læðurnar helmingi léttari. Göngulag minka er sérkenni- legt vegna þess hve langt er á milli stuttra fram- og afturfótanna. Þessar upplýsingar allar eiga við um villtan mink, sem er mun minni en búraminkurinn er í dag. Algeng þyngd á fullvöxnum högn- um á minkabúum í dag er um 3.500 grömm og læður um 1.700 grömm. Feldurinn á villtum mink og búra- mink er líka mjög ólíkur að gæðum. Feldur minka er úr tvenns konar hárum, þeli og vindhárum. Þéttleiki þelsins er allt að 80% meiri á vetrum en yfir sumartímann en vindhárin haldast óbreytt. Þelið er vatnshelt og virkar vel sem einangrun gegn kulda og þola minkar frost að allt að mínus 70 gráður á Celsíus. Að vori fellir minkurinn vetrarhárin og upp kemur sumarfeldur. Vetrarfeldurinn fer svo aftur að vaxa að haustinu og er full- þroskaður um miðjan nóvember. Minkar verða kynþroska á fyrsta ári og tímgast ungir. Fengitíminn er snemma á vorin og meðgöngutíminn sex til ellefu vikur en að meðaltali sjö. Nánast eingöngu er hægt að para mink frá síðustu dögum febrúar til 25. mars. Læðurnar makast með sjö til tíu daga millibili og þroskast öll fóstrin samtímis þrátt fyrir að sæðis- gjafarnir geti verið margir. Got fer oftast fram snemma í maí og fjöldi hvolpa fjórir til tíu. Í minkalæðum verður egglos við mökun dýranna. Á minkabúum eru læðurnar tvíparaðar með átta eða níu daga millibili en þannig eru framkölluð tvö egglos þar sem það seinna eyðir því fyrra að mestu. Eggin synda um í leginu í ákveðinn tíma eftir frjóvgun áður en þau festast en áhrifaþættir á slíkt Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJADÝR HEIMSINS Mynd úr Melrakkasetrinu í Súðavík / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.