Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 49
og Jörfaafréttur, eru „í afréttareign
eiganda“ jarðanna. Hér að ofan
hefur komið fram að óbyggðanefnd
telur að gamlar heimildir skulu
vera, til að hægt sé að taka mark
á þeim. Á vegum Árnanefndar í
Kaupmannahöfn er unnið að Ordbog
over det norrøne prosesprog og kom
fyrsta bindi út 1995. Þar finnst ekki
orðin „afréttareign“ eða forsenda
þess „afnotanám“. Lesendur geta
skoðað slóðina: https://onp.ku.dk.
Elstu heimildir um orðin eru í
óprentaðri greinargerð eftir Þórð
Eyjólfsson frá árinu 1970. (Elsta
dæmi um orðið „afnot“ í íslensku eru
frá fyrra hluta 17. aldar.) Ekki eru
orðin skýrð og þau eru ekki byggð á
fræðilegum rannsóknum, lagalegum,
sögulegum og málfarslegum.
Þessi nýyrði voru síðan notuð
í Hæstaréttardómum, sem urðu
grundvöllur að þjóðlendulögunum
1998.
Álit á dómskerfinu
Hinn fimmta maí 2012 birtist
grein í Morgunblaðinu um tiltrú
á dómstólum. Þar kom fram að
traust almennings á dómskerfinu
hérlendins væri þá 38%, en í Noregi
á sama tíma var traust til dómstóla
85%. Samkvæmt Gallup var traust
til dómstóla hérlendis 43% árið
2015 og 2017, en 32% árið 2016
og nú 36%. Ef miðað er við þessar
tölur er traust á dómskerfinu a.m.k.
tvöfalt meira í Noregi en hérlendis
og stundum nærri þrisvar sinnum
meira. Sjöunda apríl 2018 birtist
grein í Morgunblaðinu um fjölda
lögmanna hér á landi. Þar kom fram
að hérlendis eru lögmenn flestir
miðað við höfðatölu, eða einn á
hverja 314 íbúa. Svo er að sjá að
traust á dómskerfinu sé í öfugu
hlutfalli við fjölda lögmanna.
Einar G. Pétursson
Úrskurður óbyggðanefndar. Mál nr. 2/2016 Haukadalshreppur og
Miðdalahreppur austan Miðár. Þar eru Stóri-Vatnshornsmúli og Jörfaafréttur
úrskurðaðar þjóðlendur. – „Reyndar sýnist það augljóslega stangast á við
verið undir annars konar eignarrétti en önnur landsvæði þar í kring.“
Förukonur og fljóðatjáning
„Ég varð að fara frá öllu því,
sem ég ætlaði að lifa fyrir. Ég tók
saman fötin mín, setti þau í poka
og lagði af stað eitthvað í átt til
æskustöðva minna. Hvenær ég
komst í þessa sveit, man ég ekki“
(Jófríður Þorkelsdóttir förukona).
Förukonur voru heimilislausar
konur sem flökkuðu á milli sveitabæja
og báðu sér beina. Saga þeirra
kvenna hefur verið viðfangsefni
mitt í formi BA-ritgerðar í sagnfræði
(2013), heimildamyndar um síðustu
förukonur Íslands er kemur út í
lok þessa árs, og nú síðast í grein
sem birt var í fræðiritinu Feminist
Research nú í sumar og ber
yfirskriftina „Drifting: Feminist
Oral History and the Study of the
Last Female Drifters in Iceland“ (ísl.
Flakk: Femínísk munnleg saga og
rannsókn á sögu síðustu förukvenna
Íslands). Umrædd greinarskrif leiddu
til þess að kynna fyrir lesendum
Bændablaðsins efni greinarinnar,
annars vegar ímynd förukvenna og
hins vegar íslenska kvennatjáningu.
Greinin Drifting grundvallast á
skriflegum heimildum af ýmsum
toga og á viðtölum sem ég tók við
átján einstaklinga sem mundu eftir
förukonum; síðustu förukonum
Íslands.
Rannsóknin sýndi að langflestar
lýsingar á förukonum, fyrr og síðar,
eru sóttar í barnæskuminningar. Þar
af leiðandi er sjónarhorn barnsins
ráðandi þáttur í persónusköpun
förukvenna í sögunni. Í greininni geri
ég grein fyrir förukonugoðsögninni;
ímynd förukvenna sem var ætíð
hin sama óháð ritunartíma og
landsvæði. Ímynd sem litaðist m.a. af
sjónarhorni barna og þjóðsagnaheimi
Íslendinga. Í greininni legg ég
áherslu á að greina þá ímynd
förukvennanna með hliðsjón af
þjóðsögum okkar Íslendinga og
minningafræðum, svo hægt væri að
skyggnast á bak við goðsögnina og
nálgast sjálfan reynsluheim þessara
kvenna sem lifðu á skilum náttúru
og samfélags. Í þeim tilgangi að
rannsaka reynsluheim förukvenna
studdist ég við viðtöl sem ég
tók við konur sem höfðu kynnst
förukonum í barnæsku sinni. Konur
sem jafnframt þekkja reynsluheim
kvenna og gátu því varpað
mikilvægu ljósi á líf förukvenna,
í karllægu bændasamfélagi. Í
þeim hluta vinnunnar þróaði ég
aðferðafræði sem ég notaði í
kvennaviðtölum, aðferðafræði
sem grundvallaðist á athugunum
mínum á tjáningarmöguleikum
kvenna á Íslandi til að miðla eigin
reynsluheimi, allt frá sagnadönsum
miðalda, til kvennaviðtala og #Metoo
atburðasagna samtímakvenna.
Athuganir mínar á tjáningu kvenna
á Íslandi hafa sýnt fram á að
sagnadansar miðalda og #Metoo
atburðasögur samtímans lúta í
mörgum tilfellum sömu lögmálum
og sama gildir um viðtöl sem konur
taka við konur. Hér er um að ræða
ákveðna fljóðatjáningu. Sagnfræðileg
rannsókn mín á sögu förukvenna
sýnir að saga kvenna býr í þöglum
rómi sögunnar. Rómi sem almennt
ratar ekki í ritaðar heimildir, en
núlifandi konur hafa í tilfelli síðustu
förukvennanna nú ljáð hljóm. Eins
og þetta dæmi sýnir þá geta staðlaðar
ímyndir frónkvenna öðlast nýtt líf
er byggir á reynsluheimi kvenna, út
frá tjáningu kvenna, svo úr verður
kvennasaga út frá sjónarhorni kvenna.
Saga förukvenna Íslands mun síðan
fá enn eina birtingarmyndina fyrir
árslok, þegar út kemur bók sem ég
hef unnið að um síðustu förukonurnar
á Íslandi. Stór hluti ágóða sölunnar
mun renna til Konukots, athvarfs
fyrir heimilislausar konur, þar sem
kvenhetjur okkar tíma dvelja.
Dalrún J. Eygerðardóttir
sagnfræðingur
Vigdís Ingvadóttir (1864–1957).
Dalrún J. Eygerðardóttir sagn fræð-
ingur.
Tollasamningur Íslands og
ESB um landbúnaðarvörur tók
gildi 1. maí sl. Samningurinn
er óhagstæður Íslandi. Engin
úttekt fór fram á því hvaða
áhrif hann mun hafa á innlenda
búvöruframleiðslu og er það
ámælisvert. Samningurinn
endurspeglar ekki stærðarmun
markaðanna.
Evrópa telur rúmar 500
milljóna manna markað en
Ísland 340 þúsund. Ekki er
tekið tillit til samkeppnisfærni
íslensk landbúnaðar í ESB þegar
kemur að kjötvörum og ekki er
tekið tillit til gengisbreytinga.
Verulega hallar á Ísland í ostum
en ESB fær að flytja til Íslands
tollfrálst 610 tonn af ostum en
Ísland til ESB aðeins 50 tonn.
Í sérostum er ESB kvótinn 230
tonn inn á okkar litla markað
sem rúmar 240 tonn. Innlend
sérostaframleiðsla er því komin í
mjög þrönga stöðu. Skyrkvótinn
okkar er ágætur, eða rúmlega
3.600 tonn. Hann var hins vegar
fyrst og fremst hugsaður inn á
Bretlandsmarkað og er núna í
fullkominni óvissu vegna Brexit.
Segja ber samningnum upp
Tollasamningurinn á að færa
íslenskum bændum sömu
möguleika í Evrópu og ESB
fær hér á landi. Það gerir
samningurinn ekki. Nauðsynlegt
er að segja samningnum upp
vegna brostinna forsendna, en
úrsögn Bretlands úr ESB gerir
það að verkum að okkar stærsta
og besta markaðssvæði hverfur úr
samningnum á næsta ári. Semja
verður upp á nýtt við ESB um
tollkvóta á landbúnaðarafurðum.
Miðflokkurinn hefur flutt
þingsályktunartillögu þess efnis
á Alþingi.
Styðja landbúnaðinn í orði en
ekki á borði
Stjórnmálaflokkar hafa samþykkt
ályktanir um mikilvægi
landbúnaðarins. Ekki verður
séð að ályktun Framsóknar,
um að tryggja sanngjörn
starfsskilyrði landbúnaðarins,
sé í hávegum höfð þegar opnað
er fyrir aukinn innflutning á
landbúnaðarvörum. Það sama
á við um Sjálfstæðisflokkinn,
sem talaði fyrir því fyrir síðustu
kosningar að viðhalda styrk
íslensk landbúnaðar, á sama
tíma vilja þeir ekki hrófla við
tollasamningi, sem grefur undan
landbúnaðinum.
Innantóm loforð
landbúnaðarráðherra
Á síðasta löggjafarþingi óskaði
undirritaður eftir sérstakri
umræðu við landbúnaðarráðherra
um áhrif tollasamningsins á
íslenska búvöruframleiðslu.
Ráðherra gat þess í umræðunni
að hann væri að vinna að
mótvægisaðgerðum. Hann gat
hins vegar ekki svarað því í hverju
þær aðgerðir felast. Í umræðu í
þinginu, um fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnarinnar fyrir 2019,
spurði ég landbúnaðarráðherra
hvaða fjármunum yrði varið
í mótvægisaðgerðir vegna
tollasamningsins. Svarið
var stutt, ekkert fjármagn er
eyrnamerkt mótvægisaðgerðum.
Það er því ljóst að orð ráðherra um
aðstoð til handa bændum, vegna
neikvæðra áhrifa tollasamingsins
á innlenda búvöruframleiðslu,
voru innantóm.
Landbúnaður og fullveldi
R í k i s s t j ó r n i n s ý n i r
landbúnaðinum ekki þann
mikilvæga stuðning sem
honum er nauðsynlegur og
hann á skilið. Minnumst þess,
á 100 ára afmæli fullveldis,
að öflugur landbúnaður,
íslensk matvælaframleiðsla og
matvælaöryggi er undirstaða
fullveldis, þróttmikillar byggðar
og mannlífs í landinu.
Birgir Þórarinsson
þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi
Engar mótvægisaðgerðir
vegna tollasamnings
Birgir Þórarinsson.