Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201850 Undanfarinn áratug hefur hérlend notkun kúabænda á fóðurblöndurum aukist jafnt og þétt samhliða stækkun búanna og almennt aukinni tæknivæðingu þeirra. Fóðrið sem í slíka blandara fer getur verið af ýmsum toga og gæðum og á meðan sumir nota slíka blandara einungis til blöndunar á grasi og heimaræktuðu gróffóðri af ólíkum gæðum, þá framleiða aðrir svokallað heilfóður með fóðurblöndurum sínum. Fóðurblandarar eru nánast undantekningarlaust notaðir á stærri kúabúum erlendis enda má með réttri notkun slíkrar tækni lækka fóðrunarkostnað kúa og þar með framleiðslukostnað mjólkur. Það fer þó eftir bústærð hve hagkvæmt það er að nota fóðurblandara, enda dýrir í innkaupum og rekstri. Undanfarna mánuði hefur kjarnfóðurverð hér á landi farið hækkandi og því er afar líklegt að fleiri og fleiri bændur muni horfa til notkunar á fóðurblöndurum, enda byggir notkun þeirra á blöndun ódýrari hráefna í stað hefðbundinnar kjarnfóðurnotkunar en til þess að vel takist til við heilfóðurgerðina þarf að vanda til verka. Allt í einni munnfylli Heilfóður er, eins og nafnið bendir til, fóður sem inniheldur alla fóðrunarþörf kúnna og er þá bæði gróffóðri og öðru kraftmeira fóðri, steinefnum og vítamínum blandað saman. Þetta er algengasta fóðrunaraðferðin sem notuð er á tæknivæddari búum heimsins og algengast er að kýrnar fái ekkert annað fóður, þ.e. ekkert kjarnfóður, enda er hugmyndin að baki heilfóðri „Allt í einni munnfylli“ þ.e. að kýrnar fái alltaf fóður af sömu gæðum og lendi ekki í því ójafnvægi vambarinnar sem fylgir kjarnfóðuráti. Þessi aðferð er enn sem komið er ekki mikið notuð hér á landi og algengast er að þau bú sem eru með fóðurblandara fari einskonar blandaða leið, þ.e. gefi kúnum gróffóðurblöndu en auk þess fóðurbæti í þar til gerðum fóðurbásum eða samhliða mjöltum í mjaltabás eða mjaltaþjóni. Þessi aðferð er ekki mikið notuð erlendis en afbrigði af þessari aðferð nota þó bændur erlendis með mjaltaþjóna þar sem kýrnar fá tælifóður í mjaltaþjónunum, oft 2-3 kíló af fóðurbæti á dag, svo þær komi til mjalta. Einsleitni mikilvæg Einn aðalkostur heilfóðurs er að með því má draga úr hráefniskostnaði fóðursins þannig að í stað þess að kaupa dýran fóðurbæti þá eru keypt inn ódýrari hráefni og til þess að koma þeim í kýrnar er þeim blandað saman við gróffóðrið. Það er afar mikilvægt að blanda heilfóðrið rétt og vel og miða við það að þegar moðið er tekið frá kúnum sé það nánast eins og upphaflega fóðrið og magn þess ætti ekki að vera nema 2% af því magni sem upphaflega var gefið. Samanþjappað heilfóður Í Danmörku hefur heilfóður verið notað í áratugi og hafa danskir kúabændur náð miklum og góðum árangri með notkun á því og eru í dag í fremstu röð í heiminum þegar horft er til meðalafurða kúa. Danskir vísindamenn eru einnig leiðandi í þekkingaröflun á heilfóðurgerð og fyrir nokkrum árum kom þar fram ný aðferð við heilfóðurgerð sem á dönsku heitir „Kompakt fuldfoder“ sem þýðir einfaldlega samanþjappað heilfóður. Þessi aðferð snýst um að hámarka nýtinguna á meltingarvegi kúnna og lágmarka frávik á gæðum þess heilfóðurs sem kýrnar setja upp í sig hverju sinni. Fyrir vikið er gott jafn- vægi á sýrustigi og bakteríuflóru vambarinnar hverju sinni og þar með geta kýrnar skilað miklum afurðum. Nákvæm uppskrift Að baki þessari dönsku aðferð við heilfóðurgerð er dr. Niels Bastian Kristensen, fyrrverandi prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og núverandi landsráðunautur í fóðrun nautgripa hjá SEGES. Ástæðan fyrir því að þessi aðferð varð til var sá óstöðugleiki á heilfóðurgæðunum sem Niels sá hjá bændum landsins. Þá vildi hann einnig meina að eldri tilgátur um mikilvægi strálengdar í fóðri kúa væri ekki rétt miðað við kýr dagsins í dag en hér áður fyrr var sérstaklega varað við mikilli söxun á fóðri mjólkurkúa. Í raun byggir aðferðin á því að bændur fá nákvæma uppskrift að Sniglar í görðum: Best að fjarlægja þá með höndum Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju fræðingar á vegum Konunglega breska garð yrkju- félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í. Niðurstaða bresku garðyrkju- mannanna er að ráð eins og að setja koparþynnu í ytra borð matjurtakassa eða að strá eggjaskurn umhverfis plönturnar eru að mestu gagnslaus. Garðyrkjumennirnir reyndu nokkur þekkt húsráð sem eiga að virka sem sniglafælur. Ráðin voru að mylja eggjaskurn, dreifa barri, viðarkurli eða smásteinum umhverfis plönturnar og setja koparþynnur á ytra borð matjurtakassa. Ólík ráð voru reynd við 108 salatplöntur, auk þess sem til samanburðar voru salatplöntur sem ekkert var gert fyrir. Eftir sex vikna vöxt var útkoman skoðuð. Helsta niðurstaða könnunarinnar var að salatplöntur sem ræktaðar voru í beðum voru viðkvæmari fyrir sniglum en plöntur sem ræktaðar voru í pottum. Munurinn var 5,7% át á beðplöntum en 0,2% á plöntum í pottum. Annað sem vakti athygli var að plöntur sem smásteinum og barri hafði verið stráð umhverfis voru talsvart stærri og hraustari en samanburðarplönturnar. Það kann að koma þeim sem til þekkja á óvart að ekki var athugað með gagn bjórgildra til að losna við snigla úr görðum. Að sögn bresku garðyrkjumannanna eru bjórgildrur góðar til að losna við snigla en á sama tíma laða þær fleiri snigla að. Að sögn eins garðyrkjumannsins sem tók þátt í athuguninni er líklega besta leiðin til að losna við snigla að tína þá upp og losa sig við þá í að minnsta kosti tuttugu metra fjarlægð frá garðinum. /VH Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com UTAN ÚR HEIMI Samanþjappað heilfóður Heilfóður. er algengast að fóðurráðgjafar sjái um þennan þátt. Heilfóðrið er þá vegið þess að meta blöndunargæði þess. Afleiðingar fellibylsins í Norður-Karólínu: Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi Talið er að 3,4 milljónir hænsna og 5.500 alisvín hafi drepist í flóðum vegna fellibylsins Flórens sem gekk yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir skömmu. Flest dýrin munu hafa drukknað í eigin úrgangi þegar opnar rotþrær eða hauggryfjur flæddu yfir og milljónir tonna af búfjárúrgangi flæddu inn í gripahús. Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkja Norður-Ameríku hefur staðfest að fjöldi hænsna sem hafi drepist vegna saurflóða sé 3,4 milljónir og svína 5.500 en að búast megi við að sú tala eigi eftir að hækka þegar endanlega sjatnar í flóðunum. Kjúklinga- og svínakjöts- framleiðsla í Norður-Karólínu er ein sú mesta í Bandaríkjunum og talið að í ríkinu sé að finna 830 milljónir hænsnfugla og níu milljón alisvín. Samkvæmt því sem yfirvöld umhverfismála í ríkinu segja skemmdust að minnsta kosti þrjátíu hauggryfjur illa í fellibylnum og í sumum tilfellum sprungu veggir þeirra þannig að innihaldið flæddi út í grunnvatnið. /VH áaa gýg s nm u l i aaáS r 0030365 -- H f rh f i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.