Bændablaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201858
LESENDABÁS
Eru umhverfissinnar, náttúruverndarsinnar og dýra-
verndunarsinnar mestu andstæðingar móður jarðar?
Á hverju byggir sá sem þessa
grein skrifar þessa fullyrðingu?
Jú, númer eitt, umhverfissinnar
sem eru í núverandi stjórn Noregs
gerðu þá kröfu er þeir samþykktu
að ganga til stjórnarsamstarfs
við þáverandi stjórn að banna
loðdýrarækt. Sem er náttúruvæn
búgrein sem nýtir hráefni í
fóður sem mannfólkið vill ekki
nota til matar sjálft, s.s. fisk
nýtir mannfólkið um 32%, rest
fer í dýrafóður. Kjúklingur,
svín, nautgripir ca 40% rest
fer í fóður fyrir dýr. Þessum
fóðurvörum breyta minkur og
refur í náttúrulegt hráefni í fatnað
sem skaðar ekki náttúruna. Eins
fer úrgangur frá þessum dýrum
á tún og í uppgræðslu á melum
og beitarlöndum, sem sagt
náttúruvænt.
Umhverfissinnar í Noregi og
víðar horfa fram hjá þeim skaða
sem gerviefnaiðnaðurinn veldur
náttúrunni. Það er örplastið sem
kemur frá gerviefnum í fatnaði
okkar, þegar við þvoum hann
skolum við út örplasti sem fer í
hafið og frumur hafsins og fiskseiði
glepjast á þessu og náttúrulegu æti,
og auðvitað melta þau þetta ekki og
drepast. Skelfiskur og krabbar sem
éta þessar frumur skila örplastinu
áfram inn í lífskeðjuna, sem endar
í efri lögum lífskeðjunnar, sem sagt
okkur. Einnig er það orðið fullsannað
að sjófuglar sem finnast dauðir og
eru krufnir eru fullir af plasti sem
brotnar niður í sjónum. Til dæmis
plastpokar og alls konar plastvörur
sem sjórinn brýtur niður í smá bita.
Og telur sjófuglinn að sé náttúruleg
fæða og gleypir, en getur ekki melt
og drepst.
Ekki nóg með það, fuglinn rotnar
í hafinu eða í fjörunni. Plastið
sem drap hann skilar sér aftur út í
náttúruna og heldur áfram að drepa
fugla og fleira út í það óendanlega.
Plast drepur hvali
Eins er þetta með hvali sem gleypa
það sem þeir álíta fæðu sína, soga
til sín í leiðinni plast sem er nú alls
staðar í hafinu sýnilegt, og þegar
eru margir hvalir sem reka dauðir á
hinar ýmsu strandir um heim allan.
Þegar þeir eru krufnir eru þeir fullir
af plasti sem þeir geta ekki melt.
Eins hafa fundist hafskjaldbökur, en
þær geta orðið um 300 ára gamlar,
dauðar með um 8 plastflöskur
(gosflöskur) í maganum. Það er
orðið augljóst að hafið er orðið
það mengað af mannavöldum, að
það er orðið stórhættulegt bæði
mönnum og sjávardýraríkinu sem
við lifum af. Hafið þið gert ykkur
ljóst að í hafið er nú kastað á hverju
ári þrettán milljón tonnum af
sýnilegu plasti, fyrir utan örplastið
úr fatnaði okkar, eins úr tannkremi,
þvottaefni, ýmsum húðkremum og
hreinsiefnavörum? Til samanburðar
veiða íslenskir sjómenn 1,2 milljarða
af nytjafiski til manneldis o.fl. Er
þessi sóðaskapur og tillitsleysi við
náttúruna og dýraríki ásættanlegur
að ykkar mati, sem eruð að ykkar
sögn umhverfisverndarsinnar,
náttúverndarsinnar og dýra-
verndunar sinnar? Dýraverndunar-
sinnar hafa barist hatrammlega
fyrir því að hvalir og önnur
sjávarspendýr séu ekki veidd til
matar, en eru þá þessi dýr að þeirra
mati endurvinnsla á plasti, eða eiga
þau að breyta plastinu sem við
köstum í hafið í náttúrulega afurð?
Ég fullyrði að það er ekki hægt.
Skordýraeitur í grænmetisrækt
Náttúruverndarsinnar hafa, eins og
dýraverndunarsinnar, ekki viljað að
við borðum dýraafurðir, en bent á
grænmeti í staðinn, sem er svo sem
ágætt. En hvernig er staðan á því? Jú,
grænmeti er framleitt um allan heim
með því að ausa milljónum tonna
af illgresiseyði og skordýraeyði á
allar plöntur svo skordýr éti ekki
of mikið af grænmetinu. Hvað
gerist við það? Við drepum öll
góðu skordýrin sem byggðu upp
frjóan jarðveg og fuglana sem lifa
á þessum skordýrum, og héldu þeim
í skefjum.
Þegar ég var lítill drengur var
mér bannað af bændafólki og
fleirum, að skaða skordýr, til dæmis
járnsmiði og köngulær, var mér sagt
að það væri ólánsmerki. Af hverju
var það svona mikilvægt? Sennilega
að þessi dýr héldu skordýraríkinu
í jafnvægi. Hvaða fuglar skyldu
nú syngja fyrir utan gluggann hjá
Macron, forseta Frakklands? Þar
sem eiturhernaður og kemískur
áburður er búinn að drepa um eina
milljón spörfugla, bara í Frakklandi,
hvað þá annars staðar.
Vísindamenn fengu þrettán
þingmenn Evrópusambandsins til
að pissa í prufuglös, til að skoða
efnasamband þvagsins. Kom í ljós að
það var haugmengað af illgresiseyði
og skordýraeitri. Hverju pissar þú?
Kannski ættu Bretar að athuga sína
konungsfjölskyldu, hún virðist lifa
mjög lengi, um 100 ár. Er hún
kannski svo skynsöm að borða
allt lífrænt ræktað, bæði kjöt
og grænmeti? Árið 1901 varaði
Maurice Maeterlinck við í bók um
býflugur, „The life of the bee“.
Sagði í þeirri bók að ef við dræpum
býflugurnar þá færi illa fyrir okkur
og dýraríkinu. Albert Einstein bætti
um betur og reiknaði út árið 1942
að ef við dræpum býflugurnar þá
lifði mannkynið í um fjögur ár,
og hver efast um hans reiknigetu?
Býflugurnar gegna lykilhlutverki
í frjóvgun jurtastofna eins og þið
vitið. En vitið þið að 117 árum
eftir þessa bók erum við sennilega
búin að drepa 75–80% af þessari
drottningu lífríkisins? Albert sagði
líka að mannkynið skiptist í tvo
hópa, hálfvita og snillinga, en þeir
væru færri.
Við látum fjármálasnillinga
draga okkur á asnaeyrunum í
eiturefnaherferð gegn skordýrum
og glæpsamlegri notkun á plasti
og gerviefnum, sem forfeður okkar
notuðu ekki. Enda menguðu þeir
ekki náttúruna, heldur unnu með
henni í eðlilegri hringrás hennar,
skiluðu öllu lífrænu aftur til
jarðarinnar. Því þeir vissu að jörðin
er lifandi og það átti skilyrðislaust
að virða hana og hennar þarfir og
nýta af skynsemi. Það höfum við
ekki gert frá árinu 1950 er plast
og nylon fóru að aukast í notkun.
Það er upphafið af þeirri skelfilegu
þróun sem nú er að verða mörgum
ljós. Stórir plastflekkir eru nú búnir
að myndast í höfum heimsins.
Eins og flestir vita er hafið 75% af
jarðarkúlunni okkar en 25% land. Er
nú til dæmis hafið milli Kaliforníu
og Havaíeyja með plasteyju sem er
stærri en tvö Texasríki (Texasríki er
695 þúsund ferkílómetrar en Ísland
er 103 þúsund ferkílómetrar).
Svona plasteyjar eru víðar og eru
alltaf að stækka, og eru nú þessar
plasteyjar orðnar varasamar fyrir
skip og báta, hvað þá dýraríkið.
Fram hjá þessu horfa náttúru-
verndarsinnar og dýraverndunar-
sinnar og segja ekkert. Enda kannski
styrktir af olíu- og efnaiðnaðinum
sem berjast gegn náttúrunni.
Er jörðin þolinmóð?
Við skulum hafa í huga það sem
Búdda sagði: „Uxinn er hægfara en
jörðin er þolinmóð.“ En ég er ekki
viss um að hún sé það lengur. Sá
sem skapaði þetta sólkerfi af þeirri
snilld að við fengum þessa jörð að
láni en ekki til eigna. Og við eigum
að umgangast hana af virðingu. Það
skiptir engu máli þó ríkasti maður
þessa hnattar eignist öll auðæfi
jarðarinnar, hann getur ekkert farið.
Enginn hnöttur í þessu sólkerfi er
byggilegur mönnum, og önnur
sólkerfi eru ókunn og engin orka
til að komast þangað. Þess vegna er
bara eitt í stöðunni. Við öll saman
sem byggjum þessa jörð verðum
að styrkja þá vísindamenn sem eru
raunverulegir vinir jarðarinnar til að
koma með raunhæfar náttúrulausnir,
til dæmis til að útrýma plasti úr
allri matvælaframleiðslu, og úr
efna- og fatagerð, kemískum
áburði í landbúnaði, illgresiseyði
og skordýraeitri. Því allt þetta
endar í hafinu og skaðar þar með
lífæð jarðarinnar. Hættum að kjósa
yfir okkur þingmenn sem ekki eru
raunverulegir vinir náttúrunnar og
fulltrúa á þing Sameinuðu þjóðanna
og fleiri bandalaga. Því að ljóst má
vera að núverandi fulltrúar eru með
lokaða glugga í átt að náttúrunni og
sjá ekki voðann sem blasir við.
Ég var staddur á Árbæjarsafni
að skoða hús sem var byggt árið
1934 og var að skoða eldhúsið er
lítil stúlka kom inn með foreldrum
sínum. Hún leit snöggt inn í eldhúsið
og sneri sér að mömmu sinni, og
sagði, „mamma, mamma, það er
ekkert plast í þessu eldhúsi“. Þetta
gladdi mig, að unga kynslóðin sem
á að erfa landið er farin að gera sér
grein fyrir þeirri ógæfu sem plast og
gerviefnaiðnaðurinn er að valda öllu
lífríkinu. Skólafólk og nemendur
eru nú farin að ganga fjörur og lönd
og tína upp plast og rusl. Eins eru
náttúrusinnaðir einstaklingar sem
ganga um í náttúrunni að hirða upp
rusl. Er þetta að sjálfsögðu gott, en
það verður að stöðva strax þessa
gerviiðnaðarframleiðslu sem skaðar
lífríkið. Það er gömul og ný reynsla
í Noregi að ef þú lýgur að jörðinni
þá lýgur hún að þér, sem þýðir að
hún gefst upp á þér og þá átt þú enga
lífsvon.
Kröfur EES orðnar dýrkeyptar
Við Íslendingar ásamt fleiri ríkjum
gerðum EES-samning árið 1993. Þá
vissum við ekki að í þeim samningi
er sú krafa að við myndum smátt og
smátt missa fullveldi okkar, með
öllum þeim reglum sem Brussel
mundi láta yfir okkur ganga. En
nú er okkur mörgum orðið ljóst
að kröfur EES eru okkur orðnar
dýrkeyptar. Við erum búin að
breyta sláturhúsum og kjötvinnslum
eftir kröfu EES fyrir milljarða, en
seljum þeim sáralítið af kjötvörum
og öðrum matvörum. Við kaupum
hins vegar frá þeim talsvert af
kjötvörum sem eru framleiddar
með miklu magni af fúkkalyfjum
og öðrum lyfjum, sem Íslendingar
og Norðmenn hafa bannað notkun á
í um 50 ár í sínum landbúnaði. Enda
er heilbrigði í matvælum í þessum
löndum á heimsmælikvarða.
Kröfur EES hafa nú gert að
verkum að kostnaður af öllum þeim
breytingum sem við höfðum þurft að
gera eru nú komnar út í matvöruverð
til okkar neytenda sem til dæmis
kjötvinnslufólk hefur sagt mér að
kosti neytendur minnst tuttugu ár
að borga niður. Í staðinn eigum
við að sögn kaupmanna og ýmissa
stjórnmálamanna að samþykkja
helst óheftan innflutning á mengaðri
matvöru frá EES. Ég segi þvert nei
við því. Íslenskir bændur framleiða
holla og heilbrigða matvöru fyrir
okkur, en nú er verið að stefna að því
að leggja þá af. Það má ekki verða
niðurstaðan. Því heilbrigðisyfirvöld
um allan heim eru nú að vakna
til lífsins um að þessi gífurlega
lyfjanotkun í landbúnaði og
kemískum áburði í milljarða
tonna er að verða stórhættulegur
mannfólki um allan heim. Og er
hræðsla lækna um stórfelldan
mannfelli af ofurbakteríum sem
þegar er farinn að koma í ljós í
talsverðum mæli. Lyfjanotkun í
landbúnaði er lífshættuleg. Og
getum við íslenskir neytendur
verið þakklátir okkar bændum og
búvísindamönnum fyrir að vera á
varðbergi um okkar heilbrigði. Við
þurfum því að treysta því að þeir
vísindamenn sem eru að vinna að
því að leysa pökkunarmál matvara
okkar, finni lausn sem skaði ekki
náttúruna og okkur neytendur.
Árið 1973 kom út bók eftir um
40 vísindamenn og prófessora sem
heitir á íslensku „Heimur á helvegi“.
Þar segja þeir um áhyggjur sínar
af öllu því sem hefur komið fram í
þessari grein um plast, illgresiseyði,
skordýraeitur og kemískan áburð.
Allt eftir þeim rannsóknum sem
voru þá þekktar og er ekki að
sjá annað en þeirra áhyggjur séu
nú komnar í ljós. Með þessari
glórulausu sóun á gæðum þessara
í raun fullkomna hnattar, sem tók
náttúrulega hringrás milljarða ára
að byggja, sé komið að vendipunkti.
Við verðum að snúa þessari
ógnarþróun við. Með hjálp góðra
vísindamanna og stjórnmálamanna
sem eru í raun vinir jarðarinnar.
Hugsið ykkur, kjarnorkusprengjan
er hættulaust leikfang nema einhver
vitleysingur þrýsti á hnappinn. En
gerviefnaiðnaðurinn er inni á hverju
heimili og er nú kominn í öll höf
heimsins og allt lífríkið í heiminum.
Tökum höndum saman og
stöðvum þessa ógæfu fyrir framtíð
barna okkar.
Getur David Attenborough
skrifað undir þetta?
Ásgeir Pétursson,
fyrrverandi sjómaður og bóndi
Ásgeir Pétursson er fyrrverandi sjó-
maður og einn af frumkvöðlunum í
loðdýrarækt á Íslandi. Hann rekur
loðdýrabúið Dalsbú í Helgadal.
Mynd / HKr.
-
leikinn sem við viljum bjóða afkomendum okkar upp á?
með miklu magni af fúkkalyfjum og öðrum lyfjum.